Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
10.12.2014 | 17:22
Í kosmísku samhengi
Nú veiti ég ekkert hvort þessi frétt á við rök að styðjast eður ei. En í hinu "kosmíska samhengi " skiptir það í raun engu máli.
Það sem skiptir í raun meira máli er hvers vegna Íslendingar telja sér svo oft trú um að það sem gildir um nágrannalönd þeira, gildi ekki um Ísland?
Þegar talað er um að þátttaka sé hlutfallslega hærri í baráttu "Hins Íslamska ríkis", frá Norðurlöndunum, s.s. Finnlandi, Svíþjóð og Noregi, en löndum eins og Bretlandi og Frakklandi, þyrfti þá einhverjum að koma á óvart að einhver frá Íslandi berjist undir merkjum "Íslamska ríkisins"?
Internetið virkar ekkert síður á Íslandi en í öðrum löndum, en þar fer einmitt stærstur hluti af áróðursherferð og "meðlimasöfnun" hins "Íslamska ríkis" fram.
Það er ekkert sem bendir til þees að Íslenskir aðdáendur Allah séu minna ginkeyptir fyrir slíkum áróðri, eða friðsamari, en aðrir slíkir um víða veröld.
Að því sögðu, er rétt að benda þeim á sem um of hrífast af slíkum setningum, að það er heldur ekkert sem bendir til þess að meirihluti aðdáenda Allah hrífist af slíku rugli.
En það sem á sér stað í nágrannalöndunum, er allt eins líklegt til þess að eiga sér stað á Íslandi.
Þess vegna er full ástæða til þess að gefa því gaum og ef til vill að draga dulítinn lærdóm af.
Íslendingur í Ríki íslams? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2014 | 16:51
En hvað um Bonus Helicopters?
Ég er alfarið sammála Neytendastofu hvað varðar þann úrskurð að "helicopter" sé of almenns eðlis til þess að fyrirtæki geti krafist verndar fyrir slíkt orð.
Það sama ætti að sjálfsögðu að gilda t.d. fyrir Íslenska orðið "þyrluflug", sem ég reikna með að það geri.
En þegar ég les frétt um úrskurð sem þennan, sem ég er alveg sammála, svo það sé tekið fram, kemst ég ekki hjá því að velta fyrir mér fyrri úrskurðum í Íslensku réttarkerfi.
Svo sem úrskurði um að orðið "Bónus" veiti einkaleyfi á notkun þess, og hafi á sínum tíma komið í veg fyrir að verslun gæti heitið "Bónus tölvur".
Líklega megum við þakka fyrir að nokkurt fyrirtæki gat borgað "jóla bónus" eftir það.
En líklega hefur "bónus verð", ekki verið boðið síðan þá, hvað þá nettó.
Ég held reyndar að Íslenskir dómstólar hafi gengið alltof langt í því að leyfa fyrirtækjum að slá eign sinni á orð.
Enginn á einkarétt á Helicopter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2014 | 18:09
Auðvitað þarf að kjósa aftur í Svíþjóð
Það er stjórnmálaleg kreppa í Svíþjóð. Jafnaðarmenn með Stefan Löfven forsætisráðherra í broddi fylkingar virðast ekki hafa lesið stöðuna rétt og gert stór póltísk mistök.
Því er eðlilegt að kjósa þurfi á ný í Svíþjóð.
Jafnaðarmenn og samstarfsflokkar þeirra lögðu einfaldlega fram fjárlagafrumvarp án þess að hafa aflað stuðnings við það. Það þurfti því ekki að koma neinum á óvart að það væri fellt.
Eðli málsins samkvæmt þurfa minnihlutastjórnir að leita víðtækari stuðnings og gera málamiðlanir. Það virðist minnihlutastjórn jafnaðarmanna ekki hafa gert.
Því fór eðlilega eins og fór. Þannig virkar þing og lýðræðið.
Gagnrýni Löfvens um að "hefðir" hafi ekki verið virtar, virkar hol og innantóm, ekki hvað síst sé þessi frétt höfð til hliðsjónar. Þarna gekk Löfven fram og vildi hundsa þinghefðir.
En lang eðlilegast er að kjósa aftur og leita til kjósenda um lausn.
Það er að vísu ekki gefið að hún fáist hreint út í kosningum, en þá reynir á Sænska stjórnmálamenn að vinna úr stöðunni.
Það gerist æ algengara í Evrópskum stjórnmálum að að talað sé um fasisma og öfgar.
Yfirleitt er það umræðunni ekki til framdráttar. Það er vissulega umdeilanlegt hvað eru öfgar og fasismi er ekki of vel skilgreinanlegur heldur.
Hvað ætti að gera Svíþjóðar demokrata að "nýfasískum" eða "öfga" flokki, þekki ég ekki til hlýtar, en fagna öllum upplýsingum um það í athugasemdum. Æskilegt er þó að sneitt sé hjá upphrópunum og staðreyndir týndar til.
En það er hrópað "öfgar" bæði til hægri og vinstri, flestir fjölmiðlar virðast þó að mínu mati hafa mun meiri áhyggjur, ef "öfgarnar" liggj til "hægri". "Vinstri öfgar" virðast ekki jafn "ógnvekjandi". En um það bloggaði ég lítillega fyrr í dag.
Hvað varðar stöðuna í Svíþjóð, þá benda skoðanakannanir til þess að Svíþjóðar demókratarnir styrki stöðu sína enn frekar.
Meira að segja 20% þeirra sem kusu flokkana sem mynduðu minnihlutastjórn Löfvens, segjast geta hugsað sér að kjósa Svíþjóðar demókratana í komandi kosningum.
Hvernig skyldu hinir "hefðbundnu valdaflokkar" Svíþjóðar bregðarst við, ef það yrði raunin?
Svíþjóðardemókratar nýfasískur flokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2014 | 11:06
Af gistináttagjaldi - og fúsum og frjálsum vilja
Ég skrifaði um daginn örlítið um gjaldtöku á ferðamannastöðum á þetta blog.
Ef til vill var það út af þvís sem að kunningi minn sendi mér hlekk á blog Egils Helgasonar, þar sem fjallað er um gistináttagjald. Hann vísaði þar til umfjöllunar á vefsíðunni turisti.is.
Þar var fjallað um hve algengt væri að gistináttagjald væri innheimt, m.a. á fjölmörgum áfangastöðum sem flogið er til frá Íslandi.
Ég ætla ekki að fullyrða um hversu áreiðanlegar þær upplýsingar eru í heild, enda veit ég lítið um það, og hef ekki ástæðu eða tíma til þess að kanna þær upplýsingar í heild sinni.
En ein af borgunum á listanum var Toronto, og sagt að þar væri innheimt gistináttagjald, 3%.
Þar þekki ég hins vegar örlítið til.
Eftir minni bestu vitneskju er enginn skattur á gistinætur í Toronto, né Ontario fylki. Það er hins vegar rétt að mörg hótel í Toronto og Ontario leggja á 3% gistináttagjald.
En það er af fúsum og frjálsum vilja. Hótelin hafa tekið sig saman um það og gjaldið er valfrjálst ef svo má að orði komast.
Hið opinbera hefur ekkert með gjaldið að gera, leggur það ekki á og tekur engar ákvarðanir um hvernig því er ráðstafað.
Gjaldið er oft kallað DMP (Destination Marketing Program), og er notað til að markaðssetja Toronto (eða GTA) sem áfangastað. Það er á vegum Greater Toronto Hotel Association.
Svipað er upp á teningnum í Ottawa.
Ef til vill er tímabært fyrir Íslenska ferðaþjónustu að standa örlítið á eigin fótum, félagsmenn leggi lítið gjald á þjónustu sína og myndi sjóði til styrktar innviðum og markaðssetningar ferðaþjónustu.
Það bæri vott um "sjálfbærni" og væri meiri reisn yfir, heldur en að horfa eingöngu til hins opinbera og skattgreiðenda.
P.S. Gistináttaskattur hefur verið algengur í Bandaríkjunum um all nokkurt skeið, og rennur til margvíslegra verkefna, allt frá íþróttaleikvöngum til safna. Hvað algengast er þó að hann renni beint til ríkis (state) eða borgarsjóða.
Það er ekki fyrr en nýverið að gistináttaskattar fóru að ryðja sér verulega til rúms í Evrópu og ullu þó nokkrum deilum. Einnig þar er mjög misjafnt hvert þeir renna.
6.12.2014 | 10:35
Órannsakanlegar leiðir lýðræðisins - Vinstri öfgaflokkur?
Það eru margir hissa á því að "erfingjar" A-Þýska kommúnistaflokksins njóti vinsæla í Þýskalandi. En þeir hafa reyndar átt þokkalegu gengi að fagna í þeim hluta landsins sem var A-Þýskaland.
Römm er sú taug gæti einhver sagt.
Það er vissulega skiljanlegt að þeim sem sættu ofsóknum af hendir A-Þýskra stjórnvalda þyki það ónotaleg tilfinning þegar flokkur sem inniheldur fyrrum meðlimi A-Þýska kommúnistaflokksins og starfsmenn STASI, kemst til valda.
Talað er um að allt að 2/3 af félögum Linke séu fyrrverandi félagagar í A-Þýska kommúnistaflokknum.
Minningarnar eru ljóslifandi og sárar.
En lýðræðið skilar ekki alltaf niðurstöðum sem eru okkur "þóknanlegar", og þó að meirihlutinnn sé naumur í þessu tilfelli, er hann afleiðing lýðræðislegra kosninga og samsteypustjórnar.
Víða í erlendum fjölmiðlum er tala um Linke sem "far left" stjórnmálaflokk. Hver skyldi vera besta Íslenska þýðingin á því?
Vinstri öfgaflokkur?
En ég get ekki séð að Íslenskir fjölmiðlar hafi af því miklar áhyggjur, eða telji það mikillar umfjöllunar virði.
Mér til gamans fór ég á vefsíðu RUV, en gat ekki fundið neina frétt um málið. En líklega þykir það ekki fréttnæmt að "vinstri öfgaflokkur" leiði fylkisstjórn í Þýskalandi.
Ekki einu sinni þó að forseti Þýskalands lýsti því yfir að honum finndist erfitt að sætta sig við þessa niðurstöðu.
Sjálfur hef ég ekki af þessu stórar áhyggjur, ekki enn í það að minnsta kosti.
Ég hef trú á að lýðræðið standi þetta af sér.
Arftaki kommúnistaflokksins tekur við völdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |