Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Áfengisneysla, landamærahéruð, verð og aðgengi

Styrmir Gunnarsson ritar á vefsíðu sína pistil um að áfengisdrykkja hafi minnkað í landamærahéruðum Rússlands, eftir verðhækkun og takmörkun á aðgengi.

Þannig er það hjá þeim sem hafa takmarkaða trú á "krafti einkaframtaksins" og "lausnum"  hins "frjálsa markaðar".

Þeir trúa því að hærri skattar og lagasetningar geti sett "bönd" á markaðinn.

ÉG get ekki gert kröfu til þess að teljast sérfræðingur í áfengismarkaði í landamærahéruðum Rússlands, en þó langar mig að benda á nokkrar líklegar skýringar á samdrætti á sölu áfengis í Rússnesksum landamæra héruðum.

Eins og allir Íslendingar vita hvetur hærra verð á áfengi til "eigin framleiðslu" sem er langt frá því að vera óþekkt í Rússlandi.

Ekki síður þá dregur hærra verð á áfengi í Rússlandi úr smygli til nágrannalandanna, sem hafa mikið hærra verð á áfengi.  Minni hagnaður, minni hvati.

Því er minni shvati til að smygla áfengi til nágrannalandanna.

Hin svokallaða "áfengishringekja" á Norðurlöndunum er velþekkt. 

Finnar kaupa áfengi frá Eistlandi, það er mikið ódýrara en í Finnlandi.  Svíar koma einnig yfir til Eistlands til að kaupa áfengi, en fara líka fyrir til Danmerkur.

Norðmenn fara eiginlega hvert sem er (enda áfengisverð eiginlega fráleitt í Noregi), en aðallega til Svíþjóðar og Danmerkur).

Danir fara svo yfir til Þýskalands til að kaupa ódýrt áfengi.

Svo að lesendur geti gert sér grein fyrir því hvað um er að ræða er talað um að fjórðungur af öllum bjór sem seldur er í Eistlandi sé seldur á einum ferkílómetra í kringum höfnina í Tallinn.  Það hlutfall er talið vera jafnvel hærra af "sider" og "blönduðum drykkjum".

Auðvitað fer þetta að stærstum hluta til Finnlands, en einnig til Svíþjóðar og annara landa.

En öll þessi sala á bjór, "síder" ogt "blönduðum drykkum" til Finnlands, kemur ekki í veg fyrir að  smyglað sé vokda til Eistlands.  Talð er um að allt að 23% af þeim vodka sé neytt í Eistlandi sé smyglað inn, aðallega frá Rússlandi, Hvíta Rússlandi eða Ukraínu.

Þannig sýnir hækkun áfengisverðs og neysla á afmörkuðu svæði ekkert sem hægt er að byggja á .

Hækkun áfengisverðs og takmarkað aðgengi getur allt að eins hjálpað skipulagðri glæpastarfsemi og smyglurum.

Frelsi og frjáls markaður er það sem hefur gefist best til lengri tíma litið.

Án efa á það líka við um Ísland.

 

 

http://news.err.ee/v/society/0759bc45-5728-41c2-9f0a-b229a4724b2a

 

 

http://news.err.ee/v/economy/8d640129-d205-4cad-9311-619f0589019d

 

http://news.err.ee/v/society/4cbd489d-6d99-44c9-813d-486692a94de3


Gullpottarnir handan við hornin og rauði þráðurinn

Þeir hafa verið nokkrir "gullpottarnir handan við hornið" sem hafa komið til umræðu í Íslenskum stjórnálum á öldinni.

"Íslenska orkuútrásin" með REI í broddi fylkingar átti að gera Íslendinga (sérstaklega Reykvíkinga) ríka og fól í sér meiri tækifæri en áður höfðu þekkst.

Síðan var það olíulindirnir sem voru gullpotturinn undir regnboganum og var aðeins tímaspursmál  hvenær byrjuðu að gefa af sér.  Spurningin var aðallega hvort að uppbyggingin  yrði á Norður eða Austurlandi.

Og nú er komið að raforkusölu um sæstreng sem mun færa Íslendingum heim gullið og mun seint eða aldrei verða lát á.

En mér finnst eins það megi finna rauðan þráð í gegnum öll þessi "ævintýri" og það séu mestmegnis sömu stjórnmálamennirnir sem mæta með "físibelginn".

Það þýðir ekki að sjálfsagt sé að reynt sé að nota auðlyndir Íslendinga og reynt að finan hagkvæmar leiðir til að koma þeim í verð og auka arðsemi þeirra fyrir þjóðina.  

En það væri ef til vill skynsamlegra að blása ekki upp væntingarnbólurnar jafn hraustlega og stundum vill verða. 

 


mbl.is Hætta við olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einföldun á virðisaukaskatti, heldur skattheimtu

Það getur í sjálfu sér ekki talist einföldun á virðisaukaskattheimtu, þó að breyting verði á álagningarprósentum.  Efra þrepið lækkar og hið lægra hækkar.  Það eru enn þá tvö virðisaukaskattþrep og fjöldinn allur af undanþágum.

En þessi breyting og niðurfelling á almennum vörugjöldum einfaldar skattheimtu og gerir hana gegnsærri og því ber að fagna.

Það er sú staðreynd sem ríkisstjórninni hefur engan vegin tekist að koma til skila.

Þeir sem óttast það að lækkun vörugjalda muni ekki skila sér að fullu til lækkunar á verðlagi (ég er alls ekki að halda því fram að slíkur ótti sé án ástæðu) en hækkunin á virðisaukaskattinum skili sér án tafar, ættu að velta því fyrir sér hve mikill ábyrgðarhlutur það er að hækkka skatta, tolla, vörugjöld og aðrar slíkar álögur, ef aldrei er hægt að lækkka þær svo að hækkunin skili sér til baka.

 

 

 

 


mbl.is „Það eru nú öll ósköpin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar vextir lækka, eykst vaxtamunur. Er það ekki eðlilegt?

Það er sífellt klifað um nauðsyn þess að vextir séu lágir.  Peningar eig að vera ódýrir.  En eins og allt annað eru tvær hliðar á málinu. 

Þeir sem eiga peninga vilja fá eins mikið afgjald af þeim og mögulegt er.  Þeir vilja eins háa vexti og mögulegt er.

Með hverri vaxtalækkun, verða þeir af umtalsverðum fjármunum.

Hagsmunir lántakenda eru eðli málsins samkvæmt þveröfugir.

Með hverri vaxtalækkun spara þeir sér verulega fjármuni.

En á milli þeirra er í flestum tilfellum banki, eða sambærileg stofnun.  Bankar verða að borga minna fyrir fjármagn en þeir geta innheimt fyrir að lána það.

Því lægri upphæð sem þeir geta innheimt af lántakendum sem þeir geta rukkað, því meira verða þeir að skerða tekjur þeirra sem hafa lagt inn fé, sparifjáreigendum.

Því kostnaður bankanna lækkar ekki þó vaxtatekjurnar geri það.

Ef við tökum einfaldað dæmi af banka sem hefur 1000 krónur í innlán, og borgar 8% vexti, og hefur lánað út 10.000 krónur á 10% vöxtum, þá hefur bankinn 920 krónur i vaxtamun.

Vaxtamunur er 2% stig.

Ef innlánsvextir eru lækkaðir í 6% en útlánsvextir í 9%, eru tekjur þær sem bankinn hefur af vaxtamun, 840 krónur.  Hefur með öðrum orðum lækkað um 80 krónur.

En vaxtamunur er 50% hærri, 3%, hefur hækkað um 1. %stig.

Lántakendur spara 100 krónur og innlánseigendur verða af 20 krónum.

Þetta er auðvitað einfölduð útgáfa af nútíma útlánastatarfsemi og tekur ekkert tillit til verðtryggingar eða fastra gjalda sem bankinn innheimtir.

Svo má auðvitað deila um hvort ekki megi draga úr kostnaði, eða hve hátt hlutfall hagnaður banka eigi eða megi vera, en það er allt önnur umræða.

En það er eðlilegt að vaxtamunur sé meiri þegar vextir eru lágir.


mbl.is Heimilin verða af hundruðum milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara Íslendingar að sakna verðbólgunnar?

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. 

Það skyldi þó aldrei fara svo að það yrði einhvern tíma notað um verðbólgu á Íslandi?

Vissulega hefur verðbólgan leikið Íeslendinga grátt oft á tíðum og víst er að margir haf bölvað henni af sannfæringu.

En þó að mikil verðbólga sé slæmur fylgifiskur, er margir enn hræddari við verðhjöðnun og þá stöðnun og samdrátt sem oftast fylgja með.

Mörg lönd á Eurosvæðinu eru nú þegar komin í verðhjöðnunarfasa og er ákaft deilt um til hvaða ráðs skuli grípa, ef einhverra.

En Japan er það ríki sem verst hefur orðið úti í verðhjöðnun og talað er um "töpuðu" áratugina þar.

Auðvitað er minnkandi verðbólga á Íslandi líklega að stórum hluta innflutt, enda hægt að gera góð kaup víða, jafnt ár orkumarkaði sem öðrum mörkuðum.

Hvort að Íslendingar þurfa að hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun er erfitt að spá um, en líklega hafa þó sjaldan eða aldrei verið hagstæðara umhverfi til þess að auka við gjaldeyrisforðann.

P.S.  Svo er auðvitað spurning hvernig verðhjöðnun virkar á markaði sem er jafn verðtryggður og sá Íslenski, en ég man ekki eftir að hafa lesið neitt um slíkar verkanir.

Ef til vill yrði verðhjöðnun skammlíf á Íslandi, þar sem allir myndu flykkjast til að kaupa og fjárfesta, kátir yfir lægra verði og lækkandi höfuðstól lána?

 

 


mbl.is Spá verðbólgu niður í 0,5-0,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð orkunýting

Varmadælur eru stórmerkileg og orkusparandi fyrirbæri. Það er enginn vafi að því að þær geta nýst vel á "köldum" svæðum á Íslandi og sparað raforku og notendum kostnað.

Varmadælur eru í notkun á svæðum þar sem mun kaldara er en á Íslandi, s.s. í Kanada, Bandaríkjunum, Finnlandi, Svíþjóð og Eistlandi, svo einhver dæmi séu nefnd.

Með því að leggja aukna áherslu á varmadælur má án efa bæta kjör og lífsgæði margra þeirra sem búa á svokölluðum köldum svæðum á Íslandi.

Jafnframt má útrýma þörfinni fyrir niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði, því þeim peningum er betur varið til að styrkja uppsetningu á varmadælum.

 


mbl.is Varma dælt úr sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin "nauðsynlegu" afskipti hins opinbera

Það er allt breytingum undirorpið, eða eigum við að segja flest?

Nú eru liðin um 20 ár þar sem opinberir aðilar í Evrópu, með ráðherraráð Evrópusambandsins í broddi fylkingar, hafa stuðlað að því að fjölga dísilbílum.

Einstaklingar og fjölskyldur hafa verið hvattar til að að kaupa frekar dísilknúin farartæki.

Eins og kemur frm í fréttinni hefur þetta gengið þokkalega og u.þ.b. 80% Franskra einkabíla eru með dísilvél.

Nú er víða komið að því að segja dísilnum stríð á hendur og refsa þeim sem eiga dísilbíla.

 

 

 

 


mbl.is Frakkar ætla að útrýma dísilbílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baðhús ríkisins?

Það er rétt að taka það fram í upphafi að ég veit ekkert um hvers vegna Baðhús Lindu ákvað að loka í dag og hætta rekstri sínum.

Hvort það var vegna þess að húsnæðið var "hrátt",eða of margir iðnaðarmenn voru þar, eða þeir voru með of mikinn hávaða veit ég ekkert um.

Eða skyldi það vera vegna þess að jafnréttis var ekki gætt þar?

Baðahúsið var jú eingöngu fyrir konur ef ég hef skilið rétt.

Var það upphafið að falli þess?

Skyldi Baðhúsinu hafa gengið betur ef ef hið opinbera hefði sett lög um að að í það minnsta 40% af þeim sem greiddu meðlimagjald í líkamsræktarstöðvar/heilsulindir væru af öðru kyni en hin 60%?

Hefði það bjargað Baðhúsinu?

Eða hafði sú skylda að 40% stjórnarmeðlima Baðhússins væru karlar, slæm áhrif á ákvörðunatöku hlutafélagsins?

Persónulega hef ég ekki nokkra trú á því að þetta hafi skipt máli, en því skyldi það hafa hafa áhrif í öðrum hlutafélögum?

 


mbl.is Linda Pé lokar Baðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú er ekki menntun

Auðvitað á ekki að boða trú í skólum eða á skólatíma.  Í ríki sem trúfrelsi ríkir og aðskilnaður ríkis og kirkju er til staðar gerist slíkt ekki.

Ísland er ekki "kristnara" en til dæmis Frakkland eða Kanada, svo ég nefni tvö af þeim ríkjum sem ég hef búið í fyrir utan Ísland.

En í báðum þessum ríkjum þurfa foreldrar ekki að óttast að trú, eða trúboði sé ýtt að börnum þeirra.

Svo að það sé skýrt, þá var ég barnlaus í Frakklandi, en bæði börnin mín fæddust í Kanada.

Þar stóð mér reyndar til boða, ef ég var kaþólskrar trúar, eða óskaði eftir því sérstaklega, að börnin gengu í kaþólskan skóla.  Reyndar gat ég einnig séð um menntun þeirra heima, eða skráð þau í einkaskóla, ef mér þótti það besti kosturinn.

En gengu börnin í "hinn almenna skóla" sem kostaður var af borginni/fylkinu/ríkinu, gat ég gengið af því sem vísu að hvorki væri haldið að börnunum mínum sögum af "hinum hvíta kristi", "Allah", Buddah", "Þór eða Óðni", eða nokkrum öðrum guði sem menn hafa fundið upp á.

Allt slíkt var látið okkur foreldrunum eftir.

Ég gat ekki séð að það kæmi að sök, enda mætti sjá víða um nágrennið, prúðbúnar fjölskyldur leggja af stað til kirkju á sunnudögum, eða annarra bænastaða á öðrum dögum.

Nema við trúleysingjarnir (sem vorum við og margir aðrir ) sem sátu heima.

Skólar eru menntastofnanir, ekki til að breiða út trú eða hindurvitnanir.

Kirkjur, moskur eða önnur tilbeiðsluhús eiga ekki samleið með skólum. 

Slíkar heimsóknir eru ákveðnar af foreldrum, eða börnunum sjálfum, en skólastjórnendur eiga ekki að koma þar nálægt.


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndafræði ríkisins

Hvað er hið opinbera?  Hvað er ríkið? Getur það sett fram hugmyndafræði sína?

Er það nauðsynlegt að hið opinbera, eða ríkið geti sett fram hugmyndafræði sína?  Sérstaklega hlýtur það að vera unhugsunarefni, í lýðræðisríkjum, þar sem almenningi ertreyst til þess að velja sér stjórnendur á til þess að gera fárra ára fresti.

Hingað til hefur það verið bannað í stjórnarskrá Rússlands, ég hygg að fá önnur ríki hafi séð sérstaka ástæðu til þess að setja slíkt í stjórnarskrá.

En vissulega er sagan slík í Rússlandi/Sovétríkunum að ef til vill er slíkt skynsamlegt.

Það hlýtur því að vekja eftirtekt þegar lagt er til að stjórnarskrá Rússlands verði breytt í þá átt að leyfilegt sér að sjtórnvöld setji hugmyndafræði í lög.

Því bæði sporin og sagan hræða.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband