Þarf Ísland á neikvæðum vöxtum og endalausri peningaprentun að halda?

Það segir ef til vill sína sögu að það þarf að leita á náðir sérhæfðs fjölmiðils eins og Viðskiptablaðsins til þess að finna frétt um að Seðlabanki Eurosvæðisins hafi ákveðið að hefja á ný risavaxin kaup á skuldabréfum jafnhliða því að ýta stýrivöxtum á svæðinu en frekar niður á neikvæðu hliðina.

Slík eru efnahagsvandræðin á Eurosvæðinu, stöðnunin.

En "hefðbundnir" fjölmiðlar telja það ekki til tíðinda, alla vegna ekki sem eigi erindi til almennings.

En það væri ef til vill ekki síst ástæða fyrir fjölmiðla að velta því upp og athuga hvort að neikvæðir vextir og mikil peningaprentun sé það sem Íslenskt efnahagslíf þarf á að halda.

Það mætti spyrja stjórnmálamenn, hagfræðinga, Seðlabankamenn, álitsgjafa o.s.frv.

Ekki síst væri þörf á að spyrja þá stjórnmálamenn sem telja að "Sambandsaðild" og upptaka euros sé það sem helst vanti í Íslenskt efnahagslíf.

En væri euroið lögeyrir Íslendinga, þá væri einmitt á landinu neikvæðir stýrivextir og hefðu verið undanfarin ár, sem og gríðarleg peningaprentun (með stuttu hléi).

Sjálfsagt eru til þeir stjórnmálamenn sem telja það góða stöðu, en það verður að vona að þeir komist ekki til valda.

Og það er vert að hafa í huga að það er hægt að tapa á skuldabréfum, rétt eins og öðrum fjárfestingum og að þeir sem keyptu skuldabréf WOW eru langt í frá þeir einu sem hafa lent í slíku.

Á meðal þjáningabræðra þeirra er einmitt Seðlabanki Eurosvæðisins.  Mörgum lýst sömuleiðis illa á sívaxandi hlut hans í skuldum ríkja (euro)svæðisins.

En undanfarin ár hefur vaxandi áhætta hvað varðar opinber skuldabréf flust frá einkaaðilium til seðlabankanna á Eurosvæðinu.

Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að Íslenskir seðlabankamenn segi að umheimurinn sé ekki í lagi.

En við verðum að vona að Ísland verði það áfram og eurostjórnamálamennirnir komist ekki til valda.


mbl.is „Við erum í lagi en heimurinn ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei Ísland þarf ekki á endalausri peningaprentun að halda.

Þess vegna þarf að afnema verðtryggingu lánsfjár.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2019 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband