Vesturfararnir

Ég hef verið örlítið slappur til heilsunnar undanfarna daga og eyddi því gærdeginum að miklu leyti í rúminu.

Til að stytta mér stundir ákvað ég að horfa á Vesturfarana, þætti Egils Helgasonar um byggðir Vestur Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum.

Horfði á alla 7 þættina nokkurn veginn í striklotu.

Það er skemmst frá því að segja að ég hafði verulega gaman af.  Þættirnir eru vel gerðir og skemmtilega framsettir.

Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað, er það ef til vill sá ofurþungi sem er á menningarlíf vesturfarana, en yfir hið efnahagslega er farið í fljótheitum.  Áhorfandinn er litlu nær um þá erfiðleika sem blöstu við bændum á Nýja Íslandi í upphafi.

Annað atriði sem mér þykir að hefði mátt minnast á, er Kinmount og sorgarsaga þeirra sem þangað fóru, áður en þeir komu til Manitoba.  Kinmount var nefnt einu sinni, í "Fjallkonuþættinum", en það var allt og sumt, í það minnsta að ég tók eftir.

Reyndar hefur mér oft verið sagt að Íslendingarnir sem fóru frá Kinmount, hafi lítið sem ekkert viljað tala um þá reynslu.  Þar létust margir tugir Íslendinga, að stórum hluta börn og voru skilin eftir í ómerktum gröfum.  Því er sagt að þeir hafi reynt að gleyma þeim kafla eins og auðið var.

AUT 0104AUT 0106

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú stendur þar minnismerki, sem fólk af Íslensku bergi brotið í Ontario, safnaði fyrir og reisti.  Ég birti hér örfáar myndir af því sem ég tók fyrir all nokrum árum.

AUT 0107AUT 0108

 

 

,

 

 

 

 

 

 

 

AUT 0109

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins kemur mér reyndar í huga, að Winnipeg Falcons, hefðu átt skilið að fá örlitla umfjöllun, þegar talað um um Íslendinga í Mantitoba.  Ef til vill verður minnst á þá í ókomnum þáttum.

En þessi atriði sem ég minnist á hér, sýna  hve mikil vöxtum og víðfeðm saga Íslendinga er í Vesturheimi, og auðvitað er það vonlaust að gera henni full skil í fáum þáttum.

Þau breyta því ekki heldur að ég naut þáttanna og hafði af þeim bæði gagn og gaman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband