Öruggt hjá Kristjáni

Ég held að flestir hafi búist við því að Kristján hefði góðan sigur, sem varð og raunin. 

Og eins og oft villl verða þegar barist er um 1. sæti, þá fer sá er halloka fer, langt niður listann.

Tryggvi Þór er vissulega umdeildur einstaklingur, en ég tel að ýmsu leyti verði eftirsjá af honum af þingi.  Það er full þörf á því að þar sitji einstaklingar sem hafa þekkingu og reynslu úr fjármálaheiminum.

En Sjálfstæðisflokksins bíður erfitt verkefni í Norðaustri.  Þar er virkilega þörf á því að vinna flokknum aukið fylgi.  Þar hefur fylgi flokksins gjarna verið lægst af kjördæmunum og því mikið verk að vinna.

En ég hygg að mörgu leyti verði NorðAustur kjördæmið það kjördæmi sem verði hvað skemmtilegast að fylgjast með í komandi kosningum.  

Þar verður án efa hart barist.

 


mbl.is Kristján Þór í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband