Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Drykkjuveisla í Langholtsskóla

„Ef það væri haldin drykkjuveisla  í Langholtsskóla í Reykjavík…með bjór og sterku áfengi  þar sem sýnt væri hvernig lítil börn bera sig að við drykkju og skólabekkjunum smalað inn, eða boðið inn skulum við segja, til að horfa á og drekka, hvað myndi gerast? Skólastjórinn rekinn, það yrði kallað á að hann yrði dæmdur og kennarastofan látin fara og skólinn væri tekinn fyrir í Kastljósþætti, eflaust, réttilega. Og það yrðu reistar kröfur á innanríkisráðherra. En ef þetta sama áfengi, ef að það yrði á boðstólum, segjum inn í barnaafmæli, finnst mönnum það vera allt í lagi?“

Um helgina virðist mikið hafa verið rætt um klám á Íslandi um nýliðna helgi.  Það er í sjálfu sér ágætt enda alltaf gott að ræða málin.  

Ég tók upphafstextann hér úr frétt og skipti út og aðlagaði textann þannig að hann fjallar um áfengi, en ekki klám.

Hvoru tveggja eru hlutir sem við flest viljum halda í burtu frá börnum og unglingum.

En það eitt að börn eða skólar séu notaðir í "dæmisögum", dugar auðvitað ekki til þess að við viljum banna hlutina alfarið.

Klám á ekkert erindi á skólasamkomur eða barnaherbergi.  Áfengineyslu á ekki að kenna í skólum eða viðhafa í barnaafmælum.  Um það eru líklega flestir sammála á einn eða annan veg.

En það þýðir ekki að það þurfi að banna klám eða áfengi.

Nú skilst mér að áfengisneysla á meðal Íslenskra unglinga fari minnkandi.  Þrátt fyrir að framboð og aðgengi að áfengi hafi aukist á Íslandi frá því að ég var unglingur, skilst mér að neysla þess á meðal unglinga hafi dregist saman.

Mér er einnig sagt að það sé að stærstum hluta að þakka samstilltu átaki foreldra og skóla, með stuðningi hins opinbera.

En samdrátturinn í unglingadrykkju er ekki að þakka því að hún hafi verið bönnuð.  Slíkt bann enda verið í gildi svo lengi sem elstu menn muna, en dugði lítt til.

Það er eðlilegt að sjálfsagt að innanríkisráðherra, eða aðrir sem láta sig málið varða berjist gegn klámi og láti vita af áhyggjum sínum varðarndi neyslu ungmenna á því.

Það er líka jákvætt að láta foreldrum í té upplýsingar um hvað þeir geti gert til að hindra aðgengi barna og unglinga að klámi (netsíur o.s.frv.).  Það má ímynda sér að haldnar verði kynningar og kennslutímar í notkun og uppsetningu slíkra sía og ótal margt má gera til að vekja athygli á málefninu.

Allsherjarbann með tilheyrandi ritskoðun, eftirlitsnefndum, stofum, og öðru slíku er gamaldags forsjárhyggja sem er ólíkleg til að skila tilætluðum árangri.

Ögmundur sagðist vilja að rætt yrði um málið.  Hingað til hefur mér sýnst hann eingöngu vilja tala um, hann hefur engan áhuga á því að hlusta.

 


Öruggt hjá Kristjáni

Ég held að flestir hafi búist við því að Kristján hefði góðan sigur, sem varð og raunin. 

Og eins og oft villl verða þegar barist er um 1. sæti, þá fer sá er halloka fer, langt niður listann.

Tryggvi Þór er vissulega umdeildur einstaklingur, en ég tel að ýmsu leyti verði eftirsjá af honum af þingi.  Það er full þörf á því að þar sitji einstaklingar sem hafa þekkingu og reynslu úr fjármálaheiminum.

En Sjálfstæðisflokksins bíður erfitt verkefni í Norðaustri.  Þar er virkilega þörf á því að vinna flokknum aukið fylgi.  Þar hefur fylgi flokksins gjarna verið lægst af kjördæmunum og því mikið verk að vinna.

En ég hygg að mörgu leyti verði NorðAustur kjördæmið það kjördæmi sem verði hvað skemmtilegast að fylgjast með í komandi kosningum.  

Þar verður án efa hart barist.

 


mbl.is Kristján Þór í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg úrslit

Mér sýnist vel hafa tekist til hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi að velja á lista þeirra fyrir komandi kosningar.

Listinn lítur ljómandi vel út og ætti að geta unnið góðan sigur í vor.

Þátttakan er ágæt og staða Ragnheiðar Elínar er sterk.  Sérstaka athygli hlýtur að vekja falla Árna Johnsen niður listann  og út af þingi.

Það tel ég góða niðurstöðu.


mbl.is Ragnheiður Elín í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar vilja ekki óbreytt samband

Ég hygg að það komi fáum á óvart að meirihluti Breta vilji út úr "Sambandinu" að óbreyttu.  Það hefur legið nokkuð ljóst fyrir að Bretar og "Sambandið" hafa ekki stefnt niður sama veginn upp á síðkastið.

Það þarf heldur ekki að koma sérlega á óvart að margir skuli vera hneykslaðir og ósáttir við að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið sérlega vinsælar hjá þeim sem hæst hafa um "lýðræðið" innan "Sambandsins".  Af einstak þjóðaratkvæðagreiðslum hafa þeir reyndar verið svo hrifnir af, að þeir létu endurtaka hana.

En það er eðilegt að margir séu efins um að lönd "Sambandsins" eigi aðeins , eina leið, eina stefnu, eina framtíð.

Það er einmitt þessi trú um að ein lausn henti öllum, að "one size fits all" sem er að miklu leyti undirrót að vandamálum og óánægju innan "Sambandsins".

Samt kunna flestir forystumenn "Sambandsins" engin ráð við þeim vandamálum og þeirri óánægju nema eitt, þeir boða meira af því sama.

Þeir boða meiri samruna, meiri miðstýringu, meiri einsleitni, meira "Samband".

"Evrópusambandsræða" Camerons kom þessum efasemdum Breta vel til skila, og ef marka má skoðanakannanir þá kom hann í orð efasemdum stórs hluta Breta, og líklega meirihluta ef marka má skoðanakannanir.

Aðrir hafa svo gagnrýnt Cameron úr hinni áttinni, ef svo má segja, fyrir að það sé alltof langur tími til fyrirhugaðra þjóðaratvæðagreiðslu og það skemmi fyrir Breskum efnahag með því að biðtíminn sé alltof langur.

Auðvitað er sitthvað til í því.  Það hefði verið gott að útkljá málið á skemmri tíma.  En stórt ríki eins og Bretland getur ekki breytt um stefnu í samskiptum við enn stærra samband ríkja á örskömmum tíma.

Það er að mörgu sem þarf að hyggja þegar breyta þarf um stefnu í stórum málum.

Fyrst koma Bretar til með að láta á það reyna hvort að möguleiki sé á því að það verði til möguleiki "minna" Evrópusambandi.  Síðan hvort að Bretar hafi áhuga á að vera í "Sambandinu".

Áður en til slíks kemur munu kjósendur dæma í kosningum hvort að þeir hafi áhuga fyrir því að Cameron eða Íhaldsflokkurinn verði áfram við stjórnvölinn í Bretlandi.

Í stórum málum sem "Sambandsaðild" (or reyndar "Sambandsumsókn") er eðlilegt og sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar ljóst er að meðal þjóðarinnar eru verulega skiptar skoðanir og óánægja með þróunina (hér má auðvitað nota tískuorðið ferlið).

Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast það.

 

 


mbl.is Meirihluti vill úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og "Sambandinu" gefið langt nef?

Fríverslunarsamningur við Kína getur án efa reynst Íslendingum hagstæður.

Þó að velmegun þar sé ekki almenn, er án efa góðir markaðir þar fyrir Íslenskar fiskafurðir og ýmislegt annað. Sivaxandi Kínversk millistétt með vaxandi kaupmátt er líkleg til að taka Íslenskum framleiðsluvörum vel.

Ekki þarf að efa að Svisslendingar hugsa sér sömuleiðis gott til glóðarinnar að geta hugsanlega skapað sér örlítið forskot á þessum vaxandi markaði, gegn sínum helstu samkeppnisþjóðum, s.s. Þýskalandi, Austurríki og Ítalíu, svo nokkur séu nefnd.

En það er nokkuð merkilegt að ríkisstjórn Íslands skuli vera að leggja mikla vinnu í að klára fríverslunarsamning við Kína, og enn ótrúlegra ef satt er að Jóhanna Sigurðardóttir fyrirhugi að skella sér til Kína til að undirrita samninginn.

Nú gera sér líklega flestir grein fyrir að slíkir samningar falla niður, ef svo færi að Ísland gengi í Evrópusambandið.  

Og sama ríkisstjórnin er að klára fríverslunarsamning við Kína og stendur í aðlögunarviðræðum "Sambandið".

Samt geta hvorutveggja ekki lifað.

Eru ríkisstjórnin að gefa "Sambandinu" langt nef?  Eða er hún að fifla Kína til að gera fríverslunarsamning sem ekki myndi endast nema í örstuttan tíma?

Ef til vill gerir hún sér grein fyrir því að "Sambandsumsóknin" er því sem næst dauð.  Ef til vill gerir hún sér grein fyrir því að líkurnar á því að samningur við "Sambandið" yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu eru hverfandi.

Því sé best að halda áfram með fríverslunarsamning við Kína.

En eins og oft áður er ekki hægt að segja að gjörðir ríkisstjórnarinnar séu alfarið í rökréttu samhengi.

 


mbl.is Kapphlaup um fríverslun við Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviss framtíð stjórnarskrárbreytinga

Ég fagna því vissulega að Björt framtíð hafi lýst því yfir að betra sé að vanda vinnubrögðin við stjórnarskrárbreytingar, en að keyra málið í gegn með offorsi.

Stjórnarskrárbreytingar eiga ekki að vinnast í ákvæðisvinnu, eða tímaþröng.

En tímasetining þessarar yfirlýsingar (sem ég hef ekk heyrt, en las um á Eyjunni) er nokkuð merkileg að mínu mati.  Það er engu líkara en Bjartri framtíð hafi verið falið að slá botninn í málið.  Þó var flestum ljlóst að málið var löngu fallið á tíma, meira að segja Jóhanna gerði sér grein fyrir því.

Það hefði hins vegar verið erfitt fyrir stjórnarflokkana að viðurkenna að þeir gæfust upp með málið.

Ef til vill hefur þeim þótt betra að "átsorsa" dánartílkynninguna til Bjartrar framtíðar.

Spurningin hlýtur að vera hvort að ríkisstjórnin láti sér þar með segjast í málinu, eða reyni að láta reyna á hvort þingmeirihluti sé fyrir málinu?

Ríkisstjórnin hefur að mig minnir 30 stuðningsmenn á þingi, og þarf því ekki nema 2. til viðbótar til að koma málum í gegn.

En auðvitað á ekki að keyra stjórnarskrárbreytingar með naumum meirihluta, þó að ríkisstjórnin hafi látið eins og  ekkert væri eðilegra.

Flestir hafa gert sér grein fyrir því að sjtórnarkrárbreytingartillögur stjórnlagaráðs, biðu skipbrot fyirr löngu síðan.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna gat hins vegar ekki viðurkennt það, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum.

Ef til vill fer best á því að Guðmundur Steingrímsson og Robert Marshall kasti rekunum yfir stjórnarskrárbreytingar á þessu kjörtímabili.  

Það gefur þó að minnsta kosti örlitla von um að horfur séu á betri tíð.

 

 


Eyðingarafl atvinnuleysis

Það er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem meira en fjórði hver vinnufær einstaklingur er án atvinnu.

En Spánverjar þurfa ekki að ímynda sér neitt í þeim efnum, þeir búa í slíku samfélagi.  Samfélagi þar sem um 60% ungs fólks er án atvinnu og þeim heimilum fjölgar dag frá degi, þar sem enginn hefur vinnu.

Atvinnuleysi eykst mánuð eftir mánuð, þrátt fyrir að stórir hópar flytji frá landinu.  Ráðamenn kunna engin ráð, en boða meira af því sama.

Svona fer fyrir þjóðum sem hafa misst samkeppnishæfi sitt.

Þar sem gjaldmiðillinn endurspeglar efnahagslegan raunveruleika - í öðrum löndum.

Þar sem innlend fyrirtæki verða ekki samkeppnishæf við erlend.

Þegar land hefur að mestu leyti Þýskan gjaldmiðil, en Spænskan efnahag.

Þá kemur atvinnuleysið eins og nótt fylgir degi, eftirspurnin dregst saman og fátt er til ráða, nema að lækka launin, draga úr réttindum, hækka skatta, skera niður ríkisútgjöldin.

Launin lækka, húsnæðiverð hrynur, bætur eru skertar, atvinnuleysi eykst,  en gjaldmiðillinn stendur nokkuð keikur vegna þess að önnur ríki leyfa honum ekki að falla.

Ekki vegna þess að önnur ríki gætu ekki unnt Spænskum gjaldmiðli að falla, en þau mega ekki við að styrkja útflutningsstöðu Þýskalands.

Fyrir þá sem eiga gnógt í handraðanum er það auðvitað gott, þeir flytja fé sitt úr landi, opna reikninga í Sviss og kaupa fasteignir í Þýskalandi.

Svissneski seðlabankinn tekur svo euroin sem koma frá "Suðurríkjunum" og kaupir fyrir þau erlend ríkisskuldabréf, að stórum hluta Bresk og Þýsk.

En atvinnuleysið eykst enn.  Þess vegna undirbýr Rauði krossinn stórfellda aðstoð í Suður-Evrópu.  Ekki veitir af, því ef spár um hækkandi matvælaverð ganga eftir er hætt við að þrýstingurinn aukist og örbirgðin magnist.


mbl.is Sex milljónir án atvinnu á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að framselja ekki strandríkisréttinn

Nú þegar ég sá þessa frétt, dreif ég mig á vef BBC og hlustaði á viðtalið við Steingrím J.

Og það verður hver að eiga það sem hann á.  Í þessu viðtali Steingrímur stóð sig vel.  Hann varði málstað Íslands af hörku, en hélt ró sinni og svaraði spurningum ákveðið, en af fullri kurteisi.

Steingrímur féll ekki í þá gryfju, eins og Össur Skarphéðinsson, að kenna Norðmönnum einum um vandræðin í samningaviðræðum.  Steingrímur benti réttilega á  að vandræðin væru ekki Íslendingum og Færeyjingum að kenna, heldur ekki síður þeirri ákvörðun "Sambandsins" og Norðmanna að taka sér 90% af kvótanum.

Steingrímur kom réttilega að þeim rétti Íslands sem strandríkis, að veiða úr stofnum sem koma inn í lögsöguna og nýta sér æti sem þar finnst, í samkeppni við aðra stofna.

Það mátti vel brosa út í annað að heyra Steingrím fara í smiðju Miltons Friedman og segja að makríllinn (eða í raun "Sambandið" og Norðmenn) fengi ekki ókeypis hádegisverð á Íslandsmiðum.

Það er í raun með eindæmum að sá hinn sami Steingrímur og talaði í þessu viðtali, skuli hafa látið hafa sig út í það að standa í vriðræðum við Evrópusambandð, þar sem þessi réttur strandríkisins Íslands skuli framseldur.

Það er nákvæmlega það sem má aldrei gerast.

Það þarf ekkert að velkjast í vafa hvernig þetta deilumál hefði verið höndlað, hefði Ísland þegar verið aðili að "Sambandinu".

Íslendingar ættu ekki að hundsa þessa aðvörun sem makríllinn sendir þeim.


mbl.is „Makríllinn fær ekki ókeypis hádegisverð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin óviljuga umsóknarþjóð

Það er auðvitað rétt hjá Monti (hljómar ekki vel á Íslenskunni) að óviljug ríki ætti ekki að vera í "Sambandinu".

Það liggur þá líklega í hlutarins eðli að þjóðir sem ekki vilja vera í "Sambandinu" ættu ekki að sækja um aðild.

Sú er staðan á Íslandi nú um stundir, ef marka má skoðanakannanir.  Meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í Evrópusambandið.

Enn blasir við sú reginskyssa sem Samfylkingin og Vinstri græn, með fulltyngi Guðmdundar Steingrímssonar og Sivjar Friðleifsdóttur, gerði þegar neitað var að samþykkja tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina.

Ríkisstjórnin hafði ekki nægt pólítískt hugrekki til að leggja málið í dóm kjósenda.

Ríkisstjórnin hafnaði að byggja sátt um málið og setja það í dóm kjósenda.

Þess vegna er Ísland með aðildarumsókn í gangi sem engin sátt ríkir um.  

Meirihluti í skoðanakönnunum vill draga umsóknina til baka eða gera hlé á henni uns kjósendur hafa verið spurðir.

Þess vegna er eðilegt að setja umsóknina á "'is" og hefja ekki aftur fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslus.

Óviljugir kjósendur eiga ekki að þurfa að sætta sig við að "viljug" ríkisstjórn hafi leitt þá í aðlögunarviðræður við Evrópusambandið.


mbl.is Engar óviljugar þjóðir í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara eða vera. Bretland og "Sambandið".

 Mikið er nú rætt um "Evrópusambandsræðu" Camerons, forsætisráðherra Breta.  Eins og eðlilegt er í tilviki sem þessu eru skoðanir afar skiptar um ágæti innihalds ræðunnar.

En það er ljóst að ræðan hefur tryggt að gríðarleg umræða mun fara fram um kosti og galla "Sambandsaðildar" Breta, fram að næstu kosningum.   Ekki er ólíklegt að aðildin verði eitt af aðal málum þeirra kosninga.

Cameron er í erfiðri aðstöðu, sótt er að honum úr báðum áttum og Evrópusambandið virðist á vegferð sem er Bretum þvert um geð.  Ég held að þeir séu fáir Bretarnir sem hafa áhuga á því að framselja meira vald til "Brussel".  þeir vilja þvert á móti endurheimta vald á fjölmörgum sviðum.

Þeir vilja hins vegar vera aðilar að fríverslun innan "Sambandsins".

Hvort að það næst að samræma þessi sjónarmið er allsendis óvíst og ljóst að brottfar Bretlands úr "Sambandinu" er komin á dagskrá og í umræðuna miðja.

Einhverra hluta vegna kom mér í hug gamla góða Clash lagið, "Should I Stay, or Should I Go", þegar ég var að velta þessu fyrir mér.

Sérstaklega línan:  If I go it will be trouble, and if I stay it will be double.

En hér að neðan er myndband af þessu Clash lagi, og svo "autotune" myndband af Tony Blair, flytja sama lag.  Neðst er svo textinn.

 

 

 

 

 

 

 

Darling you gotta let me know
Should I stay or should I go?
If you say that you are mine
I'll be here til the end of time
So you got to let know
Should I stay or should I go?

Always tease tease tease
You're happy when I'm on my knees
One day is fine, next is black
So if you want me off your back
Well come on and let me know
Should I stay or should I go?

Should I stay or should I go now?
Should I stay or should I go now?
If I go there will be trouble
An if I stay it will be double
So come on and let me know

This indecisions bugging me
If you don't want me, set me free
Exactly whom I'm supposed to be
Don't you know which clothes even fit me?
Come on and let me know
Should I cool it or should I blow?

Should I stay or should I go now?
If I go there will be trouble
And if I stay it will be double
So you gotta let me know
Should I stay or should I go?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband