Bloggfærslur mánaðarins, september 2019
29.9.2019 | 22:38
Er þá bílastæðavandinn við framhalds- og háskóla Íslendinga leystur?
Það er hreint undravert að heyra um hvað ungir Íslendingar (sem og ungt fólk annars staðar um heiminn) er orðið meðvitað um "umhverfisvánna" og "hamfarahlýnun".
Og það krefst aðgerða án tafa.
Það verður að draga úr losun koltvísýrings.
Skyldi það ekki þýða að seinna í vikunni verða öll vandamál hvað varðar skort á bílastæðum úr sögunni í skólum á Íslandi?
Segir það sig eiginlega ekki sjálft?
Varla þyrpast þessi "grænu" ungmenni á einkabílnum í skólann.
Skyldi það einnig þýða að það verði engar útskriftarferðir í vor og haust?
Losunin frá fluginu er víst eitt helsta vandamálið.
Skyldi blómatími farþegaskipanna renna upp aftur?
En þau menga á meira en meðalþorp eftir því sem ég kemst næst.
Líklega eru gönguferðir með bakpoka það eina sem "blífar" fyrir útskriftarferðirnar.
En það er skratti lýjandi að bera allan vökvann.
Skyldi vera til einhver lausn á því?
Ákveðin vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2019 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2019 | 21:54
Á heimssviðinu er engin forgjöf
Það á ekki að skipta máli hver segir hvað, þegar á "heimssviðið" er komið, þar eiga allir að vera jafnir.
Þar á ekki að vera nein forgjöf.
Allra síst þegar talað er um, eða í nafni vísinda.
Þar á aðeins að skipta máli hvað sagt er, ekki hver segir það.
Aldur, kyn, litarháttur, sjúkdómar, fötlun, eða annað eiga ekki að hafa áhrif á hvernig við metum það sem sagt er.
Að því sögðu á Greta Thunberg alls ekki skilið margt af því sem sagt hefur verið um hana. Það sama gildir um líklega svo gott sem alla, ef ekki alla sem tjá sig um hin aðskiljanlegustu málefni, ekki síst á "heimssviðinu".
Það er ekkert verra að níða Gretu en aðra stjórnmálamenn (því hún er visslega orðin stjórnmálamaður).
En við ættum öll að hafa í huga að það er ekki hver sem segir það sem skiptir máli, heldur hvað er sagt.
Og það er það sem er sjálfsagt að gagnrýna, en ekki "hjóla" í persónuna.
En engin boðskapur er stikkfrí.
Hatursfullar athugasemdir um Thunberg óásættanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2019 | 16:46
Velþekkt og í notkun víða um lönd í mörg ár.
Það að setja "mjólkurtank" í verslanir og fólk fylli á ferska mjólk er velþekkt og hefur verið í notkun í árafjöld víða um lönd.
Þetta er handhægt og án efa umhverfisvænt, svo framarlega sem fólk setji ekki fyrir sig glerþvott og burð.
Ég hef reyndar líka séð þetta útfært með plastflöskum sem voru í standi við hliðana og voru fylltar. Það er í sjálfu sér ekki umhverfisvænt, en gefur eigi að síður ferska og góða mjólk.
Stærsta spurningin er líklega hvað heilbrigðiseftirlit og reglugerðir segja um glerþvott án "vottunar og staðla".
Stenst slíkt reglugerðir um mjólkursölu og "sterílíseringu"?
Það má eins og flest annað finna upplýsingar um slíkar "beljur" á internetinu t.d. hér, hér, og hér.
Í Eistlandi, þar sem ég kynntist þessari tækni fyrst, var hún þó ekki lengi í boði, enda ekki í boði "venjuleg" mjólk heldur "lífræn" og ófitusprengd, all nokkur dýrari en sú "venjulega" og flestir heldu sig við ódýrari kostinn. En hún var góð. Þar var reyndar ekki sjálfsali, heldur prentaði "beljan" út strikamerki, og síðan var greitt við kassa.
Hér að neðan má svo sjá stutt myndband tengt efninu.
Beljur í búð sigurvegari Plastaþons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2019 | 21:35
Þarf Ísland á neikvæðum vöxtum og endalausri peningaprentun að halda?
Það segir ef til vill sína sögu að það þarf að leita á náðir sérhæfðs fjölmiðils eins og Viðskiptablaðsins til þess að finna frétt um að Seðlabanki Eurosvæðisins hafi ákveðið að hefja á ný risavaxin kaup á skuldabréfum jafnhliða því að ýta stýrivöxtum á svæðinu en frekar niður á neikvæðu hliðina.
Slík eru efnahagsvandræðin á Eurosvæðinu, stöðnunin.
En "hefðbundnir" fjölmiðlar telja það ekki til tíðinda, alla vegna ekki sem eigi erindi til almennings.
En það væri ef til vill ekki síst ástæða fyrir fjölmiðla að velta því upp og athuga hvort að neikvæðir vextir og mikil peningaprentun sé það sem Íslenskt efnahagslíf þarf á að halda.
Það mætti spyrja stjórnmálamenn, hagfræðinga, Seðlabankamenn, álitsgjafa o.s.frv.
Ekki síst væri þörf á að spyrja þá stjórnmálamenn sem telja að "Sambandsaðild" og upptaka euros sé það sem helst vanti í Íslenskt efnahagslíf.
En væri euroið lögeyrir Íslendinga, þá væri einmitt á landinu neikvæðir stýrivextir og hefðu verið undanfarin ár, sem og gríðarleg peningaprentun (með stuttu hléi).
Sjálfsagt eru til þeir stjórnmálamenn sem telja það góða stöðu, en það verður að vona að þeir komist ekki til valda.
Og það er vert að hafa í huga að það er hægt að tapa á skuldabréfum, rétt eins og öðrum fjárfestingum og að þeir sem keyptu skuldabréf WOW eru langt í frá þeir einu sem hafa lent í slíku.
Á meðal þjáningabræðra þeirra er einmitt Seðlabanki Eurosvæðisins. Mörgum lýst sömuleiðis illa á sívaxandi hlut hans í skuldum ríkja (euro)svæðisins.
En undanfarin ár hefur vaxandi áhætta hvað varðar opinber skuldabréf flust frá einkaaðilium til seðlabankanna á Eurosvæðinu.
Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að Íslenskir seðlabankamenn segi að umheimurinn sé ekki í lagi.
En við verðum að vona að Ísland verði það áfram og eurostjórnamálamennirnir komist ekki til valda.
Við erum í lagi en heimurinn ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2019 | 20:38
Trudeau: Ekki eins og hann er auglýstur?
Ekki get ég talist stuðningsmaður Justin Trudeau, ekki nú né nokkru sinni fyrr og ég átti satt best að segja ekki von á því að ég ætti eftir að koma honum til varnar.
En mér þykja þessar "uppljóstranir" um hann, birtingar á áratuga gömlum myndu sem eiga að sanna "siðferðisbrest" hans og "rasíska tendensa" langt yfir skynsemis og velsæmismörkum.
Það virkar alltaf vafasamt að ætla að dæma fortíðina með "siðferðisviðmiðum" nútímans, en jafnvel þó að kosið sé að líta á athæfi hans "alvarlegum augum", sannar það í mínum huga ekkert meira en að Trudeau jr. hafi einhvern tíma verið "ungur og vitlaus" eins og það er stundum kallað.
Er það svo alvarlegt? Vijum við stjórnmálamenn sem byrjuðu að skipuleggja ferilinn og "pössuðu" sig frá fermingu? Ekki að það þurfi að vera galli, en er ekki betra að "fagna fjölbreytninni"?
Ég reikna með að þessi uppljóstrun eigi eftir að verða fyrirferðarmikil í umræðunni fyrir Kanadísku kosningarnar, en þar þykir Trudeau, sitjandi forsætisráðherra eiga undir högg að sækja.
Margir tala um uppljóstranirnar sem nokkurs konar bjúgverpil hins "pólítíska rétttrúnaðar", og hafi hitt Trudeau réttilega fyrir.
En það má líka velta því fyrir sér hvort að þetta sé einfaldlega ættað úr herbúðum Trudeaus.
Lítilvægt mál sem "iðrandi rétttrúnaðar pólítíkus" biðst auðmjúkur afsökunar á. Er það ekki virði nokkurra atkvæða?
Og er ekki betra að ræða áratuga gamla grímubúninga, heldur en þá staðreynd að forsætisráðherran var staðinn að því að beita dómsmálaráðherra þrýstingi til að hindra framgang réttvísinnar gagnvart stórfyrirtæki?
Því að Kanadíski Íhaldsflokkurinn hefur að miklu leyti rétt fyrir sér þegar hann auglýsir að Trudeau sé "not as advertised", eða ekki eins og hann er auglýstur.
P.S. Svo má velta því fyrir sér, á "Wadiyaísku" hvort að þetta sé aladeen eða aladeen.
Fleiri myndir af Trudeau svartmáluðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.9.2019 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)