Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Miklar breytingar í Breskum stjórnmálum

Það gengur mikið á í Breskum stjórnmálum þessa dagana.  Hver "skjálftinn" á fætur öðrum ríður yfir.  Skoskar kosningar, aukin heimastjórn Skota, þá þarf að sjálfsögðu að auka "sjálfstjórn" Englendinga.

Og svo er það uppgangur UKIP.

Það mátti reynar reikna með að þeir hlytu byr í seglin, eftir sigur í aukakosningum í Clacton.  En ég held að fáum hefði órað fyrir þeim tölum sem sjást í skoðanakönnunum nú.  Auðvitað er það gríðarlega mikilvægt að sýna að þeir geti unnið, til að sannfæra kjósendur um að atkvæðunum sé ekki kastað á glæ, en ég held að fáir hefðu reiknað með slíku fylgi.

Og raunar verður að teljast ólíklegt að flokkurinn nái að halda slíku fylgi fram að kosningunum 2015, því nú verður hart sótt að flokknum, úr öllum áttum, og frambjóðendur á hans vegum eru margir hverjir ekki sjóaðir, þannig að aukin hætta er á mistökum og óheppilegum "sándbætum".

Þó að vissulega sé langt til kosninga og í raun alltof snemmt að spá, myndi ég telja líklegra að UKIP myndi ná á bilinu 10 til 30 þingmönnum.  Þar spilar stóra rullu Breska kosningakerfið, sem veitir engin verðlaun fyrir að vera í öðru sæti í kjördæmum.

En UKIP og barátta flokksins hefur þegar haft mikil áhrif í Bretlandi.  Það má segja að þeir sem telji að núverandi samband landsins við Evrópusambandið gangi ekki upp, séu komnir í meirihluta í Breskum stjórnmálum.  En hvað róttækar breytingar þurfi, eru um skiptar skoðanir.  

Það má líka segja að yfirgnæfandi fjöldi Breta og Breskra stjórnmálamanna séu þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að setja einhverjar hömlur á fjölda innflytjenda til Bretlands, jafnt frá löndum innan "Sambandsins" og utan.  Meira að segja Verkamannaflokkurinn virðist að stórum hluta vera orðinn þeirrar skoðunar og hefur gagnrýnt Cameron fyrir slælega framgöngu í þeim málum.

Þegar krafist er endurskoðunar á einu af "fjórfrelsinu", er höggvið að grunni "Sambandsins" og því atriði hefur líklega aflað því mestra vinsælda, t.d. í austur og mið Evrópu.

Nigel Farage hefur sagt að hann muni ekki vilja vera í stjórn með Íhaldsflokknum, en að flokkurinn yrði reiðubúinn til verja minnihlutastjórn hans.  Skilyrði fyrir slíkum stuðningi yrði að þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Bretlands í "Sambandinu" yrði strax árið 2015.

Vonir Verkamannaflokksins um hreinan þingmeirihluta virðast fara æ minnkandi, og úrslitin í aukakosningum í "Heywood and Middleton", voru vissulega högg fyrir flokkinn og ekki síður Milliband, en þar "hékk" flokkurinn á þingsætinu með rétt ríflega 600 atkvæðum. 

Þar sýndi UKIP að það er langt í frá að flokkurinn taki eingöngu fylgi frá Íhaldsflokknum.

En það sem er ekki síður vert að taka eftir, eru aðrir flokkar.  Frjálslyndir demókratar eru í gríðarlegum vandræðum og eru nánast í "útrýmingarhættu".  En Græningjar sækja á, og sækja þá fylgi til Frjálslyndra og Verkamannaflokksins.  

Ekki má svo gleyma Skoska þjóðarflokknum, sem er gríðarsterkur á heimavelli og því má segja að flokkarnir, sem eitthvað kveður að,  séu orðnir 6 í Bretlandi. Bæði Græningjar og Skoski þjóðarflokkurinn, eru í harðri baráttu við Verkamannaflokkinn um atkvæði, ekki síst þeirra sem eru að yfirgefa Frjálslynda, þó að UKIP og Íhaldsflokkurinn nái eitthvað að blanda sér í þá baráttu.

Ef þessum smærri flokkum vex fiskur um hrygg, má sömuleiðis reikna með að krafan um hlutfallskosningar verði háværari.  

Þá mun líklega mörgum íhaldssömum Bretanum þykja nóg um.

 


mbl.is Breski sjálfstæðisflokkurinn með 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að losa hugann við sovétið. Eistneska þingið samþykkir umdeild lög um réttindi samkynhneiðgra

Eistneska þingið samþykkti nýverið umdeilt lagafrumvarp um réttindi samkynhneigðra.  Það var mjótt á mununum, frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 38.  23. þingmenn voru fjarstaddir eða greiddu ekki atkvæði.

Andstaðan var mikil og skoðanakannanir sýndu að meirihluti íbúa Eistlands er andsnúinn frumvarpinu.

Það þurfti því nokkuð hugrekki til þess að samþykkja frumvarpið, en eins og niðurstaðan sýnir voru 40 Eistneskir þingmenn það hugrakkir að þeir gengu gegn meirihluta í skoðanakönnunum og greiddu frumvarpinu atkvæði sitt.

Það er líka rétt að það komi fram að á fyrri stigum var kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað.

En ættu þingmenn ekki að hugsa um þjóðarviljann og fylgja því sem meirihluti þjóðarinnar telur rétt?  Eða hefði ekki í það minnsta átt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu?

Um það eru eflaust skiptar skoðanir.

Mín afstaða er þó skýr í þessum efnum.  Það er ónauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mannréttindamál eins og þetta.

Annað hvort trúum við að þetta sé rétt eða rangt.  En stjórnarskrár eru einmitt samdar til þess að tryggja réttindi, tryggja það að meirihluti geti ekki svipt minnihluta sjálfsögðum réttindum.

Abraham Lincoln, efndi ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða hvort að Bandaríkjamenn væru fylgjandi því að afnema þrælahald.

John F. Kennedy efndi heldur ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða hvort að aðskilnaður kynþáttanna skyldi afnuminn í Bandaríkjunum.

Þeir fylgdu sannfæringu sinni, og ef til vill setningunni:

We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.

Vissulega hefur skilningurinn á þessari setningu breyst í tímans rás, en mér er til efs að mikilvægari eða öflugri setning hafi verið sett á blað.

Hún visar til þess að til séu réttindi, sem beri að virða, hvort sem meirihluti, eða minnihluti sé þeim fylgjandi.  Að minnihluti eigi rétt á því að lifa án kúgunar af hendi meirihluta.

En auðvitað er deilt um hvað eru "unalianable rigthts" og líklega verður svo á "meðan land byggist" á ekki eingöngu á Íslandi.

En ennþá virðist vera til fjöldinn allur af fólki, ekki bara í Eistlandi, ekki bara á Íslandi, heldur um víða veröld sem virðist reiðubúin til að neita samkynhneigðu fólki um réttinn  "til að leita að hamingjunni".

Það er einmitt þess vegna sem við ættum öll að klappa fyrir þeim 40 Eistnesku þingmönnum sem höfðu kjark til þess að standa með réttinum til að "leita að hamingjunni", fyrir alla.   Jafnvel þó að skoðanakannanir sýndu að meirihluti landsmanna þeirra væri á móti því.

Reyndar er það svo, að skoðannakannanir sýna, að tíminn vinnur með þingmönnunum, því jafnframt því að sýna andstöðu við réttindi samkynhneigðra, hafa skoaðanakannanir sýnt að stuðningur við þau réttindi eru mest á meðal ungs fólks, og sömuleiðis á meðal þeirra sem eru af Eistneskum uppruna.

Andstaðan er mest á meðal eldra fólks og svo þeirra sem eru af Rússneskum uppruna.

Ungt fólk sem talar Eistnesku er mun líklegra til að vilja aukin réttindi til handa samkynhneigðu fólki, en eldra fólk, eða þeir sem eru af Rússnesku bergi brotnir.

Þeir sem eru "lausir við sovétið" í hugum sínum, eru liklegri til að styðja réttindi samkynhneigðra en aðrir.

Þeir sem ólust upp við "sovétið", eða hafa "lífsýn" sína frá fjömiðlum "Rússlands Pútins", eru líklegri til að vera á móti réttindum samkynhneigðra.

Þannig má líta á aukin réttindi samkynhneigðra í Eistlandi, sem einn lið í því að losa íbúana undan hinu "huglæga sovéti".  Því eins og oft er sagt, þá er auðveldara að taka íbúana út úr sovétinu, heldur en sovétið út úr íbúunum."

En það er rétt að óska Eistlendingum til hamingju með framsýni og hugrekki þingsins, það er ekki sjálfgefið.

 

 


Hver sæðisdropi ....

Það eru búnar að standa svo miklar deilur um færslu sem ég setti hér inn fyrir fáeinum dögum, um fóstureyðingar, að ég sé mig knúinn til þess að leita á næðir Monty Python.

Sjálfsagt flokkast þetta undir sjálfskaparvíti, en mig óraði ekki fyrir því að málið væri þetta "heitt".  Ég hafði reyndar birt þessa sömu færslu, eða svo gott sem, löngu áður, en þess að fá sterk viðbrögð.

En nóg um það.

Það verður að líta á björtu hliðarnar og hafa gaman af lífinu.

Hér eru Monty Python, "Every Sperm Is Sacred". Reyndar ættu allir að horfa á "The Meaning Of Life" einu sinni á ári, eða svo.  Ég held að ég hafi gert það í u.þ.b. 30 ár.  Ekki verra að setja "Life Of Brian" í tækið sömuleiðis.

Hrein snilld.

 

 

 

 

 

 

 


Tímabært og gott val

Ég fagna því að Malala Yoursafzai skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár, ásamt Kailahs Satyarthi.  Ég þekki ekki til starfa hans en mér sýnist þó að hann sé vel að þeim kominn.

Ég bloggaði reyndar hér, bæði 2012 og 2013 um að Malala væri verðugur Nóbelsverðlaunahafi.

Ég hef í sjálfu sér ekki miklu við að bæta það sem ég skrifaði áður, en fagna því að Malala hafi hlotið verðlaunin 2014.

En í fyrrnefndum bloggum, sagði ég meðal annars:

Þess vegna er áríðandi að baráttufólk, eins og Malala, njóti stuðnings og viðurkenningar.  Vissulega vekja aðgerðir þeirra og barátta upp obeldi og óeirðir, jafnvel með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

En það má ekki draga úr stuðningi við réttindabaráttu þeirra og stuðning við mannréttindi og mál og skoðanafrelsi.  Við megum ekki falla í þá gryfju að kaupa friðinn með því að fórna tjáningarfrelsi eða hverfa frá stuðning við baráttu einstaklinga eins og Malölu.

Friður sem keyptur er með þögn eða undanlátssemi, er falskur friður og gjarna skammlífur.

Ég vil óska verðlaunahöfunum báðum til hamingju og nefndinni með valið, sem mér þykir betra en flest undanfarin ár.

 

 

 


mbl.is Malala og Satyarthi fá friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur hins Sameinaða Konungsdæmis sigrar

Það er orðið ljóst, UKIP, eða Sjálfstæðisflokkur hins Sameinaða Konungdæmis hefur náð sínu fyrsta þingsæti á Breska þinginu.

Þingmaðurinn heitir Douglas Carswell og yfirgaf Breska Íhaldsflokkinn fyrir skömmu og sagði af sér þingmennsku.  Því var efnt til aukakosninga í kjördæminu "Clacton" sem hann sigraði nú fyrir UKIP.

Sigur Carswells var stærri nú, en þegar hann vann sætið fyrir Íhaldsflokkinn í síðustu kosningum.

En það sem vakti ekki síður athygli á Sjálfstæðisflokknum Breska, er hve nálægt hann var að vinna aðrar aukakosningar sem haldnar voru í gær.  

Þar tapaði hann fyrir Verkamannaflokknum, í kjördæmi sem heitir "Heywood and Middleton" og hefur verið sterkt vígi fyrir Verkamannaflokkinn, eða það sem Breskir fjölmiðlar kalla "Labour stronghold".

Þar hlaut UKIP rétt tæp 39% atkvæða, en tapaði með u.þ.b. 600 atkvæðum fyrir Verkamannaflokknum sem var með 40.9%.

Það er því ljóst að þó að UKIP hafi aðeins haft sigur í öðru kjördæminu, þá sækir flokkurinn fast að báðum hinum ríkjandi flokkum í Bretlandi.

Í "Clacton" var Íhaldsflokkurinn með næst flest atkvæði, eða 24%, þá Verkamannaflokkurinn með11 (u.þ.b. helmingi minna en í síðustu kosningum), þá komu Græningjar og loks Frjálslyndir Demókratar, með 1.3%, eða innan við 500 atkvæði.

Það getur breytt miklu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningum á næsta ári að hafa þingmann.  Auðveldara verður að telja kjósendum trú á því að hann geti unnið þingsæti, en hefur verið.  Sjálfstæðisflokkurinn sýndi einnig í gær, að hann sækir atkvæði bæði til Íhaldsflokks og Verkamannaflokksins og það er ljóst að landslagið í Breskum stjórnmálum er að taka breytingum, því flokkur Græningja er einnig að sækja í sig veðrið, og sækir að Verkamannaflokknum, en þó sérstaklega Frjálslyndum.

Frjálslyndir virðast eiga það á hættu að þurkast því sem næst út og hljóta ef til vill nokkuð algeng örlög, "stjórnarandstöðuflokka" sem allt í einu komast í stjórn.

En það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur styrkt stöðu sína svo um munar og tryggt að umræðan um veru Bretlands í Evrópusambandinu verður eitt af stærstu málunum í komandi kosningum.

Hvort Bretland eigi að segja sig úr "Sambandinu" eða ekki, og ef ekki hvaða skilyrði þurfi að setja fyrir aðildinni.

Þingkosningarnar í Bretlandi 2015, verða því að líkum óhemju líflegar og spennandi og eiga eftir að hafa áhrif langt út fyrir Bretland.

 


Þökkum fyrir að skyrið sé framleitt utan Íslands

Það er gríðarlega góður kostur að skyr sé framleitt "undir leyfi" Íslendinga erlendis.  Það er mikið betri kostur en að reyna að ná allri framleiðslunni "heim".

Það hljómar vissulega vel þegar því er haldið fram að það sé slæmt að Íslendingar geti ekki framleitt allt það skyr sem útlendingar vilji kaupa.

Auðvitað vilja Íslendingar framleiða eins mikið og mögulegt er og flytja það út.

En ef málið er skoðað nánar, hygg ég að flestir ættu að geta verið sammála því að best fari á því að reyna að koma á framleiðslu erlendis, undir Íslenskum "leyfum", eins og kostur er.

Með því vinnst margt.

Mjólkuriðnaður er í eðli sínu ekki hefðbundinn iðnaður, að því marki að innkaup á hráefni, sérstaklega á litlum markaði eins og Íslandi, gerast ekki "spontant".  Mjólkurframleiðsla verður ekki aukin, eða dregin saman, á stuttum tíma, þó vissulega sé auðveldara að draga saman en að auka.

Því hafa bæði Norðmenn og Íslendingar kynnst á undanförnum misserum, þegar neysluvenjur hafa breyst og líklega á Íslandi, einnig vegna stóraukins ferðamannastraums.  Þá hefur þurft að grípa til innflutnings, hversu illa sem mönnum kann annars að vera við hann.

Það getur því verið hættulegt að byggja upp gríðalega mjólkurframleiðslu til þess eins að bregðast við mikilli eftirspurn á skyri, sem kann ef til vill ekki að vara að eilífu.

Einnig er vert að hafa í huga að ef vinsældir skyrs halda áfram að aukast og taka markaðshlutdeild frá öðrum mjólkurvörum, er næsta víst að stórir aðilar í mjólkuriðnaði fari að framleiða skyr.  Það er reyndar mjög líklegt með vaxandi vinsældum.

Þá eru Íslendingar mun betur staddir í samvinnu við þokkalega stór framleiðslufyrirtæki erlendis, með styttri leiðir á markaði og betur staddir að takast á við sveiflur, heldur en ef öll framleiðsla færi fram á Íslandi.

Þróun í þessa átt má þegar sjá í Bandaríkjunum.

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að ef Íslendingar ætli sér að vinna hylli markaða víða, sé slíkt samstarf og "leyfisveitingar" eina færa leiðin.

Það er oft rætt um gríðarlega útflutningsmöguleika á Íslenskum landbúnaðarafurðum, rétt eins og Helgi Hjörvar gerir í viðhengdri frétt.  Einhverra hluta vegna lætur það þó jafnan á sér standa, þó eytt hafi verið hundruðum milljóna í markaðsetningu.  

Mér finnst einhvern veginn blasa við að slíkt yrði heldur, öllu jöfnu, Íslenskum skattgreiðendum ekki til hagsbóta.

P.S. Það er svo auðvitað allt annað mál, en ég hef heyrt marga kvarta undan þeirri staðreynd, að hollustuvöru eins og skyr, sé oft erfitt að finna í Finnlandi án efna eins og sucralose og acesulfame K.  Ýmsir sem ég hef heyrt í borða ekki skyr vegna þessa.

Eru þessi sömu efni almennt notuð í skyr á Íslandi?

 


mbl.is Bændur stæðu betur innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn á trúfélögum og öðrum félögum?

Að sjálfsögðu eiga trúfélög ekki að njóta sérréttinda á Íslandi, frekar en nokkur staðar.

Þau ættu að greiða fyrir lóðir, greiða fasteignagjöld, og standa skil á öðrum þeim sköttum og skyldum sem á eru lögð og greidd eru af öðrum félagasamtökum.

Vissulega er það svo að stærstur hluti Íslendinga aðhyllist kristna trú, alla vegna á pappírum.  Stærstur hluti þeirra tilheyrir þjóðkirkjunni.  En það þýðir ekki að í krafti meirihlutavalds, eigi slík félagasamtök rétt á fram yfir félög með færri meðlimi.

Sömuleiðis er það í mínum huga rangt að félagasamtök sem snúast um trúmál, eigi að njóta meiri fyrirgreiðslu eða réttinda, en félagsskapur sem snýst um frímerkjasöfnun, mótorhjól, bíla, eða matarást.

Það er löngu tímabært að skilja á milli hins opinbera og trúmála.  

Þeir sem ekki kjósa að tilheyra trúfélögum, eiga ekki að bera af þeim kostnað.

 

 

 


mbl.is Flestir andvígir ókeypis lóðum til trúfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesturfararnir

Ég hef verið örlítið slappur til heilsunnar undanfarna daga og eyddi því gærdeginum að miklu leyti í rúminu.

Til að stytta mér stundir ákvað ég að horfa á Vesturfarana, þætti Egils Helgasonar um byggðir Vestur Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum.

Horfði á alla 7 þættina nokkurn veginn í striklotu.

Það er skemmst frá því að segja að ég hafði verulega gaman af.  Þættirnir eru vel gerðir og skemmtilega framsettir.

Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað, er það ef til vill sá ofurþungi sem er á menningarlíf vesturfarana, en yfir hið efnahagslega er farið í fljótheitum.  Áhorfandinn er litlu nær um þá erfiðleika sem blöstu við bændum á Nýja Íslandi í upphafi.

Annað atriði sem mér þykir að hefði mátt minnast á, er Kinmount og sorgarsaga þeirra sem þangað fóru, áður en þeir komu til Manitoba.  Kinmount var nefnt einu sinni, í "Fjallkonuþættinum", en það var allt og sumt, í það minnsta að ég tók eftir.

Reyndar hefur mér oft verið sagt að Íslendingarnir sem fóru frá Kinmount, hafi lítið sem ekkert viljað tala um þá reynslu.  Þar létust margir tugir Íslendinga, að stórum hluta börn og voru skilin eftir í ómerktum gröfum.  Því er sagt að þeir hafi reynt að gleyma þeim kafla eins og auðið var.

AUT 0104AUT 0106

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú stendur þar minnismerki, sem fólk af Íslensku bergi brotið í Ontario, safnaði fyrir og reisti.  Ég birti hér örfáar myndir af því sem ég tók fyrir all nokrum árum.

AUT 0107AUT 0108

 

 

,

 

 

 

 

 

 

 

AUT 0109

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins kemur mér reyndar í huga, að Winnipeg Falcons, hefðu átt skilið að fá örlitla umfjöllun, þegar talað um um Íslendinga í Mantitoba.  Ef til vill verður minnst á þá í ókomnum þáttum.

En þessi atriði sem ég minnist á hér, sýna  hve mikil vöxtum og víðfeðm saga Íslendinga er í Vesturheimi, og auðvitað er það vonlaust að gera henni full skil í fáum þáttum.

Þau breyta því ekki heldur að ég naut þáttanna og hafði af þeim bæði gagn og gaman.

 


God only knows hvað er hægt að koma mörgum stjörnum fyrir í einu lagi.

"BBC music" hefur sett saman magnað myndband þar sem hátt í 30 stjörnur úr tónlistaheiminum koma saman og flytja lag Brian Wilson, God Only Knows.

Hreint magnað lag og myndband.

Þetta er til kynningar á BBC, en jafnframt verður lagið gefið út á smáskífu til styrktar Children In Need.

Gott stöff.

 

 

 


Hvers vegna eyði ég fóstrum?

Ég hef birt þessa ræðu einu sinni áður á þessu bloggi.  En með tilliti til umræðunnar á Íslandi undanfarnar vikur, ákvað ég að birta hana aftur.

Ræðan var skrifuð og flutt af Kanadíska lækninum Garson Romalis og er í raun ræða sem hann flutti  í Toronto háskóla.  Yfirskrift ræðunnar er (lauslega þýtt):  Hvers vegna eyði ég fóstrum.

Þetta innlegg í umræðuna frá lækni sem sem  framkvæmdi fóstureyðingar í áratugi og var tvisvar sinnum verið sýnt banatilræði vegna þeirra, er tæpitungulaus og góð og holl lesning.

En ég hvet alla til að lesa ræðuna, sem ég "peistaði" hér fyrir neðan, en hana má einnig finna hér og þar á netinu.

Rétt er að taka fram að Dr. Romalis lést í janúar á þessu ári.

 

Why I am an Abortion Doctor

"I am honoured to be speaking today, and honored to call Henry Morgentaler my friend.

I have been an abortion provider since 1972. Why do I do abortions, and why do I continue to do abortions, despite two murder attempts?

The first time I started to think about abortion was in 1960, when I was in secondyear medical school. I was assigned the case of a young woman who had died of a septic abortion. She had aborted herself using slippery elm bark.

I had never heard of slippery elm. A buddy and I went down to skid row, and without too much difficulty, purchased some slippery elm bark to use as a visual aid in our presentation. Slippery elm is not sterile, and frequently contains spores of the bacteria that cause gas gangrene. It is called slippery elm because, when it gets wet, it feels slippery. This makes it easier to slide slender pieces through the cervix where they absorb water, expand, dilate the cervix, produce infection and induce abortion. The young woman in our case developed an overwhelming infection. At autopsy she had multiple abscesses throughout her body, in her brain, lungs, liver and abdomen.

I have never forgotten that case.

After I graduated from University of British Columbia medical school in 1962, I went to Chicago, where I served my internship and Ob/Gyn residency at Cook County Hospital. At that time, Cook County had about 3,000 beds, and served a mainly indigent population. If you were really sick, or really poor, or both, Cook County was where you went.

The first month of my internship was spent on Ward 41, the septic obstetrics ward. Yes, it's hard to believe now, but in those days, they had one ward dedicated exclusively to septic complications of pregnancy.

About 90% of the patients were there with complications of septic abortion. The ward had about 40 beds, in addition to extra beds which lined the halls. Each day we admitted between 10-30 septic abortion patients. We had about one death a month, usually from septic shock associated with hemorrhage.

I will never forget the 17-year-old girl lying on a stretcher with 6 feet of small bowel protruding from her vagina. She survived.

I will never forget the jaundiced woman in liver and kidney failure, in septic shock, with very severe anemia, whose life we were unable to save.

Today, in Canada and the U.S., septic shock from illegal abortion is virtually never seen. Like smallpox, it is a "disappeared disease."

I had originally been drawn to obstetrics and gynecology because I loved delivering babies. Abortion was illegal when I trained, so I did not learn how to do abortions in my residency, although I had more than my share of experience looking after illegal abortion complications.

In 1972, a couple of years after the law on abortion was liberalized, I began the practise of obstetrics and gynecology, and joined a three-man group in Vancouver. My practice partners and I believed strongly that a woman should be able to decide for herself if and when to have a baby. We were frequently asked to look after women who needed termination of pregnancy. Although I had done virtually no terminations in my training, I soon learned how. I also learned just how much demand there was for abortion services.

Providing abortion services can be quite stressful. Usually, an unplanned, unwanted pregnancy is the worst trouble the patient has ever been in in her entire life.

I remember one 18-year-old patient who desperately wanted an abortion, but felt she could not confide in her mother, who was a nurse in another Vancouver area hospital. She impressed on me how important it was that her termination remain a secret from her family. In those years, parental consent was required if the patient was less than 19 years old. I obtained the required second opinion from a colleague, and performed an abortion on her.

About two weeks, later I received a phone call from her mother. She asked me directly "Did you do an abortion on my daughter?" Visions of legal suit passed through my mind as I tried to think of how to answer her question. I decided to answer directly and truthfully. I answered with trepidation, "Yes, I did" and started to make mental preparations to call my lawyer. The mother replied: "Thank you, Doctor. Thank God there are people like you around."

Like many of my colleagues, I had been the subject of antiabortion picketing, particularly in the 1980s. I did not like having my office and home picketed, or nails thrown into my driveway, but viewed these picketers as a nuisance, exercising their right of free speech. Being in Canada, I felt I did not have to worry about my physical security.

I had been a medical doctor for 32 years when I was shot at 7:10 a.m., Nov. 8, 1994. For over half my life, I had been providing obstetrical and gynecological care, including abortions. It is still hard for me to understand how someone could think I should be killed for helping women get safe abortions.

I had a very severe gun shot wound to my left thigh. My thigh bone was fractured, large blood vessels severed, and a large amount of my thigh muscles destroyed. I almost died several times from blood loss and multiple other complications. After about two years of physical and emotional rehabilitation, with a great deal of support from my family and the medical community, I was able to resume work on a part-time basis. I was no longer able to deliver babies or perform major gynecological surgery. I had to take security measures, but I continued to work as a gynecologist, including providing abortion services. My life had changed, but my views on choice remained unchanged, and I was continuing to enjoy practicing medicine. I told people that I was shot in the thigh, not in my sense of humour.

Six years after the shooting, on July 11, 2000, shortly after entering the clinic where I had my private office, a young man approached me. There was nothing unusual about his appearance until he suddenly got a vicious look on his face, stabbed me in the left flank area and then ran away.

This could have been a lethal injury, but fortunately no vital organs were seriously involved, and after six days of hospital observation I was able to return home. The physical implications were minor, but the security implications were major. After two murder attempts, all my security advisors concurred that I was at increased risk for another attack.

My family and I had to have some serious discussions about my future. The National Abortion Federation provided me with a very experienced personal security consultant. He moved into our home and lived with us for three days, talked with us, assessed my personality, visited the places that I worked in and gave me security advice. In those three days, he got to know me well. After he finished his evaluation, when I was dropping him off at the airport, his departing words to me were "Gary, you have to go back to work."

About two months after the stabbing, I returned to the practise of medicine, but with added security measures. Since the year 2000, I have restricted my practise exclusively to abortion provision.

These acts of terrorist violence have affected virtually every aspect of my and my family's life. Our lives have changed forever. I must live with security measures that I never dreamed about when I was learning how to deliver babies.

Let me tell you about an abortion patient I looked after recently. She was 18 years old, and 18-19 weeks pregnant. She came from a very strict, religious family. She was an only daughter, and had several brothers. She was East Indian Hindu and her boyfriend was East Indian Muslim, which did not please her parents. She told me if her parents found out she was pregnant she would be disowned and kicked out of the family home. She also told me that her brothers would murder her boyfriend, and I believed her. About an hour after her operation I and my nurse saw her and her boyfriend walking out of the clinic hand in hand, and I said to my nurse, "Look at that. We saved two lives today."

I love my work. I get enormous personal and professional satisfaction out of helping people, and that includes providing safe, comfortable, abortions. The people that I work with are extraordinary, and we all feel that we are doing important work, making a real difference in peoples' lives.

I can take an anxious woman, who is in the biggest trouble she has ever experiences in her life, and by performing a five-minute operation, in comfort and dignity, I can give her back her life.

After an abortion operation, patients frequently say "Thank You Doctor." But abortion is the only operation I know of where they also sometimes say "Thank you for what you do."

I want to tell you one last story that I think epitomizes the satisfaction I get from my privileged work. Some years ago I spoke to a class of University of British Columbia medical students. As I left the classroom, a student followed me out. She said: "Dr. Romalis, you won't remember me, but you did an abortion on me in 1992. I am a secondyear medical student now, and if it weren't for you I wouldn't be here now.""

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband