Ukraina í skugga Sovétsins

Það er ógnvænlegt ástandið í Ukrainu og engin leið að geta sér til um hvað gerist næst, eða hvernig það endar.  Þeir sem ég þekki sem eru ættaðir þaðan eru í senn vongóðir og uggandi.

Sumir tala eins og því sem næst óhjákvæmilegt sé að landið brotni í 2 til 3 hluta, en aðrir eru bjartsýnni á það takist að halda landinu saman.

En eystri hluti landsins ásamt Krím héraðinu í suðri urðu að þola harkalega Rússlands/Sovétseringu, bæði á millistríðsárunum og svo aftur að lokinni síðari heimstyrjöldinni. Sovétið myrti, svelti og sendi Úkraínubúa til Síberu í milljónatali. Sömuleiðis voru gríðarlegar hreinsanir í Krím á árunum eftir seinni heimstyrjöldina. 

Ukraina poli culture divide

 Því er staðan nú að á þessum slóðum býr að stærstum hluta rússneskumælandi fólk.

Vandamálið er að hluta til að margir íbúar Ukraínu, líta jafnvel frekar á sig sem Rússa en Úkraínbúa, og sækja fróðleik sinn og fréttir oft frekar til Rússneskra fjölmiðla en Úkraínskra. 

Það var svo ekki fyrr en á 6. áratug síðustu aldar, að Krím var flutt "hreppaflutningum" yfir til Ukraínu, sem flækir málið enn frekar. 

Vesturhlutinn er hinsvegar öðruvísi samansettur, enda komst megnið af honum ekki í hendur Sovétsins fyrr en með innrás þeirra í Pólland 1939 og svo aftur eftir að hernámi nazista lauk.  Borgir ein og Lviv-Lvov eiga sér langa sögu og íbúarnir af blönduðum uppruna.  Hjón sem ég þekki þaðan, líta á sig sem Úkraínubúa, "móðurmál" þeirra er Ukraínska,  en foreldrar hennar hafa Pólsku að móðurmáli, en foreldrar hans Ungversku.

Poland Ukraina

Þannig kasta gjörðir Sovétsins löngum skugga yfir Ukraínu dagsins í dag.  Rússland Pútins hefur reyndar gert það líka eins og viðburðir síðustu daga sýna.

Það sem ef til vill vekur ekki hvað sísta ótta, er tungutakið.  Það er eins og tíminn hafi færst ríflega 75 ár til baka.

Þegar þjóðarleiðtogar tala um að þeir "neyðist" til að vernda minnihlutahóp þjóðar sinnar í öðru landi, vaknar sagan.  Þegar talað er um að nauðsynlegt sé að halda atkvæðagreiðslu svo hluti ríkis, eða ríki,  geti ákveðið hvaða ríki það vilji tilheyra, rifjast sagan einnig upp.

Enda vekja atburðir síðustu daga líklega ekki hvað síst hroll hjá þeim þjóðum sem búa við stóra minnihlutahópa af Rússneskum uppruna, sem Sovétið plantaði hjá þeim.

Það er erfitt að spá um framhaldið og niðurstöðuna, en komandi dagar verða án efa strembnir og fylgst verður með viðbrögðum Bandaríkjanna, Bretlands og einnig Evrópusambandsins.

Í bakgrunninum eru svo hrikalegir efnahagörðugleikar Ukrainu, vaxandi blikur hvað varðar efnahag Rússlands og svo gríðarlegir viðskiptahagsmunir.

Rússland þarfnast peninganna sem þeir fá fyrir gas frá Evrópu og Evrópa þarfnast gassins frá Rússlandi.  Svartahafsfloti Rússlands á Krímskaga, er sömuleiðis ekki eitthvað sem þeir telja sig hafa efni á að "gefa" frá sér.,

Einu sinni enn eru aðeins augnablik í hugsanlega styrjöld í Evrópu. 

P.S.  Kortin sýna annarsvegar póltíska og tungumála skiptingu og Ukraínu og hins vegar þau svæði sem Ukraína/Sovétríkin fengu frá Póllandi í lok síðari heimstyrjaldar, og þau svæði sem Pólland fékk frá Þýskalandi.


mbl.is Gjöfin gæti reynst afdrifarík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband