Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Gætu "arðgreiðslur" til starfsfólks verið hluti af lausninni?

Það er hárrétt hjá Björgólfi að best er að hugsa um kjaramál til langs tíma, bæði bæði fyrir fyrirtæki og starfsfólk.

Til að svo geti orðið þurfa hagsmunir fyrirtækisins, hluthafa og starfsfólks að tvinnast saman eins og mögulegt er.

Ein leið til þess gæti verið að að fyrirtæki bjóði í kjarasamningum, að skuldbinda sig til að greiða starfsfólki "arð", ef fyrirtækið greiðir arð til hluthafa.

Þannig yrði það fest í kjarasamning að ef fyrirtækið greiðir arð, yrði upphæð í ákveðnu hlutfalli við arðgreiðsluna, skipt á milli starfsfólks, eftir fyrirfram ákveðnum reglum.  Þar gætu t.d. blandast saman starfshlutfall, laun, unnin yfirvinna og starfsaldur hjá fyrirtækinu.

Einnig væri hugsanlegt að láta hagnað verka á greiðsluna ef hagnaður fyrir yfir ákveðið margfeldi af arðgreiðslu.

Þannig er hugsanlegt að byggja upp kerfi, þar sem bætt afkoma skilar sér í hærri launum með sjálfvirkum hætti.

Þannig ætti að vera mögulegt að auka stöðugleika og draga úr óróa á vinnumarkaði.

 

 


mbl.is Icelandair móti kjörin til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lántaka hins opinbera undirstaða velmegunar og hagsældar?

Ég rakst á þennan texta á ferðalagi mínu um netið.  Textinn, sem er skrifaður af Igor Rõtov, ritstjóra Aripaev (Viðskiptadagurinn, Eistneskt dagblað um viðskipti).  Textanum hefur verið snarað yfir á Ensku á vefsíðunni, BBN (Baltic Business News), og hljóðar svo:

 

„After Estonia introduced the euro, we expected our economy to start growing strongly, catching up with the EU average. The reality has been quite different. We are now falling behind not only Europe, but also our neighbours whose economies continue to grow fast. Although not all EU countries have reported their first-quarter economic results, it seems that Estonia has fallen to the bottom of the back so the gap between Estonia and other economies seems to the widening.

Swedish economy, for instance, is expected to grow 2-3% this year and also Finland’s economy should be in positive territory on full-year results, to say nothing of Latvia and Lithuania that expanded 2.8% and 2.9%, respectively. Even Russia’s economy increased 0.8% a year.

According to Finance Minister Jürgen Ligi the Estonian economy weakened as a result of a warm winter due to low added value in the production of electricity. But was our winter so much worse than in Latvia? After all, our wages have continued to increase and the unemployment keeps decreasing.

It may be, of course, that Statistics Estonia has made a mistake and the figure will be adjusted when final results are known.
Another and more plausible possibility is that the government has in recent years taken a wrong course.

Not surprisingly, Finance Minister Jürgen Ligi said, commenting Q1 results, that Estonian state must remain conservative in its spending.

In my opinion the Estonian political elite is mesmerized by the idea of low government loan burden and this has become the real obstacle which is restricting Estonia’s economic growth.
We are moving in a different direction than the rest of the world as we want to avoid increasing the government loan burden.

Estonian government’s loan burdern of 10% of GDP makes us by far the most fiscally conservative country in the Eurozone.

Luxembourg that is second to Estonia has borrowed more than 20% of its GDP. Worldwide, the list of countries that have government borrowing around 10% of GDP includes Russia, Azerbaidjan, Uzbekistan and Iran. Is this the group of companies that we want to belong to?

For example, if Estonia’s loan burden were as high as in Luxembourg, we would have another 2 billion euros to spend. If we had the same level as Latvia or Sweden, we would have an extra 4 billion. In case of Finland, 6 billion euros.

Just imagine what a boost this money could give to our ailing economy.

Of course, there is always an alternative to go on living in a contracting economy, continuing to cut costs and hoping that one day things will improve on their own. I do not believe in this alternative.

Textan má finna hér.

Það er ekki nýtt að halda því fram að stórauka þurfi eyðslu hins opinbera (yfirleitt með lánum) og það sé lykillinn að velmegun og hagsæld.  Og vissulega getur lántaka verið réttlætanleg, sé reiknað með því að féð sé notað til hluta sem séu arðbærir til lengri tíma litið og geti þannig staðið undir þeim afborgunum, sem eðilega fylgja lántökum.  Auki tekjur hins opinbera, jafnt sem þegnanna.

En það er einmitt sem því miður er oft raunin með opinbera lántöku að hún skilar ekki því sem vonast er eftir, og skuldir hækka sífellt og æ stærra hlutfall af tekjum fer í vexti og afborganir.

Líklega eru mörg ríki sem myndu vilja hafa svipað skuldahlutfall og Eistland og geta notað það fé sem þau þurfa að greiða í vexti og afborganir í annað.

Það er mun algengara að skuldir hins opinbera séu taldar of háar en of lágar, en hvert "rétt" eða eðilegt skuldahlutfall er, er líklega nokkuð sem um eru skiptar skoðanir.

 

 


Euroið er eðlilega umdeilt

Það sem er ef til vill hvað mest sláandi við þessa könnun er hvað hátt hlutfall íbúa margra landa sem hafa euroið fyrir gjaldmiðil eru andsnúnir því.

Það eru ekki stór tíðindi að Bretar og aðrar þjóðir sem ekki hafa tekið upp euroið eru því andsnúnar, það er bæði eðlilegt og rökrétt.  Þegar það er tekið með í reikninginn að þjóðirnar hafa allar skuldbundið sig til að taka upp euro, að Bretum og Dönum undanskildum, er ljóst að tekist verður á um málið í framtíðinni og það líklega hart.

En það er afstaða þjóða eins og Ítala, Portúgala og Kýpurbúa sem segir hvað mest um hvaða usla euroið hefur valdið.

En það er þó rétt að taka það fram að euroið nýtur enn góðs stuðnings t.d. í Grikklandi og á Spáni, og þó að stuðningurinn hafi minnkað í Grikklandi, hefur hann aukist örlítið á Spáni.

En á Ítalíu hefur andstaðan við euroið aukist um 10 %stig og um 8 %stig í Portúgal.

Það er langt frá því að eurokrísunni sé lokið. Vissulega hefur seðlabanki Eurosvæðisins staðið sig  vel í baráttunni hingað til, þó að þurft hafi að grípa til óhefðbundinna aðgerða eins og hálfgildings valdarána í Grikklandi og á Italíu.

En gríðarlegt atvinnuleysi, vart sjáanlegur vöxtur og óvissa í alþjóðamálum varpa skugga óvissu yfir framhaldið.


mbl.is Helmingur hlynntur evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantraust á "Sambandinu"

Það þarf í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart að meirihluti íbúa "Sambandsins" beri ekki traust til þess.

Bæði er að vaxandi vantrausts hefur gætt gagnvart stjórnvöldum víða um heim undanfarin ár og svo hitt að stórkostleg vandræði ríkja sambandsins, og þá ekki síst Eurosvæðisins hafa aukið vantraust í garð þess.

Atvinnuleysi hefur verið í tveggja stafa tölu og náð ógnvænlegum hæðum í S-Evrópu, þar sem ríflega fjórði hver eintaklingur á vinnumarkaði hefur þurft að sætta sig við atvinnuleysi.

Verst hefur ástandið verið á meðal ungs fólks þar sem ekki þykir lengur tíðindum sæta að helmingur þurfi að sætta sig við að vera án atvinnu.

Eðlilega finnst því mörgum að "Sambandið" hafi brugðist og sé ekki traustsins vert.

Það er enda ekki hvað síst í S-Evrópu sem vantraustið er hvað mest.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig vantraustið kemur til með að skila sér í kosningum til Evrópusambandsþingsins nú síðar í maí.

Ef til vill kemur það ekki hvað síst í ljós í þeirri staðreynd að líklegt þykir að meirihluti atkvæðabærra einstaklinga muni sitja heima og ekki nota atkvæði sitt.

 

 


mbl.is Meirihlutinn ber ekki traust til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar lítill áhugi fyrir "Sambandsaðild" í Noregi

Þó að Norðmenn hafi í tvígang hafnað "Sambandsaðild" í þjóðaratkvæðagreiðslu, er málið ekki "útrætt". 

Líklega verður það aldrei.

Þó að yfirgnæfandi meirihluti í skoðanakönnunum sé andsnúin aðild að Evrópusambandinu, er málið ekki "dautt".

Líklega verður það aldrei.

Það er nauðsynlegt fyrir andstæðinga "Sambandsaðildar" á Íslandi að draga af þessu lærdóm.

Hitt er svo, að það má færa fyrir því rök að ein af ástæðum þess að aðild Íslendinga yrði "Sambandinu" mikils virði, er að það myndi setja aukin þrýsting á Norðmenn og gefa "Sambandsssinnum" þar aukin slagkraft.

Noregur er að sjálfsögðu mun "feitari" biti en Ísland.

En það þarf heldur ekki annað en að líta á hafsögur Íslands og Noregs til þess að sjá að eftir miklu er að slægjast.

Áhrif "Sambandsins" hvað varðar N-heimskautið og "norðurslóðir" myndu einnig að sjálfsögðu aukast margfalt, ef Ísland og Noregur gengju í "Sambandið".

En andstaðan við "Sambandsaðild"er stöðug og traust í Noregi nú um stundir.


mbl.is 70% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traustur meirihluti gegn "Sambandsaðild", en...

Það er gott að sjá að traustur meirihluti þeirra sem taka afstöðu er á móti "Sambandsaðild", en það er ekki hægt að líta fram hjá því að þeim sem vilja inn í "Sambandið" fjölgar.

Ef til vill endurspeglar það að einhverju marki hve fyrirferðarmikill málflutningur "Sambandssinna" hefur verið í fjölmiðlum upp á síðkastið, ekki síst í kringum þingsályktunartillögu um að draga umsóknina um "Sambandsaðild" til baka og svo aftur sjálfstæða "Sambandsmenn".

En sú staðreynd að þingsályktunartillagan um að draga aðildarumsóknina til baka verður ekki afgreidd á þessu þingi, ætti að vera þeim sem eru andsnúnir "Sambandsaðild" þörf áminning.  Baráttan er alls ekki unnin og verður það líklega aldrei. Jafnvel þó að aðild yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki langur tími liðinn þangað til farið verður að þrýsta á aðra.

Það er því nauðsynlegt fyrir andstæðinga "Sambandsaðildar" að halda vöku sinni, berjast áfram bæði innan og utan stjórnmálasamtaka og flokka.

 

 


mbl.is 37,3% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er E-sprengjan áhrifaríkasta vopn samtímans?

Það er eignað Putin Rússlandsforseta (þó að ég hafi nú aldrei getað fundið beina tilvitnun) að hafa sagt að Rússar hafi lítið með kjarnorkusprengjur að gera lengur, þeir geti notað olíu og gas með mikið betri árangri.

En hvort sem sem það er rétt haft eftir eður ei, er ljóst að ráðamenn víða um heim hafa dálæti á E-sprengjunni (Efnahagssprengja, eða Economic bomb).

E-sprengjunni er hægt að beita frá skrifstofunni, það þarf hins vegar að vona að hún valdi andstæðingnum meira tjóni, en eigin þjóð.

Það má reyndar velta því fyrir sér hvort að markaðir hafi ekki orðið meiri áhrif en stjórnvöld, en þó verður að líta til þess að stjórnvöld hafa gríðarleg áhrif á markaði og líklega sjaldan eins og núna, þegar allir bíða spenntir eftir hvað seðlabankar hyggjast fyrir.

Opinberir aðilar eiga auðvelt með að gefa tilskipanir sem nær ómögulegt er fyrir aðila á markaði að ganga gegn.

Þannig hafa markaðir í Rússlandi farið hríðlækkandi, en það "trend" var þó byrjað fyrir Krímdeiluna.  Bæði rúblan og Rússnesk hlutabréf hafa hríðfallið og "eignir" bæði einstaklinga og fyrirtækja skroppið saman.

Það er ljóst að áhrif refsiaðgerða Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hafa afar takmörkuð áhrif, en þó meiri en refsiaðgerðirnar sjálfar bera með sér.  Sálrænu áhrifin eru einnig all nokkur og óvissan um hvort gripið verði til frekari aðgerða, gerir það að verkum að fjárfestingar í Rússlandi færast upp um áhættuflokk.

Þannig hafa ávöxtunarkröfur aukist og Rússar hafa þurft að hætta við skuldabréfaútgáfur.

En eins og áður sagði er ekki meiningin að refsiaðgerðirnar bitni svo neinu nemi á þeim sem beitir þeim.  En það er einmitt það sem flækir málið.

Efnahagur Rússa byggir að stærstum hluta á útflutningi orkugjafa, og það eru einmitt þeir sömu orkugjafar sem Evrópa og "Sambandið" þarfnast svo mikið. 

Stundum er allt að því eins og ríki hafi því sem næst lagt sig fram um að verða háð Rússneskri orku. Þau eru enda glæst í samræmi við það sjötugsafmælin.

En það er ekki hægt að sjá þess nein merki að refsiaðgerðir hafi á nokkurn hátt dregið úr spennu í Ukraínu, þvert á móti hefur óróinn farið vaxandi þrátt fyrir refsiaðgerðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Hvort þær nái að koma í veg fyrir styrjöld í Ukraínu er óljóst, en viðbrögð og liðsflutningar á vegum NATO til A-Evrópulanda hafa sýnt Rússum að NATO er virkt, og meðlimir þess styðja hvorn annan. NATO hefur styrkst við þessa raun og stendur líklega sterkar en um langa hríð.

En bit refsiaðgerðana hefur verið lítið og það hefur komið skýrt fram að vilji til frekari refsiaðgerða er lítill sem enginn, og er þá frekar vægt til orða tekið.  Fátt virðist geta komið í veg fyrir frekari upplausn í Ukraínu og spurning hvort að borgarastyrjöld sé hafin þar.

Ný afstaðnar "sýndarkosningar" í A-Ukraínu hella olíu á eldinn og það er ekkert sem bendir til þess að boðaðar forsetakosningar muni greiða úr flækjunni, og óljóst hvort þær muni geta farið fram í landinu öllu.

E-sprengjur og refsiaðgerðir eru þrátt fyrir allt keimlík öðrum vopnum, þau duga skammt ef hvorki er vilji eða trú á að þeim verði beitt.

Það eru því mestar líkur á að "Vesturveldin" fari hallloka í Ukraínu.

En hvort að það tryggir "frið á okkar tímum", er önnur saga.

 

 

 


mbl.is Segja engar kosningar verða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Euroið er bæði of sterkt og veikt

Það má heyra um það talað víða um Evrópu að euroið sé of sterkt.  Það má til sanns vegar færa.  En það má líka halda því fram að það sé of veikt.

Forsætisráðherra Frakklands er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn á Eurosvæðinu sem lýsir því yfir að gjalmiðillinn sé of sterkur.

Og það er hann fyrir mörg ríki svæðisins, s.s. Grikkland, Portúgal, Spán, Ítalíu og jafnvel Frakkland.

En það má líka halda því fram að euroið sé of veikt, þ.e.a.s. þegar litið er til lands eins og Þýskalands.

Það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, eða euroið í sparigrísnum.

Það er ólíklegt að ríki utan Eurosvæðisins hefðu nokkuð á móti því að gjaldmiðill ríka á borð við Grikklands, Ítalíu, Spánar og Portúgals veiktist all nokkuð, eða gripið yrði til aðgerða til að veikja hann vísvitandi.

En það er ólíklegt að önnur ríki sættu sig við það að gjaldmiðill Þýskalands yrði með markvissum hætti gerður veikari.  Þau myndu ekki sætta sig við frekari styrkingu á samkeppnisstöðu Þjóðverja.

Slíkar aðgerðir væru líklegar til að leiða til "gjaldmiðlastríðs".  Þýskaland og viðskiptaafgangur þess er nú þegar af mörgum talið ógn við jafnvægi í alheimsviðskiptum.

 

 

 


mbl.is Segir evruna of sterka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband