Ekki einföldun á virðisaukaskatti, heldur skattheimtu

Það getur í sjálfu sér ekki talist einföldun á virðisaukaskattheimtu, þó að breyting verði á álagningarprósentum.  Efra þrepið lækkar og hið lægra hækkar.  Það eru enn þá tvö virðisaukaskattþrep og fjöldinn allur af undanþágum.

En þessi breyting og niðurfelling á almennum vörugjöldum einfaldar skattheimtu og gerir hana gegnsærri og því ber að fagna.

Það er sú staðreynd sem ríkisstjórninni hefur engan vegin tekist að koma til skila.

Þeir sem óttast það að lækkun vörugjalda muni ekki skila sér að fullu til lækkunar á verðlagi (ég er alls ekki að halda því fram að slíkur ótti sé án ástæðu) en hækkunin á virðisaukaskattinum skili sér án tafar, ættu að velta því fyrir sér hve mikill ábyrgðarhlutur það er að hækkka skatta, tolla, vörugjöld og aðrar slíkar álögur, ef aldrei er hægt að lækkka þær svo að hækkunin skili sér til baka.

 

 

 

 


mbl.is „Það eru nú öll ósköpin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband