Svona eins og gerist í "samanburðarlöndunum"?

Það hefur oft verið rætt um hvort að auka ætti einkarekstur í íslenska heilbrigðiskerfinu, nú síðast hvort að leyfa ætti sjúkrarúm í einkaeigu þar sem sjúklingar gætu legið nokkra daga.

Í viðhengdri frétt má lesa um einkafyrirtæki í Svíþjóð sem hefur u.þ.b. 25% markaðshlutdeild í hryggskurðaðgerðum í Svíþjóð.

Í Stokkhólmi er fyrirtækð með tæplega 30 sjúkrarúm, 4. skurðstofur.

Stærsti eigandi fyrirtækisins er skráður í kauphöllina í Stokkhólmi, hann á rétt rúmlega 90% af fyrirtækinu. Ef ég hef skilið rétt dreifast hinir eignarhlutirnar aðallega á starfsfólk, en ég þori ekki að fullyrða um það hér.

Skyldi starfsemin vera ógn við sænska velferð eða lýðheilsu sænsku þjóðarinnar?

Ætli ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð hafi það á stefnuskránni að færa þetta allt aftur undir sænska ríkið?

Ég held ekki.

Ef vilji er til þess að gera íslenska heilbrigðiskerfið líkara því sem gerist í nágrannalöndunum, eða "samanburðarlöndunum", er rými til að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, líklega all verulega.

P.S. Stuttu eftir að ég hafði póstað þessari færslu, rakst ég á stutta frétt frá Svíþjóð sem sýnir að vandamálin sem við er að eiga í heilbrigðiskerfinu eru ekki svo ósvipuð á Íslandi og í Svíþjóð.

 

 


mbl.is Með 25% hryggskurðaðgerða í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband