Ekki trúverðugar fullyrðingar Guðrúnar. "Smjerherferð"?

Það er engin leið að dæma um hvað er rétt og hvað er rangt í deilumáli sem þessu.  Engir eru til frásagnar nema þeir sem deila.

En persónulega þykir mér yfirlýsingar Guðrúnar ekki trúverðugar.

Ekki er ég í aðstöðu til að segja þær rangar, en mér þykir með eindæmum ef einstaklingur sem hefur fengið þá meðferð af hendi stjórnmálaflokks sem Guðrún segist hafa fengið af hendi Framsóknarflokksins, sækist jafn stíft eftir því að leiða lista flokksins og Guðrún gerði.

Hvers vegna í ósköpunum sagði hún sig ekki frá listanum löngu fyrr, ef öll vinnubrögð eins og hún lýsir og talað var um að setja málefni á oddinn sem hún er á móti?

Og hvers vegna skyldi hún bíða með að upplýsa þetta allt þangað til 2. dögum fyrir kosningar?

Í mínum huga ber þetta skýr merki pólítískrar "smjerherferðar" (smear campaign), en í þessu máli eins og mörgum öðrum verður hver að dæma fyrir sig.

 


mbl.is Segir yfirlýsingu Guðrúnar ósanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband