Er Evrópusambandið boðberi rasisma og útlendingahaturs?

Í nýafstöðunum kosningum til Evrópusambandsþingsins unnu margir flokkar á sem vilja að þjóðlöndin taki til sín fulla stjórn á innflytjendalöggjöf og takmarki fjölda innflytjenda.

Það er ekki óalgengt að heyra fullyrt að slíkir flokkar séu boðberar rasisma og/eða útlendingahaturs.

Það er reyndar langt seilst að fullyrða að þeir sem vilji takmarka fjölda innflytjenda séu rasistar eða hati útlendinga, en það þarf alls ekki að fara saman þó að það sé vissulega hugsanlegt.

En það er svo að Evrópusambandið sjálft heimilar ekki óheftan aðgang innflytjenda inn í "Sambandið" og mér er ekki kunnugt um að nokkurt ríki innan þess hafi slíkt fyrirkomulag.  Ég man ekki eftir því að nokkur stjórnmálaflokkur á Evrópusambandsþinginu berjist fyrir ótakmörkuðum aðgangi innflytjenda, en það getur þó verið að slíkt hafi farið fram hjá mér.

Mér er reyndar ekki kunnugt um neitt ríki heims sem hefur ekki einhverjar takmarkanir hvað varðar innflytjendur, en það þýðir reyndar ekki að það geti ekki verið til.

En þegar flokkar vilja takmarka innflytjendur frá öðrum ríkjum "Sambandsins" vilja margir kalla þá rasista og útlendingahatara.

Í raun er þó munurinn engin, nema að önnur skilgreining er á hverjir eru innflytjendur.

Að takmarka fjölda innflytjenda frá "Sambandsríkjunum" brýtur hins vegar gegn sáttmálum þess og verður ekki gert löglega nema að þeim sé breytt.

En það þýðir ekki að þeir sem það vilja séu rasistar eða útlendingahatarar, þó að það útiloki það ekki heldur.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband