Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017
28.2.2017 | 15:04
Grundvallarmunur á vegg og vegg?
Það má segja að það sé mikill miskilningur að landamæraveggur sé einfaldlega það sama og landamæraveggur. Þó að útlitið sé svipað má segja að í grunninn þjóni landamæraveggir mismunandi tilgangi.
Annars vegar það sem algengara er, að tryggja yfirráð ríkis yfir landamærum sínum og betri stjórn á því hverjir komist þar yfir og svo hins vegar að hindra að eigin þegnar komist á brott.
Á þessu tvennu er reginmunur.
Því ætti ekki að leggja að jöfnu veggi s.s. Berlínarmúrinn eða þann múr sem er á landamærum koreönsku ríkjanna og þá veggi sem eru t.d. á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, Spánar og Marókkó eða þann vegg sem Tyrkir eru að reisa á landamærum sínum og Sýrlands, með stuðningi Evrópusambandsins.
Veggir sem halda þegnunum inni, gera ríkin að ígildi fangelsis, það var raunin með A-Þýskaland og raunar flest hin sósíalísku ríki í A-Evrópu og það er raunin með N-Kóreu.
En það á engin sjálfgefin rétt á því að koma til annars lands. Mexíkanar eru ekki sviptir grundvallarréttindum þó að veggur hindri þá í að fara yfir landamærin til Bandaríkjanna. Eftir sem áður geta þeir sótt um vegabréfsáritun, en auðvitað er óvíst að viðkomandi fái hana.
Sama gildir um Marókkóbúa sem vill fara yfir á spænskt landsvæði, hann á engan sjálfgefinn rétt til slíks og verður að sækja um vegabréfsáritun inn á Schengen svæðið.
Hvorugur veggurinn brýtur á réttindum eins né neins.
Hvers vegna áform um vegg á landamærum Bandaríkjanna (sem þegar hafa vegg á löngum köflum) framkalla svo mikið sterkari viðbrögð en veggur á landamærum Spánar og Marókkó, eða t.d. Tyrklands og Sýrlands er spurning sem ef til vill fer best á að hver svari fyrir sig.
En skyldu Íslendingar eiga von á því að lagðar verði fram þingsályktunartillögur sem fordæmi alla þessa veggi og múra?
Landamæraveggir víða um heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2017 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2017 | 10:23
Einstaklingssalerni eina lausnin?
Það er í sjálfu sér ekki þörf á flóknum aðgerðum til þess að allir geti verið sáttir og gert þarfir sínar óáreittir.
En það kostar örlítið meira pláss og þó nokkuð meiri fjárútlát.
Lausnin er einfaldlega að byggja einstaklingssalerni.
Þannig er málum t.d. háttað í skóla dóttur minnar og hefur verið í áratugi ef ég hef skilið rétt.
Vissulega er ekki hægt að leysa málin á þann hátt "yfir nótt", en ætti að vera sjálfsagt að marka stefnuna þangað.
Þeir sem vilja vera í friði fyrir hinu eða hinum kynjunum hljóta einnig að eiga sín réttindi, eða hvað?
Kynlaus klósett í Háskólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2017 | 18:31
Sögulegur sigur Íhaldsflokksins í aukakosningum í Bretlandi
Þessi frétt lætur ef til vill ekki mikið yfir sér, en þó má lesa all nokkur tíðindi í henni, en það má segja að á þau sé ekki minnst.
Verkamannaflokkurinn bauð í raun afhroð í Copeland, það er ekki hægt að kalla það neitt annað.
Flokkurinn hefur, þar til nú, unnið sigur í kjördæminu frá því að því var komið á fót (1983) og í því og fyrirrennara þess í samfellt 80 ár.
Þessi sigur Íhaldsflokksins er jafnframt fyrsti sigur sitjandi stjórnarflokks í aukakosningum í u.þ.b. 35 ár, eða síðan 1982.
Staða Verkamannaflokksins, þrátt fyrir sigur í Stoke, virðist fara síversnandi og ekki síst staða formannsins Jeremy Corbin´s, sem ýmsir töldu tákn um nýja tíma vinstrisins í alþjóða stjórnmálum (ásamt Bernie Sanders).
Verkamannaflokkurinn vinnur hins vegar varnarsigur í Stoke, kjördæmi sem hann hefur sömuleiðis haldið eins lengi og elstu menn muna. Sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) vinnur á, en langt í frá eins mikið og margir höfðu reiknað með, því jafnvel var talið að hann ætti möguleika á sigri.
En Stoke hefur verið kölluð "höfuðborg Brexit", enda greiddu um 70& kjósenda í kjördæminu atkvæði með úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.
Það er einmitt hluti af vandræðum Verkamannaflokksins, en mikill fjöldi frammámanna flokksins hefur verið fylgjandi "Sambandsaðild", en meirihluti þeirra kjördæma sem þeir hafa þingmenn í, greiddu atkvæði með úrsögn.
En báðar þessar aukakosningar styrkja í raun yfirburðastöðu Íhaldsflokksins í breskum stjórnmálum.
Margir höfðu spáð því að Brexit kosningarnar myndu kljúfa flokkinn, en í raun hafa þær gert hann mun sterkari, en Verkamannaflokkurinn er ekki nema svipur hjá sjón.
Sjálfstæðisflokkur hins sameinaða konungsdæmis hefur einnig átt nokkuð erfitt uppdráttar. Ekki það að 25% atkvæða í Stoke geti talist slakur árangur, en samt virðist flokkurinn eiga erfitt mað að finna tilgang, nú eftir að Bretar hafa samþykkt úrsögn úr "Sambandinu" og að hin "charismatíski" leiðtogi Nigel Farage hefur stigið til hliðar.
Ég hef áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn muni eiga erfitt með að finna fótfestu nú eftir Brexit og ég held að þessar aukakosningar renni stoðum undir þá skoðun.
Ýmsir hafa sagt að eini möguleiki flokksins til að sækja fram sé að sveigja stefnuskrá sína enn frekar til vinstri en nú er, til að keppa við Verkamannaflokkinn, hvort að slík stefnubreyting verði ofan á á eftir að koma í ljós.
En báðar þessar aukakosningar, þó sérstaklega sú í Copeland, styrkja yfirburðastöðu Íhaldsflokksins í breskum stjórnmálum.
Það er nokkuð sem Brexit hefur fært þeim, þvert á flesta spádóma.
P.S. Það er ekki oft sem mér þykir fréttaflutningur RUV betri en mbl.is, en það er þó í þessu tilviki. Frétt RUV er alltof grunn, en nær þó frekar að koma meginatriðunum til skila.
Verkamannaflokkurinn tapaði og vann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2017 | 17:43
99 ár
Í dag, 24. febrúar eru liðin 99 ár síðan Eistlendingar lýstu yfir sjálfstæði sínu. Áður hafði ekkert eistneskt ríki þekkst, þó að þjóðin og tungumálið hafi verið til staðar.
Yfirlýsing þess efnis hafði verið samin þann 21., lesin upp í Pärnu þann 23., en prentuð og lesin upp í Tallinn (stærsta borg Eistlands og síðan þá höfuðborg) þann 24.
Sá dagur er síðan þjóðhátíðardagur Eistlendinga.
En sjálfstæðið kom ekki baráttulaust. Eistlendingar þurftu bæði að berjast við Sovétið og svo einnig þýskar herdeildir (landeswehr) sem urðu eftir í landinu eftir uppgjöf Þýskalands.
En hið nýstofnaða ríki naut stuðnings. Mesti réði líklega stuðningur Breta, en sjálfboðaliðar frá Finnlandi og stuðningur frá hvítliðum og Lettlandi skipti einnig máli.
En friðarsamningur var undirritaður við Sovétríkin árið 1920. Þá féllu löndin frá öllum landakröfum á hendur hvort öðru.
Nokkuð sem Sovétríkin áttu alla tíð erfitt með að standa við. 16. júni 1940 settu Sovétríkin svo Eistlandi úrslitakosti, og í kjölfarið komu sér upp herstöðvum í landinu. Það tók svo ekki nema nokkra mánuði áður en Eistland (og Eystrasaltslöndin öll) var innlimað í Sovétríkin.
Þannig var Eistland hernumið af Sovétríkjunum þangað til í ágúst 1991 (ef frá eru talin þau ár sem landið var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni).
Og leið landsins sem lýsti yfir fullveldi sínu snemma árs 1918 og Íslendinga sem öðluðust fullveldi sitt 1. desember sama ár, lá aftur saman í ágúst 1991, þegar Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna endurheimt Eistlendinga á sjálfstæði sínu.
Til fróðleiks má geta þess að 1. desember er oft minnst í Eistlandi, en þó með neikvæðum formerkjum, því þann dag 1924, reyndu eistneskir kommúnistar með stuðningi Sovétríkjanna valdarán í Eistlandi, sem mistókst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2017 | 12:51
Svona eins og gerist í "samanburðarlöndunum"?
Það hefur oft verið rætt um hvort að auka ætti einkarekstur í íslenska heilbrigðiskerfinu, nú síðast hvort að leyfa ætti sjúkrarúm í einkaeigu þar sem sjúklingar gætu legið nokkra daga.
Í viðhengdri frétt má lesa um einkafyrirtæki í Svíþjóð sem hefur u.þ.b. 25% markaðshlutdeild í hryggskurðaðgerðum í Svíþjóð.
Í Stokkhólmi er fyrirtækð með tæplega 30 sjúkrarúm, 4. skurðstofur.
Stærsti eigandi fyrirtækisins er skráður í kauphöllina í Stokkhólmi, hann á rétt rúmlega 90% af fyrirtækinu. Ef ég hef skilið rétt dreifast hinir eignarhlutirnar aðallega á starfsfólk, en ég þori ekki að fullyrða um það hér.
Skyldi starfsemin vera ógn við sænska velferð eða lýðheilsu sænsku þjóðarinnar?
Ætli ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð hafi það á stefnuskránni að færa þetta allt aftur undir sænska ríkið?
Ég held ekki.
Ef vilji er til þess að gera íslenska heilbrigðiskerfið líkara því sem gerist í nágrannalöndunum, eða "samanburðarlöndunum", er rými til að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, líklega all verulega.
P.S. Stuttu eftir að ég hafði póstað þessari færslu, rakst ég á stutta frétt frá Svíþjóð sem sýnir að vandamálin sem við er að eiga í heilbrigðiskerfinu eru ekki svo ósvipuð á Íslandi og í Svíþjóð.
Með 25% hryggskurðaðgerða í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2017 | 15:24
Evrópusambandið heillar ekki Íslendinga
Sé tekið mið af þeim skoðanakönnunum sem birtst hafa á Íslandi er óhætt að segja að "Sambandið" heilli ekki Ísleninga.
Góður meirihluti hefur verið gegn því að Ísland sæki um inngöngu og gjarna u.þ.b. 2/3 þeirra sem taka afstöðu.
Þannig hefur staðan verið í ríflega 7 ár eins og lesa má í viðhengdri frétt.
Það er jafnvel lengri tími en Grikkland hefur notið einstakrar fjárhagsaðstoðar ríkja hins sama "Sambands", og þykir þó mörgum það ærinn tími.
Og stuðningurinn við inngöngu Íslands í "Sambandið" styrkist ekki, ekki frekar en efnahagsástandið í Grikklandi eða skuldir Grikkja minnka.
Þrátt fyrir það er umsókn ótrúlega "heitt" mál í íslenskum stjórnmálum (þó ekki hjá kjósendum) og nýlega hafa flokkar verið stofnaðir með það að markmiði að Ísland gangi í "Sambandið".
Það er enda einn hópur sem sker sig úr hvað fylgi við aðild varðar (þó að hópurinn sé ekki stór), en það er ríkisstjórn Íslands. Þar er fylgi við aðild u.þ.b. 45% verulega úr takti við þjóðina.
Tveir þriðju andvígir inngöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2017 | 13:05
Er einhver meiri lýðskrumari en Hollande?
Það er ef til vill rétt að byrja á því að segja að ég er ekki einn af þeim sem set "absólút" samasem merki á milli popúlisma og svo þess sem ég kalla lýðskrum. Það þýðir ekki að popúlistar geti ekki verið lýðskrumarar, en í mínum huga er þetta ekki sami hluturinn.
En eru þeir margir stjórnmálamennirnir sem hafa í raun reynst meiri lýðskrumarar en Hollande?
Hvað stendur eftir framkvæmt af þeim loforðum sem hann bar á borð fyrir franska kjósendur fyrir 5 árum?
Hvað um loforðið að draga úr atvinnuleysi? Getuleysi hans, einhverjir myndu sjálfsagt kalla það svik, gagnvart því loforði er yfirleitt talin meginástæða þess að hann þorir ekki að bjóða sig fram til endurkjörs.
Hvernig hefur þróun fransks efnahagslífs verið undir hans stjórn? Hvernig er hún borin saman við næstu nágranna s.s. Þýskaland og Bretland?
Hverju lofaði hann, hvað stóð hann við?
Mun eitthvað standa eftir valdatíð hans þegar henni líkur í sumar, nema lýðskrum og líklega einhver dýrasta hárgreiðsla heims?
Varar við uppgangi popúlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2017 | 11:52
Merkel segir að euroið sé of lágt skráð - fyrir Þýskaland
Fyrir stuttu síðan bloggaði ég um að fjármálaráðherra Þýskalands teldi euroið of sterkt - fyrir Þýskaland.
Fyrir fáum dögum lét svo sjálfur kanslarinn, Merkel orð falla í sömu átt.
"The ECB has a monetary policy that is not geared to Germany, rather it is tailored (to countries) from Portugal to Slovenia or Slovakia. If we still had the (German) D-Mark it would surely have a different value than the euro does at the moment. But this is an independent monetary policy over which I have no influence as German chancellor."
The euro has fallen nearly 25 percent against the dollar over the past three years, touching a 14-year low of $1.034 in January. But it has since risen to roughly $1.061.
Enn og aftur viðurkenna leiðtogar Þýskalands að euroið sé of veikt skráð fyrir landið, en benda á Mario Draghi, seðlabankastjóra.
Enn og aftur kemur í ljós að euroið hentar þeim löndum sem nota það ákaflega mismunandi. Enginn mundi halda því fram að euroið sé of veikt fyrir Grikkland, Ítalíu, Frakkland, Spán, Portúgal og svo framvegis.
En það er Þýskaland sem nýtur að lang stærstum hluta ágóðans of lágu gengi eurosins, sem Draghi töfrar fram, ekki síst með gríðarlegri peningaprentun, en kemur að hluta til út af bágu efnahagsástandi landa innan Eurosvæðisins.
Eins og áður hefur verið minnst á er ástandið að sumu leyti svipað á öðrum myntsvæðum, s.s. Bandaríkjunum og t.d. Kanada. En þar fer fram umfangsmikil millifærsla á fjármunum hjá ríkisstjórnum. Að öðrum kosti reyndist það t.d. næsta ómögulegt fyrir Prince Edward Island eða Manitoba að deila gjaldmiðli með Alberta (þó að það sé heldur skárra nú þegar olíuverð er lágt). Þess vegna skiptast fylki Kanada í "have" og "have not". Um það má lesa hér, hér og hér.
Bandaríkin eru ekki með jafn skipulagt kerfi, en þó er gríðarlega misjmunur á milli þess hvað mörg ríki greiða í alríkisskatt og hve miklu af honum er eytt í þeim. Það er býsna flókin mynd, en til einföldunar má líklega segja að fjármagn flytjist frá þéttbýlli ríkjunum til þeirra strjálbýlli.
En á Eurosvæðinu verða skilin á milli "have" og "have not" ríkja ef eitthvað er meira áberandi og enginn má heyra á það minnst að gefa Grikklandi eftir eitthvað af skuldum þess. Það verður þó líklega niðurstaðan með einum eða öðrum hætti, en ekki fyrr en Grikkland verður í "andarslitrunum".
P.s. Það er auðvitað freistandi fyrir íslenska stjórnmálamenn að taka framgöngu þeirra þýsku til eftirbreytni.
Þegar rætt er um að krónan sé of há, nú eða of lág, er best fyrir þá að segja að þeir séu meðvitaðir um það og sammála því, en þetta sé einfaldlega allt Má Guðmundssyni að kenna. :-)
14.2.2017 | 15:29
Já og nei og ef til vill - Skoðanir og falskar fréttir?
Við höfum séð þetta allt áður. Skoðanir einstakra aðila eru "klæddar upp" sem staðreyndir í fréttum.
Ef að Bretar tækju ekki upp euroið beið þeirra einangrun og efnahagslega hnignun. Reyndist ekki satt.
Ef Bretar segðu já við því að yfirgefa Evrópusambandið biði þeirra efnahagslegt hrun og einangrun. Svo hefur ekki verið.
Aðildarumsókn að Evrópusambandinu átti að vera töfralausn fyrir íslenskan efnahag. Staðreyndin er sú að efnahagsbati Íslendinga fór fyrst á flug þegar við tók ríkisstjórn sem stefndi í allt aðra átt en aðild að Evrópusambandinu.
Hvað gerist í Frakklandi ef það ákveður að segja skilið við euroið og/eða Evrópusambandið er í raun engin leið að fullyrða, því það er svo langt í frá að það sé eina breytan í efnahagslífi Frakka.
Það er hægt að taka fjöldan allan af réttum eða röngum ákvörðunum samhliða þeim ákvörðunum.
Þó þykir mér trúlegt að það myndi í upphafi hafa í för með sér aukin kostnað fyrir Frakka. Óvissa gerir það gjarna.
En væri haldið rétt á spöðunum, þykir mér líklegt að slíkt myndi reynast Frökkum vel. Stjórn yfir eigin málum er líkleg til þess.
Ef þróun samkeppnishæfi Frakklands og skuldastaða hins opinbera er skoðuð frá því að euroið var tekið upp, er engan vegin hægt að álykta að það hafi reynst Frakklandi vel.
En það er alls ekki gefið að það myndi Marion Le Pen heldur gera.
En ef skoðaðir eru spádómar varðandi Bretland, hljóta allir að taka spádóma eins og hér koma fram (í viðhengdri frétt) með miklum fyrirvara, ef ekki kalla slíkt "falskar fréttir".
Slíkar skoðanir eru einfaldlega ekki meira virði en aðrar pólítískar skoðanir.
Dýrt að yfirgefa evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Undanfarnar vikur hefur mátt lesa um deilur á milli Bandaríkjanna og Þýskalands um hvort að lágt gengi eurosins veiti Þýskalandi óeðlilegt forskot hvað varðar útflutning.
Eins og eðlilegt er í deilumáli sem þessu sýnis sitt hverjum.
En nýverið tók þó fjármálaráðherra Þýskalands að nokkru undir með þeim sem segja að Þýskaland njóti að nokkru óeðlilegs forskots. Það er að segja að euroið sé of veikt - fyrir Þýskaland.
Eða eins og lesa mátti í frétt Financial Times:
German finance minister Wolfgang Schäuble has blamed the European Central Bank for an exchange rate that is too low for Germany, following criticism last week from US president Donald Trumps top trade adviser.
Mr Schäuble acknowledged in a newspaper interview that the ECB had to set monetary policy for the eurozone as a whole, but said: It is too loose for Germany.
The euro exchange rate is, strictly speaking, too low for the German economys competitive position, he told Tagesspiegel. When ECB chief Mario Draghi embarked on the expansive monetary policy, I told him he would drive up Germanys export surplus . . . I promised then not to publicly criticise this [policy] course. But then I dont want to be criticised for the consequences of this policy.
Þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir er líklegt að Þýskaland hafi verið það land sem notið hafi mests afgangs af milliríkjaviðskiptum á síðasta ári, meira að segja all verulega meira en Kína.
Í frétt FT mátti ennfremur lesa:
Mr Schäuble pointed out that Germany was not able to set exchange rate policy and pinned responsibility for the euros weakness against the dollar on the ECB. The German finance ministry was not an ardent fan of the ECBs policy of quantitative easing that had helped to weaken the single currency.
According to the Ifo Institute, Germany recorded a trade surplus of nearly $300bn last year, outpacing China by more than $50bn to hold the worlds largest trade surplus. Critics in Brussels and Washington have called for Germany to reframe its fiscal policy and stimulate domestic demand to increase imports.
Það er spurning hvort að þetta eigi eftir að verða að frekari illindum á milli Þýskalands og Bandaríkjanna.
En það verður ekki um það deilt að á pappírunum hefur Þýskaland ekkert um aðgerðir Seðlabanka Eurosvæðisins að segja.
Það er einnig staðreynd að þótt að gengið á euroinu sé of lágt fyrir Þýskaland, er það of hátt fyrir önnur ríki í myntsamtarfinu, t.d. Grikkland, Ítalíu, Frakkland, Portúgal og svo má eitthvað áfram telja.
Þá benda ýmsir á að þessu sé eins farið í t.d. Bandaríkjunum, sama gengið á dollar eigi ekki við Alabama og Kalíforníu, eða N-Dakóta og New York.
Ef til vill mætti segja að það sama gildi um Ísland, Raufarhöfn þyrfti í raun annað gengi en Reykjavík og Suðureyri þyrfti annað gengi en Suðurnes, alla vegna stundum.
En þetta eru ekki fyllilega sambærilegir hlutir. Uppbygging Bandaríkjanna og Íslands er önnur en Evrópusambandsins.
Þannig er efnahagsástand vissulega misjafnt eftir ríkjum í Bandaríkjunum, en "Alríkið" er þó mörgum sinnum sterkara en í Evrópusambandinu, enda "Sambandið" ekki sambandsríki - alla vegna ekki enn.
Þess vegna er stuðningur og flutningur fjármagns á milli ríkja með allt öðrum hætti í Bandaríkjunum en í Evrópusambandinu. Það sama gildir t.d. um Kanada og í raun einnig Ísland.
Enda eru engin ríki Bandaríkjanna í hjálparprógrammi hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum, þau enda ekki sjálfstæðir aðilar að sjóðnum.
Það er einmitt eitt af vandamálum við uppbyggingu "Sambandsins", Þýskaland nýtur kosta myntsamstarfins, án þess að bera nokkra raunverulega ábyrgð eða skyldur til að dreifa honum til annara þátttakenda.
Þó er heimilt samkvæmt sáttmálum eurosamstarfsins að beita sektum gegn ríkjum sem hafa of mikinn jákvæðan viðskiptajöfnuð, en engin innan "Sambandsins" vogar sér að beita því vopni gegn Þjóðverjum.
Er óeðlilegt að önnur ríki hyggist grípa til slíks?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2017 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)