Er einhver meiri lýðskrumari en Hollande?

Það er ef til vill rétt að byrja á því að segja að ég er ekki einn af þeim sem set "absólút" samasem merki á milli popúlisma og svo þess sem ég kalla lýðskrum.  Það þýðir ekki að popúlistar geti ekki verið lýðskrumarar, en í mínum huga er þetta ekki sami hluturinn.

En eru þeir margir stjórnmálamennirnir sem hafa í raun reynst meiri lýðskrumarar en Hollande?

Hvað stendur eftir framkvæmt af þeim loforðum sem hann bar á borð fyrir franska kjósendur fyrir 5 árum?

Hvað um loforðið að draga úr atvinnuleysi?  Getuleysi hans, einhverjir myndu sjálfsagt kalla það svik, gagnvart því loforði er yfirleitt talin meginástæða þess að hann þorir ekki að bjóða sig fram til endurkjörs.

Hvernig hefur þróun fransks efnahagslífs verið undir hans stjórn?  Hvernig er hún borin saman við næstu nágranna s.s. Þýskaland og Bretland?

Hverju lofaði hann, hvað stóð hann við?

Mun eitthvað standa eftir valdatíð hans þegar henni líkur í sumar, nema lýðskrum og líklega einhver dýrasta hárgreiðsla heims?

 

 

 

 


mbl.is Varar við uppgangi popúlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband