Fara Íslendingar að sakna verðbólgunnar?

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. 

Það skyldi þó aldrei fara svo að það yrði einhvern tíma notað um verðbólgu á Íslandi?

Vissulega hefur verðbólgan leikið Íeslendinga grátt oft á tíðum og víst er að margir haf bölvað henni af sannfæringu.

En þó að mikil verðbólga sé slæmur fylgifiskur, er margir enn hræddari við verðhjöðnun og þá stöðnun og samdrátt sem oftast fylgja með.

Mörg lönd á Eurosvæðinu eru nú þegar komin í verðhjöðnunarfasa og er ákaft deilt um til hvaða ráðs skuli grípa, ef einhverra.

En Japan er það ríki sem verst hefur orðið úti í verðhjöðnun og talað er um "töpuðu" áratugina þar.

Auðvitað er minnkandi verðbólga á Íslandi líklega að stórum hluta innflutt, enda hægt að gera góð kaup víða, jafnt ár orkumarkaði sem öðrum mörkuðum.

Hvort að Íslendingar þurfa að hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun er erfitt að spá um, en líklega hafa þó sjaldan eða aldrei verið hagstæðara umhverfi til þess að auka við gjaldeyrisforðann.

P.S.  Svo er auðvitað spurning hvernig verðhjöðnun virkar á markaði sem er jafn verðtryggður og sá Íslenski, en ég man ekki eftir að hafa lesið neitt um slíkar verkanir.

Ef til vill yrði verðhjöðnun skammlíf á Íslandi, þar sem allir myndu flykkjast til að kaupa og fjárfesta, kátir yfir lægra verði og lækkandi höfuðstól lána?

 

 


mbl.is Spá verðbólgu niður í 0,5-0,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Væri ekki bara ágætt að fá hérna "stöðnun" í staðinn fyrir þessar eilífu "framfarir og hagvöxt" sem hafa aðallega skilað tómu bulli og vitleysu?

Það er algengt að rugla saman velferð og hagvexti.

Verðbólguskorturinn hérna á sér beinar rætur í lækkun olíuverðs sem hefur skilað sér í því að bensín hækkar ekki heldur lækkar aðeins. Þannig að já, þetta er innfluttur verðbólguskortur.

Kristján G. Arngrímsson, 13.12.2014 kl. 10:50

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Stöðnun er ekki eftirsóknarverð, en það er alveg rétt að hagvöxtur er ekki gallalaust mælitæki, en það er er svo sem ekki völ á öðrum betri eða nækvæmari.

Það verður líklega seint sem allir eru sammála um hvað þurfi til svo að velferð teljist ríkja.

Auvðitað á olíuverð stóran þátt í lækkun verðbólgu, en einnig aðrar vörur, enda æ stærri hluti "Sambandsins" að leggjast í verðhjöðnun.  Þannig gefst Íslendingum tækifæri til að flytja hagstæðar inn.

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2014 kl. 12:30

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Reyndar eru til nokkuð góðar mælingar á samhenginu á milli efnahags og lífshamingju, þ.e. því hvað fólk segist vera hamingjusamt. Og athyglisvert er að Bretar voru t.d. hamingjusamari á stríðsárunum en þeir eru núna.

Það þarf vissulega efnisleg gæði til að tryggja hamingju, en eftir að þau ná tilteknum punkti hætta þau að auka hamingju fólks. Þetta er vel rannsakað og dokúmenterað.

Kristján G. Arngrímsson, 13.12.2014 kl. 17:08

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru reyndar til ýmsar mælingar í þessa veru, og flestum þeirra ber að taka með fyrirvara, eins og öllu öðrum.

Margar mælingar hafa til dæmis sýnt að hamingjan aukist meira í veraldlegum hlutum borið saman við aðra en beina aukningu þierra.

Það er eð að segja að "samanburðurinn" skipti meira máli en lífsgæðin.

Til dæmis má halda því fram að Bretar hafi haft það mun betra að mörgu leyti, en flestra nágrannaþjóðir þeirra.

Skyldi það hafa haft eitthvað að segja?

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2014 kl. 18:16

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Örugglega hefur það haft eitthvað að segja. Og samkvæmt því hafa þeir það mun verra núna en margar aðrar þjóðir, t.d. Þjóðverjar og Frakkar. Hvað getur valdið því?

En þessa sömu sögu er að segja af mörgu öðrum, bæði t.d. USA og Japan, þar sem hagsæld hefur aukist margfalt undanfarna áratugi en lífshamingja ekki, skv. mælingum. Samt verður varla sagt að þessar þjóðir séu verr staddar í samanburði við aðrar núna en var fyrir áratugum síðan.

Ég held frekar að þetta sé nokkuð einhlítt að það þarf aðeins ákveðið mikið af efnislegum gæðum til að ná allri þeirri hamingju sem verður keypt fyrir peninga, eftir það eykst hamingjan aðeins af öðrum völdum - en hverjir þeir eru skal ég ekki segja.

Samt má alltaf spá í hina eilífu hamingju Dana og reyna að álykta út frá því.

Kristján G. Arngrímsson, 13.12.2014 kl. 19:59

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

"Sá græni" á ábyggilega mikinn þátt í lífshamingju Dana, án þess að ég hafi stúderað hana sérstaklega.

En  hvað varðar USA og Japan, kann skýringin einmitt að liggja í því að fjölmiðlar hamra á því að "AÐRIR" hafi það betra en "ÞÚ", rétt eins og tilfellið var með Breta í heimsstyrjöldinni.

En auðvitað er þetta allt "afstætt" og ekki síst tengt "upplifun".

Bara eitt dæmi sem ég las um nýlega: "Millistéttarfólk" er líklegra til að taka upp "kynlífsmyndbönd" en "lágstéttarfólk".  Hvers vegna heldur þú að það sé?

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2014 kl. 20:23

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, þessar hamingjumælingar eru einfaldlega "self reported" - þannig að það er spurning um upplifun þátttakenda og meiraðsegja líka þeirra eigin skilgreiningu á því hvað hamingja er.

Kristján G. Arngrímsson, 13.12.2014 kl. 21:23

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitt af því sem gæti valdið vaxandi óhamingju Breta er vaxandi munur á ríkum og fátækum. Spurning um samanburð við næsta nágranna, eða milljónerann í London, sem dregur úr lífshamingjunni.

Sama gæti verið skýringin í USA, en veit ekki með Japan. Hinn aukni auður landanna hefur lent í fárra höndum þannig að margir eru nú undir þeim mörkum efnislegra gæða sem þarf að uppfylla til að hamingjan ríki. Og svo eykst munurinn og þar með fer samanburðurinn af stað, sem þú nefndir sem ástæðu óhamingjunnar.

Því minni sem jöfnuður er því minni er lífshamingjan, sbr. t.d. bókina The Spirit Level. Kannski eru Danir svona miklir kratar. En ég hef sosum ekkert fyrir mér í því.

Kristján G. Arngrímsson, 13.12.2014 kl. 21:28

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eitt af því sem hefur aukið "Ójöfnuð" í Bretlandi, er sívaxandi innstreymi af auðugu fólki frá fætækum löndum.  S.s. Arabalödnum og A-Evrópu.  Þegar mjög ríkt fólk flytur inn nálægt þér, minnkar hamingja þín, þó að "lífsgæði " þín hafi í sjálfu sér ekki minnkað.

Alþjóðavæðinging hefur svo svipuð áhrif.

Þeir sem hafa "góðar hugmyndir " og koma þeim í framkvmd, hafa stærri markað en nokkru sinni, en að sama skapi hefur "vinnuaflið" meiri samkeppni en nokkru sinni fyrr.

Því eykst ójöfnuðurinn og líklega vansældin í hinum "vestrærnu samfélögum", en hamingjan eykst þar sem töldust vanþróuð samfélög.

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2014 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband