Þjóðaratkvæðagreiðsla um blekkingu?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að nú standa uppi miklar deilur um hvert eðlilegt sé að Alþingi samþykki með þingsályktunartillögu að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Stjórnarandstaðan heimtar að slit eða áframhald viðræðna verði lagt í þjóðaratkvæði og í skoðanakönnunum er yfirgnæfandi hluti meðfylgjandi því.

En um hvað á þá að greiða þjóðaratkvæði?  

Á að greiða þjóðaratkvæði um þá blekkingu að "kíkja í pakkann"?

Þá þarf ekki nema að tala við forsvarsmenn "Sambandsins" sjálfs til að komast að að það er ekki nema einn pakki og það þarf ekkert að "kíkja í hann", vegna þess að hann er öllum opinn til að skoða.  Viðræður eru hvernig umsóknarþjóð ætlar að aðlaga sig að "pakkanum".

IPA styrkir sem miklar deilur hafa sömuleiðis verið um á Íslandi, eru ætlaðar til þess að aðstoða umsóknarríki í að aðlaga sig að þeim sama "pakka".  Þeir eru ekki skilyrðislausir styrkir, eins og "Sambandssinnar" vildu margir halda fram, og Íslendingar komust að þegar þeir voru dregnir til baka.

Það væri sömuleiðis fróðlegt ef einhver fjölmiðillinn myndi spyrja forystumenn "Sambandsins", hvort að eðlilegt sé að þjóð sem hefur ekki áhuga fyrir því að ganga í "Sambandið", sæki um inngöngu í það.  Svona til að sjá hvað það hefur upp á á bjóða.

Það væri ekki síður fróðlegt ef einhver fjölmiðillinn myndi nú krefja Árna Pál Árnason og Össur Skarphéðinsson skýrra svara um hvað ávannst á þeim 3. árum sem "samningaviðræðum" af Íslands hálfu var stýrt af Samfylkingunni.

Hvaða "glæsilega niðurstöðu" færði samninganefndin Íslendingum í þeim köflum sem var búið að loka?

Hvers vegna tókst ekki að opna kaflana um sjávarútveg og landbúnað?

Hvers vegna ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinsgri grænna að gera hlé á viðræðunum í Janúar 2013?

Það væri fróðlegt að heyra skýr og hreinskilin svör þeirra félaga um þessi mál.

Það er margir sem undra sig á hve mikil harka er af hálfu "Sambandssinna" við þeiri tillögu að draga umsóknina til baka.  

Staðreyndin er sú að þeir óttast þingmenn framtíðarinnar, og að þurfa að koma málinu aftur í gegnum Alþingi, ef þeir komast einhverntíma aftur í aðstöðu til að fara aftur í viðræður við "Sambandið".  Þá er þægilegra að geta einfaldlega tekið umsóknina aftur upp úr "saltpæklinum" sem Samfylkingin og VG komu henni fyrir í.

Þannig yrði hægt að halda áfram viðræðum "hægt og hljótt" og ljúka þeim á skömmum tíma, ef skoðanakannanir sýndu   

Ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur, þá er eðlilegast að spurt sé hvort Íslendingar vilja ganga í "Sambandið" eður ei.

Það er ekki rökrétt að greiða atkvæði um þá blekkingu "að kíkja í pakkann". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er með svör við þessu í athugasemdum hjá Palla Vilhjálms, sem of langt er að endurtaka hér, en í stuttu máli.

Krafa um kosningu nú stóð ekki um áframhald viðræðna heldur það hvort halda ætti þessu í limbói áfram (láta malla) eða ekki.

Þannig tekst samfylkingunni að komast hjá því að kosið verði um það hvort upp í vegferðina yrði lagt, auk þess sem í nýrri umsókn þyrfti þetta lagabreytingu en ekki bara ályktun þar sem ljóst er að um aðlögun er að ræða. Sú breyting þarf að enda á borði forseta. Þetta var selt í gegnum þingið í byrjun sem óformlegt mál eða " könnunarviðræður" sem ekki kröfðust þjóðaratkvæða.

Af hverju ekki tókst að klára: til þess að klára erfiðustu kaflanna þurfti heimild til framsals. Til þess var ekki heimild í stjórnarskrá. Því þurfti að ýta þessu á undan sér á meðan stjórnarskrárbreytingum var þrýst í gegn. Fyrirvarar stjórlagaraðs voru hinsvegar of margir við framsalsákvæðin m.a. Að ESA sagði neí, sorry, not enough. Þessvegna rúllaði það mál uppfyrir og um leið vonin um að ljúka síðustu köflunum.

Næsta kosningamál Samfylkingarinnar verður því stjórnarskrármálið en ekki áframhald viðræðna. Stjornarskráin stendur í vegi.

Fari þetta svo alla leið, þá eigum við eftir að ganga í gegnum einhver Grikklandsár í niðurskurði og þrengingum til að koma okkur með skóhorni í gegnum maastricht sáttmálann.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 14:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lenti í vandræðum með að finna þetta á vef vísis, en svona byrjaði sirkúsinn 2009:

http://raksig.blog.is/users/33/raksig/img/esb_1195096.jpg

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 15:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Taktu sérstaklega eftir síðustu setninngu greinarinnar, því hún súmmerar málið algerlega upp.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 15:20

4 identicon

Þjóðin vill fá að taka ákvörðun um það hvort að viðræðum við ESB verði haldið áfram. Er það ekki bara eðlilegasti hlutur í heimi þegar um svona stórt mál er að ræða ?

Láki (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 21:59

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var það ekki eðlilegasti hlutur í heimi að þjóðin fengi að svara því hvort sótt yrði um 2009? Var ekki eðlilegasti hlutur í heimi árið 2010 að samþykkja tillögu um áframhald sömuleiðis? Var það ekki eðlilegasti hlutur í heimi að verða við þeirri sjálfsögðu kröfu í þau 15 skipti sem með einum eða öðrum hætti var reynt að koma þessu undir dóm þjóðarinnar?

Hvar varstu þá Láki?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 22:26

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú loksins þegar stjórn sem hefur einarða andstöðu við inngöngu er sest að völdum, kjörin af þeim ástæðum, þá finnst þér tími til kominn að kjósa um þetta og hefja samninga?

Er hægt að vera meira ósamkvæmur sjálfum sér Láki?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 22:30

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt að þetta er stórt mál. Gífurlega stórt. Það hefur gríðarleg áhrif á stjornsýslu, lög og stjórnarskrá a meðan þetta ferli gengur yfir. Það þarf því lagasetningu til að leyfa það. Lagasetningu sem fer fyrir forseta landsins sem samþykkir eða vísar því til folksins. Ekki umsókn á fölskum forsendum um að hér se um aðlögunarlausar könnunarviðræður að ræða.

Allt síðasta kjörtímabíl var undirlagt af þessu máli og ekkert vannst í kreppu þjóðarinnar fyrir vikið. Allt snerist um þetta. Allt frá fækkun sýslumannsembætta til icesave og stjórnarskrarmála.

Þetta hefur verið okkur dýrt.

Mundu að í núverandi tillögu er það sett sem skilyrði að þjóðaratkvæði verði þegar og ef ákveðið verður að sækja um. Þetta mega evrópusambandsinnar ekki heyra minnst á. Líklega er það frekar rót múgæsingarinnar frekar en afturköllunin ef tekið er mið af s.l. 4 árum.

Ef kosið verður nú, getur það aldrei orðið um annað en status quo. Að hafa umsóknina áfram í pækli til óraðins tíma. Er það það sem allir æsingurinn snýst um? Að forðast beina kosningu um malefnið sjálft?

Ef umræður hefjast aftur, þá þarf að endurtaka alla þá vinnu sem unnin er og bera við breyttar aðstæður. Tillagan um afturköllun breytir því akkúrat engu. Málið er þegar komið á byrjunarreit.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 22:44

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hættu að flækja málið, Jón Steinar. Þetta snýst um að formenn stjórnarflokkanna sviku gefin loforð. Svo einfalt er þetta. Af hverju heldurðu að stór hluti þeirra eigin kjósenda vilji fá þjóðaratkvæði?

Allt tal um að þetta snúist um hvort það sé raunhæft að halda atkvæðagreiðsluna er bara bullshit og undanbrögð. Ómöguleiki BB er bara vandræðalegur orðhengilsháttur. (Ef orð skyldi kalla). 

Það virðist vera til einhverskonar pólitíkusaskilningur á hugtakinu "loforð" sem felur í sér að slíkt megi svíkja ef það hentar manni. En þennan skilning leggur almenningur ekki í orðið. Þess vegna er almenningur fúll. Takið eftir því að óánægjan með svikin virðist óháð stjórnmálaflokkum að mestu.

Athyglisverða spurningin er núna: Af hverju sviku þeir BB og SDG loforðin? Fengu þeir fyrirskipanir um það frá yfirboðurum sínum?

Kristján G. Arngrímsson, 2.3.2014 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband