Þegar vextir lækka, eykst vaxtamunur. Er það ekki eðlilegt?

Það er sífellt klifað um nauðsyn þess að vextir séu lágir.  Peningar eig að vera ódýrir.  En eins og allt annað eru tvær hliðar á málinu. 

Þeir sem eiga peninga vilja fá eins mikið afgjald af þeim og mögulegt er.  Þeir vilja eins háa vexti og mögulegt er.

Með hverri vaxtalækkun, verða þeir af umtalsverðum fjármunum.

Hagsmunir lántakenda eru eðli málsins samkvæmt þveröfugir.

Með hverri vaxtalækkun spara þeir sér verulega fjármuni.

En á milli þeirra er í flestum tilfellum banki, eða sambærileg stofnun.  Bankar verða að borga minna fyrir fjármagn en þeir geta innheimt fyrir að lána það.

Því lægri upphæð sem þeir geta innheimt af lántakendum sem þeir geta rukkað, því meira verða þeir að skerða tekjur þeirra sem hafa lagt inn fé, sparifjáreigendum.

Því kostnaður bankanna lækkar ekki þó vaxtatekjurnar geri það.

Ef við tökum einfaldað dæmi af banka sem hefur 1000 krónur í innlán, og borgar 8% vexti, og hefur lánað út 10.000 krónur á 10% vöxtum, þá hefur bankinn 920 krónur i vaxtamun.

Vaxtamunur er 2% stig.

Ef innlánsvextir eru lækkaðir í 6% en útlánsvextir í 9%, eru tekjur þær sem bankinn hefur af vaxtamun, 840 krónur.  Hefur með öðrum orðum lækkað um 80 krónur.

En vaxtamunur er 50% hærri, 3%, hefur hækkað um 1. %stig.

Lántakendur spara 100 krónur og innlánseigendur verða af 20 krónum.

Þetta er auðvitað einfölduð útgáfa af nútíma útlánastatarfsemi og tekur ekkert tillit til verðtryggingar eða fastra gjalda sem bankinn innheimtir.

Svo má auðvitað deila um hvort ekki megi draga úr kostnaði, eða hve hátt hlutfall hagnaður banka eigi eða megi vera, en það er allt önnur umræða.

En það er eðlilegt að vaxtamunur sé meiri þegar vextir eru lágir.


mbl.is Heimilin verða af hundruðum milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tregða til að gera innkaup er einkenni verðhjöðnunar. Menn bíða eftir því að verð lækki enn frekar.

Í verðbólgu flýta menn sér hins vegar til að kaupa áður en verð hækkar.

Verðhjöðnun hefur þau áhrif á verðtryggð lán að greiðslur og eftirstöðvar fara lækkandi. Þá er betra fyrir lántaka að að ekki sé búið að afnema verðtygginguna.

Þannig virðist verðhjöðnun í fljótu bragði vera óskastaða frá sjónarhóli neytandans. Annað kemur þó fljótlega á daginn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 17:10

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur  Þessi athugasemd á ef til vill betur við færsluna sem var hér á undan.  En það skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli.

En lýsingar á þeim áhrifum sem verðbólga óg verðhjöðnun hafa á neytendur eru réttar.

Ég man þó ekki eftir að hafa lesið greiningar á því hvernig neytendur í verðtryggðu samfélagi bregðast við, enda líklega ekki mörg dæmi til um slíkt, ef nokkuð.

En vissulega vill enginn fjárfesta í dag, ef von er á lægra verði á morgun.  En það kann að kæta veskið og kaupgleðina ef höfuðstólar lána lækka í sífellu, en em það ætla ég ekki að fjölyrða.

Það eina sem ég þekki, sem líkist verðhjöðnun, eru framfarir og verðþróun í tölvu og tæknigeiranum, þar sem alltaf þarf að eiga von á því að verð lækki, eða betri tækni fáist á sambærilegu verði.

En verðhjöðnun getur fljótt orðið að "vítahring" eins og sannast hefur í Japan.

G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2014 kl. 17:24

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það skiptir máli hvernig eignarhaldið á bankanum er. Landsbankinn er í minni eigu og annarra skattborgara, en hinir bankarnir í eigu gróðapúnga.

Það er eðlilegt að ekki séu sömu gidi í heiðri höfð í rekstri fyrirtækja með ólíkt eignarhald.

Af hverju ætti Landsbankinn að vilja græða á kostnað eigenda sinna? Fyrirtæki sem slíkt gerir er að svíkja eigendur sína.

Kristján G. Arngrímsson, 13.12.2014 kl. 10:44

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján.  Landsbankinn hagnast vissulega, en ég get ekki séð að hagnaður hans eða tekjur séu að aukast vegna aukins vaxtamunar, eins og fréttin og tilkynning VR snýst um.

En hvað varðar hvort að hagnaður eigi að vera af starfsemi Landsbankans eru svo auðvitað önnur saga.  Ég hygg að flestir myndu þó velja að það fé skattborgaranna sem var lagt í bankann, skili arði í ríkiskassann.

En það þetta með gróðapungana og sósíalistana.  Ég hugsa að ég kjósi frekar "pungana", sósíalistarnir hafa einstakt lag á því að setja heilu þjóðfélögin á hliðina, einmitt vegna þess að krafan um hagnað er lögð til hliðar.

Nýjasta dæmið um það er líklega að finna í Venesúvela.  Það það er ekki langt síðan Chaves var mikil "sósíalísk hetja" um víða veröld, m.a. á Íslandi.

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2014 kl. 12:35

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Landsbankinn hlýtur að hagnast á viðskiptum sínum við íslenskan almenning, þann sama almenning og á bankann. Varla ætlar bankinn að græða á kostnað eigenda sinna? Hverskonar fyrirtæki gerir það?

Svo minntist enginn á sósíalista. Ekki reisa strámann. Þetta er bara spurning um til hvers maður rekur fyrirtæki. Það er ekki sjálfgefið að það sé fyrst og fremst eða eingöngu til að græða. Það getur líka verið til að veita góða þjónustu - eða í tilviki íslenskra banka að endurreisa mannorð sitt.

Kristján G. Arngrímsson, 13.12.2014 kl. 17:05

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Oftast nær hagnast auðvitað Landsbankinn á viðskiptum við eigendur sína, en það er ekki sjálfgefið.  Öll viðskipti leiða ekki til hagnaðar.

Hví skyldi fyrirtæki ekki hagnast á viðskiptum við óbeina eigendur sína, og lykilorðið hér er óbeina.

Líklega væri fljótlega farið að kalla eftir brottrekstri stjórnenda bankans, ef þeir skiluðu honum á núlli, eða í mínus.

Og gleymdu því ekki að Landsbankinn er stórskuldugur og þarf vissulega á hagnaði að halda til að borga þær skuldir niður.

En hagnaður bankans eykst ekki þó að vaxtamunur hafi aukist, það er að mínu mati ekki rétt sem haldið er fram í fréttinni.

Hvers vegna eruð þið "sósarnir" svo viðkvæmir fyrir því að "sósíalisminn" komi inn í umræðuna?  Einstaklingur sem talar um gróðapunga, þarf varla að verða sár eða reiður þó að sósialmisminn skjóti upp kollinum.

Það er öllum frjálst að reka fyrirtæki með hvað markmið sem er.

En sósíalíska módelið, t.d. í banka eða verslunarrekstri, hefur oftar en ekki gefist frekar illa, eins og t.d. hjá Venesúvela og "félaga Chaves", en ýmsum þótti hann á árum áður vera "hetja jafnaðarmanna", sem eru í sjálfu sér ekkert annað en tilraun til að þýða "socialist hero" á jákvæðan hátt yfir á Íslensku.

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2014 kl. 18:30

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Var ekki Chaves allur í ríkisrekstrinum? Mér finnst sósíalismi fela í sér ríkisvæðingu og ríkisrekstur ala Sovét - sem málið snýst ekki um.

Þegar ég talaði um gróðapunga átti ég við menn sem reka fyrirtæki til þess eins að græða - það er ekki huggulegt þótt það sé örugglega löglegt og alveg leyfilegt. En það er til marks um græðgi og græðgi er tvímælalaust vond og ekki manni sjálfum til framdráttar.

Sá sem byggir líf sitt á græðgi lifir ekki góðu lífi.

Kristján G. Arngrímsson, 13.12.2014 kl. 19:52

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hver skyldi hafa ritað árið 2006:

"Það eru mikil tíðindi að gerast í og við Suður-Ameríku, álfu hjarta míns. Daníel Ortega vann um daginn sigur í forsetakosningunum í Níkaragva, byltingarhetjan og verkalýðsforinginn Lúla var nýlega endurkjörinn í Brasilíu, Evó Mórales vann í Bólivíu og strigakjafturinn með stálhnefana, Hugó Chavez, stýrir Venesúelu.

Þarmeð má segja að við jafnaðarmenn séum búnir meira og minna að leggja undir okkur Suður-Ameríku. "

ER ríkisrekstur á Landbankanum eitthvað annað er sósíalmismi?  Er krafa þín um að Landsbankinn skili helst ekki hagnaði eitthvað annað en sósíalismi?

Út af hverju  rekur þú ekki fyrirtæki með það að leiðarljósi að græða ekki á því?

Ert þú ekki reiðubúinn til að hætta fé þínu og fjölskyldu þinnar án von um umbunar?

Hvað er græðgi?  hvað er eðlilegur hagnaður? hvað er sósíalmismi og hvað er alræði öreiganna?

Og hvar hefur sósíalmisminn ekki feilað með meira og minna skelfilegum afleiðingum?

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2014 kl. 20:14

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta er ekki svarthvítt. Maður rekur ekki fyrirtæki til að tapa á því. Reyndar eru fyrirtæki stundum rekin í öðru skyni en hagnaðar, en sleppum því núna.

Ég held að mjög margir reki fyrirtæki til að vera "eigin herra" en um leið auðvitað til að hafa í sig og á, sjá fyrir sér og sínum. En þeir gætu vísast haft meira uppúr sér með því að vinna hjá öðrum.

Svo er ýmislegt annað sem fær fólk til að reka fyrirtæki, annað en gróðinn einn.

Ég er sammála þér um að sósíalismi er ekki heppilegt þjóðskipulag. En það er nú ekki einhlítt að leggja að jöfnu sósíalisma og jafnaðarmennsku, hver sosum gerði það í þessum texta sem þú vitnaðir í (hljómar ekki ólíkt JBH, en hann er ekki góður pappír í mínum huga). Ég hef alltaf litið á kratisma sem hálfgildings markaðshyggju.

Kristján G. Arngrímsson, 13.12.2014 kl. 21:19

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekkert er svart/hvítt, nema  myndirnar sem við tókum í gamla daga og ég tek stundum enn.

En auðvitað er stundum tap af fyrirtækjum, en yfirleitt er það ekki þolað,nema að hagnaður sé í fortíðinni, eða sjáanlegur, eða í væntingum framtíðar.

En vissulega er það að vera sjálfs síns herra virði í sjálfu sér.

Sósialismi og jafnaðarstefna, er í raun nákvæmlega sami hluturin í mínum huga, en vissulega er alltaf deilt um "þýðingar".

En höfundur textans sem ég setti inn, er Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.

Persónulega, tel ég JBH, minna hrifin af Chavez, en Samfylkinguna nú til dags, end hefur hún færst æ lengra til vinstri.

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2014 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband