99 ár

Í dag, 24. febrúar eru liđin 99 ár síđan Eistlendingar lýstu yfir sjálfstćđi sínu. Áđur hafđi ekkert eistneskt ríki ţekkst, ţó ađ ţjóđin og tungumáliđ hafi veriđ til stađar.

Yfirlýsing ţess efnis hafđi veriđ samin ţann 21., lesin upp í Pärnu ţann 23., en prentuđ og lesin upp í Tallinn (stćrsta borg Eistlands og síđan ţá höfuđborg) ţann 24.

Sá dagur er síđan ţjóđhátíđardagur Eistlendinga.

En sjálfstćđiđ kom ekki baráttulaust. Eistlendingar ţurftu bćđi ađ berjast viđ Sovétiđ og svo einnig ţýskar herdeildir (landeswehr) sem urđu eftir í landinu eftir uppgjöf Ţýskalands.

En hiđ nýstofnađa ríki naut stuđnings. Mesti réđi líklega stuđningur Breta, en sjálfbođaliđar frá Finnlandi og stuđningur frá hvítliđum og Lettlandi skipti einnig máli.

En friđarsamningur var undirritađur viđ Sovétríkin áriđ 1920.  Ţá féllu löndin frá öllum landakröfum á hendur hvort öđru.

Nokkuđ sem Sovétríkin áttu alla tíđ erfitt međ ađ standa viđ. 16. júni 1940 settu Sovétríkin svo Eistlandi úrslitakosti, og í kjölfariđ komu sér upp herstöđvum í landinu.  Ţađ tók svo ekki nema nokkra mánuđi áđur en Eistland (og Eystrasaltslöndin öll) var innlimađ í Sovétríkin.

Ţannig var Eistland hernumiđ af Sovétríkjunum ţangađ til í ágúst 1991 (ef frá eru talin ţau ár sem landiđ var hernumiđ af Ţjóđverjum í seinni heimstyrjöldinni).

Og leiđ landsins sem lýsti yfir fullveldi sínu snemma árs 1918 og Íslendinga sem öđluđust fullveldi sitt 1. desember sama ár, lá aftur saman í ágúst 1991, ţegar Ísland var fyrst ríkja til ađ viđurkenna endurheimt Eistlendinga á sjálfstćđi sínu.

Til fróđleiks má geta ţess ađ 1. desember er oft minnst í Eistlandi, en ţó međ neikvćđum formerkjum, ţví ţann dag 1924, reyndu eistneskir kommúnistar međ stuđningi Sovétríkjanna valdarán í Eistlandi, sem mistókst.

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband