Hin óviljuga umsóknarþjóð

Það er auðvitað rétt hjá Monti (hljómar ekki vel á Íslenskunni) að óviljug ríki ætti ekki að vera í "Sambandinu".

Það liggur þá líklega í hlutarins eðli að þjóðir sem ekki vilja vera í "Sambandinu" ættu ekki að sækja um aðild.

Sú er staðan á Íslandi nú um stundir, ef marka má skoðanakannanir.  Meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í Evrópusambandið.

Enn blasir við sú reginskyssa sem Samfylkingin og Vinstri græn, með fulltyngi Guðmdundar Steingrímssonar og Sivjar Friðleifsdóttur, gerði þegar neitað var að samþykkja tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina.

Ríkisstjórnin hafði ekki nægt pólítískt hugrekki til að leggja málið í dóm kjósenda.

Ríkisstjórnin hafnaði að byggja sátt um málið og setja það í dóm kjósenda.

Þess vegna er Ísland með aðildarumsókn í gangi sem engin sátt ríkir um.  

Meirihluti í skoðanakönnunum vill draga umsóknina til baka eða gera hlé á henni uns kjósendur hafa verið spurðir.

Þess vegna er eðilegt að setja umsóknina á "'is" og hefja ekki aftur fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslus.

Óviljugir kjósendur eiga ekki að þurfa að sætta sig við að "viljug" ríkisstjórn hafi leitt þá í aðlögunarviðræður við Evrópusambandið.


mbl.is Engar óviljugar þjóðir í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála og það grátlegasta við þetta er að ESBsinnar snúa öllu á haus og reyna að segja fólki að andstæðingar innlimunarinnar þori ekki með málið í dóm þjóðarinnar, þegar það eru greinilega þeir sjálfir sem eru dauðahræddir við þau úrslit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2013 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband