Velþekkt og í notkun víða um lönd í mörg ár.

Það að setja "mjólkurtank" í verslanir og fólk fylli á ferska mjólk er velþekkt og hefur verið í notkun í árafjöld víða um lönd.

Þetta er handhægt og án efa umhverfisvænt, svo framarlega sem fólk setji ekki fyrir sig glerþvott og burð.

Ég hef reyndar líka séð þetta útfært með plastflöskum sem voru í standi við hliðana og voru fylltar. Það er í sjálfu sér ekki umhverfisvænt, en gefur eigi að síður ferska og góða mjólk.

Stærsta spurningin er líklega hvað heilbrigðiseftirlit og reglugerðir segja um glerþvott án "vottunar og staðla".

Stenst slíkt reglugerðir um mjólkursölu og "sterílíseringu"?

Það má eins og flest annað finna upplýsingar um slíkar "beljur" á internetinu t.d. r, hér, og hér.

Í Eistlandi, þar sem ég kynntist þessari tækni fyrst, var hún þó ekki lengi í boði, enda ekki í boði "venjuleg" mjólk heldur "lífræn" og ófitusprengd, all nokkur dýrari en sú "venjulega" og flestir heldu sig við ódýrari kostinn.  En hún var góð. Þar var reyndar ekki sjálfsali, heldur prentaði "beljan" út strikamerki, og síðan var greitt við kassa.

 

Hér að neðan má svo sjá stutt myndband tengt efninu.

 

 

 

 

 


mbl.is Beljur í búð sigurvegari Plastaþons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband