Miklar breytingar í Breskum stjórnmálum

Það gengur mikið á í Breskum stjórnmálum þessa dagana.  Hver "skjálftinn" á fætur öðrum ríður yfir.  Skoskar kosningar, aukin heimastjórn Skota, þá þarf að sjálfsögðu að auka "sjálfstjórn" Englendinga.

Og svo er það uppgangur UKIP.

Það mátti reynar reikna með að þeir hlytu byr í seglin, eftir sigur í aukakosningum í Clacton.  En ég held að fáum hefði órað fyrir þeim tölum sem sjást í skoðanakönnunum nú.  Auðvitað er það gríðarlega mikilvægt að sýna að þeir geti unnið, til að sannfæra kjósendur um að atkvæðunum sé ekki kastað á glæ, en ég held að fáir hefðu reiknað með slíku fylgi.

Og raunar verður að teljast ólíklegt að flokkurinn nái að halda slíku fylgi fram að kosningunum 2015, því nú verður hart sótt að flokknum, úr öllum áttum, og frambjóðendur á hans vegum eru margir hverjir ekki sjóaðir, þannig að aukin hætta er á mistökum og óheppilegum "sándbætum".

Þó að vissulega sé langt til kosninga og í raun alltof snemmt að spá, myndi ég telja líklegra að UKIP myndi ná á bilinu 10 til 30 þingmönnum.  Þar spilar stóra rullu Breska kosningakerfið, sem veitir engin verðlaun fyrir að vera í öðru sæti í kjördæmum.

En UKIP og barátta flokksins hefur þegar haft mikil áhrif í Bretlandi.  Það má segja að þeir sem telji að núverandi samband landsins við Evrópusambandið gangi ekki upp, séu komnir í meirihluta í Breskum stjórnmálum.  En hvað róttækar breytingar þurfi, eru um skiptar skoðanir.  

Það má líka segja að yfirgnæfandi fjöldi Breta og Breskra stjórnmálamanna séu þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að setja einhverjar hömlur á fjölda innflytjenda til Bretlands, jafnt frá löndum innan "Sambandsins" og utan.  Meira að segja Verkamannaflokkurinn virðist að stórum hluta vera orðinn þeirrar skoðunar og hefur gagnrýnt Cameron fyrir slælega framgöngu í þeim málum.

Þegar krafist er endurskoðunar á einu af "fjórfrelsinu", er höggvið að grunni "Sambandsins" og því atriði hefur líklega aflað því mestra vinsælda, t.d. í austur og mið Evrópu.

Nigel Farage hefur sagt að hann muni ekki vilja vera í stjórn með Íhaldsflokknum, en að flokkurinn yrði reiðubúinn til verja minnihlutastjórn hans.  Skilyrði fyrir slíkum stuðningi yrði að þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Bretlands í "Sambandinu" yrði strax árið 2015.

Vonir Verkamannaflokksins um hreinan þingmeirihluta virðast fara æ minnkandi, og úrslitin í aukakosningum í "Heywood and Middleton", voru vissulega högg fyrir flokkinn og ekki síður Milliband, en þar "hékk" flokkurinn á þingsætinu með rétt ríflega 600 atkvæðum. 

Þar sýndi UKIP að það er langt í frá að flokkurinn taki eingöngu fylgi frá Íhaldsflokknum.

En það sem er ekki síður vert að taka eftir, eru aðrir flokkar.  Frjálslyndir demókratar eru í gríðarlegum vandræðum og eru nánast í "útrýmingarhættu".  En Græningjar sækja á, og sækja þá fylgi til Frjálslyndra og Verkamannaflokksins.  

Ekki má svo gleyma Skoska þjóðarflokknum, sem er gríðarsterkur á heimavelli og því má segja að flokkarnir, sem eitthvað kveður að,  séu orðnir 6 í Bretlandi. Bæði Græningjar og Skoski þjóðarflokkurinn, eru í harðri baráttu við Verkamannaflokkinn um atkvæði, ekki síst þeirra sem eru að yfirgefa Frjálslynda, þó að UKIP og Íhaldsflokkurinn nái eitthvað að blanda sér í þá baráttu.

Ef þessum smærri flokkum vex fiskur um hrygg, má sömuleiðis reikna með að krafan um hlutfallskosningar verði háværari.  

Þá mun líklega mörgum íhaldssömum Bretanum þykja nóg um.

 


mbl.is Breski sjálfstæðisflokkurinn með 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Það er ekki aðeins að málflutningur   Nigel Farage slær í gegn í Bretlandi.

 Áhrif hans innan landa ESB eru hreint ótrúleg. 

 Ræður hans á þingi ESB  þar sem hann lætur hellstu kanónur sambandssins heyra það með rökum sem eru einfaldlega rétt eru  víðfrægar.

 „ Þú tilkynnir þjóð að hún megi  ekki handa kosningar, fyr en hún hafi uppfylgt einhver skilyrði sem  þú setur. HVER HELDUR ÞÚ AÐ ÞÚ SÉRT“.!!

Svokallaðir „Öfgafokkar“ í mörgum löndum ESB  eru að sveigja af  kjánalegri leið rasismans og halla sér frekar að common sense rökum Nigel Farage. Hans rök falla mörg jafn vel að þeirra þjóðfélagi og Breta.

 Ambögurnar í regluverki  ESB eru einfaldlega svo himinhrópandi.

Snorri Hansson, 16.10.2014 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband