Á heimssviðinu er engin forgjöf

Það á ekki að skipta máli hver segir hvað, þegar á "heimssviðið" er komið, þar eiga allir að vera jafnir.

Þar á ekki að vera nein forgjöf.

Allra síst þegar talað er um, eða í nafni vísinda.

Þar á aðeins að skipta máli hvað sagt er, ekki hver segir það.

Aldur, kyn, litarháttur, sjúkdómar, fötlun, eða annað eiga ekki að hafa áhrif á hvernig við metum það sem sagt er.

Að því sögðu á Greta Thunberg alls ekki skilið margt af því sem sagt hefur verið um hana.  Það sama gildir um líklega svo gott sem alla, ef ekki alla sem tjá sig um hin aðskiljanlegustu málefni, ekki síst á "heimssviðinu".

Það er ekkert verra að níða Gretu en aðra stjórnmálamenn (því hún er visslega orðin stjórnmálamaður).

En við ættum öll að hafa í huga að það er ekki hver sem segir það sem skiptir máli, heldur hvað er sagt.

Og það er það sem er sjálfsagt að gagnrýna, en ekki "hjóla" í persónuna.

En engin boðskapur er stikkfrí.

 

 

 


mbl.is Hatursfullar athugasemdir um Thunberg óásættanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allt er leyfilegt í áróðri.

Og það eru gífurlegir peningar og völd* í spilinu.

*Bara einhver völd, til að ráðskast með fólk bara einhvernvegin.  Hvernig er auka-atriði.  Margir fá allt að því erótiskt kikk út úr því að koma á einhverjum bönnum.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.9.2019 kl. 22:48

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Það má segja að allt sé reynt í áróðri, en sé gengið yfir ákveðin mörk (sem eru vissulega fljótandi, ef svo má að orði komast, og erfitt að henda reiður á fyrirfram) verður til bjúgverpill og áróðurinn snýst við, eða verður neikvæður.

En það er alveg rétt að bönn eru margra markmið og að móta heiminn og íbúa hans eftir eigin skoðunum.

Yfirleitt tekst það ekki og oftar en ekki reynast slíkir "spámenn" hafa haft rangt fyrir sér.

G. Tómas Gunnarsson, 28.9.2019 kl. 23:18

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Að segja að Greta sé "vissulega orðin stjórnmálamaður" er kannski soldið bratt. Og ég held að loftslagsváin sé ekki pólitískt mál.

Svo get ég ekki að því gert að mér finnst verulega mikið að miðaldra fólki sem veitist að (eða gerir lítið úr) börnum.

Kristján G. Arngrímsson, 2.10.2019 kl. 20:50

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.   Það eru engin aldurstakmörk á stjórnmálamönnum, alla vegna ekki þaðað ég best veit.  Hví skylid 16. ára stúlka ekki teljast stjórnmálamaður?

Það er ekki einhugur um "loftslagsvánna", sem geri alla umfjöllun um hana að pólítísku máli.

Ekki endilega "flokkspólítísku" en vissulega pólítísku máli.

Hugtakið "barn" er reyndar að mörgu leyti ótrúlega ungt, og skilgreiningin á því hefur vissulega færst til, ekki síst í aldri.

En það þýðir ekki að það sem "börn" segja sé hafið yfir gagnrýni, ekki frekar en nokkurra annara.

Hví skyldi svo vera?

G. Tómas Gunnarsson, 5.10.2019 kl. 21:06

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Deilur um loftslagsvána eiga ekki rætur í pólitískri afstöðu heldur því hvort maður tekur mark á vísindalegum niðurstöðum eða ekki. Það er ekki spurning um hugmyndafræði.

Af sömu ástæðu er afstaða Gretu ekki pólitísk heldur einfaldlega áminning um að það sé skynsamlegast að taka mark á vísindalegum niðurstöðum og varasamt að hafna þeim af því að þær komi illa við pyngjuna.

Þar af leiðandi held ég að vafasamt sé að fullyrða að Greta sé pólitíkus.

Kristján G. Arngrímsson, 5.10.2019 kl. 21:56

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Vissulega má deila um hvað pólítík er, skilgreiningar geta verið loðnar og nokkuð á reki, en það er fleira (alla vegna að mínu mati) pólítík en það flokkapólítík.

Algeng skilgreining er eitthvað í þá veru að pólítík sé það sem varðar stjórnun á landi eða svæðum.

Loftslagsmál falla þar undir í flestum tilfellum að mínu mati.

Vísindaniðurstöðurnar eru ekki óvéfengdar, né heldur það sem vilji er til þess að sé gert.

Enda eru vísindin gjarna ekki einhlýt og ekkert nýtt að þau blandist við stjórnmál.

Eitt dæmi um það er Íslenska fiskveiðstjórnunarkerfið.  Byggt á vísindum, en það er pólítíkin sem spilar sína rullu og líklega þá stærri.

Það sama er uppi á tengingnum hvað varðar loftslagsmálin.

Það skipar Greta (og margir aðrir) sér í ákveðna hópa, sem eru þó ekki skýrt afmarkaðir eða án skörunar.

En umræðan er pólítísk (að minni skoðun) og þar af leiðandi þátttakendur pólítíkusar eða stjórnmálamenn.

Það er enda engin minnkun eða skömm af því að teljast vera stjórnmálaþátttakandi.

G. Tómas Gunnarsson, 7.10.2019 kl. 15:51

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég átti alls ekki við að það sé minnkun eða skömm að því að teljast vera stjórnmálaþátttakandi. 

Bara að pólitísk afstaða er eðlisólík vísindalegri afstöðu.

Kristján G. Arngrímsson, 8.10.2019 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband