Bretar vilja ekki óbreytt samband

Ég hygg að það komi fáum á óvart að meirihluti Breta vilji út úr "Sambandinu" að óbreyttu.  Það hefur legið nokkuð ljóst fyrir að Bretar og "Sambandið" hafa ekki stefnt niður sama veginn upp á síðkastið.

Það þarf heldur ekki að koma sérlega á óvart að margir skuli vera hneykslaðir og ósáttir við að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið sérlega vinsælar hjá þeim sem hæst hafa um "lýðræðið" innan "Sambandsins".  Af einstak þjóðaratkvæðagreiðslum hafa þeir reyndar verið svo hrifnir af, að þeir létu endurtaka hana.

En það er eðilegt að margir séu efins um að lönd "Sambandsins" eigi aðeins , eina leið, eina stefnu, eina framtíð.

Það er einmitt þessi trú um að ein lausn henti öllum, að "one size fits all" sem er að miklu leyti undirrót að vandamálum og óánægju innan "Sambandsins".

Samt kunna flestir forystumenn "Sambandsins" engin ráð við þeim vandamálum og þeirri óánægju nema eitt, þeir boða meira af því sama.

Þeir boða meiri samruna, meiri miðstýringu, meiri einsleitni, meira "Samband".

"Evrópusambandsræða" Camerons kom þessum efasemdum Breta vel til skila, og ef marka má skoðanakannanir þá kom hann í orð efasemdum stórs hluta Breta, og líklega meirihluta ef marka má skoðanakannanir.

Aðrir hafa svo gagnrýnt Cameron úr hinni áttinni, ef svo má segja, fyrir að það sé alltof langur tími til fyrirhugaðra þjóðaratvæðagreiðslu og það skemmi fyrir Breskum efnahag með því að biðtíminn sé alltof langur.

Auðvitað er sitthvað til í því.  Það hefði verið gott að útkljá málið á skemmri tíma.  En stórt ríki eins og Bretland getur ekki breytt um stefnu í samskiptum við enn stærra samband ríkja á örskömmum tíma.

Það er að mörgu sem þarf að hyggja þegar breyta þarf um stefnu í stórum málum.

Fyrst koma Bretar til með að láta á það reyna hvort að möguleiki sé á því að það verði til möguleiki "minna" Evrópusambandi.  Síðan hvort að Bretar hafi áhuga á að vera í "Sambandinu".

Áður en til slíks kemur munu kjósendur dæma í kosningum hvort að þeir hafi áhuga fyrir því að Cameron eða Íhaldsflokkurinn verði áfram við stjórnvölinn í Bretlandi.

Í stórum málum sem "Sambandsaðild" (or reyndar "Sambandsumsókn") er eðlilegt og sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar ljóst er að meðal þjóðarinnar eru verulega skiptar skoðanir og óánægja með þróunina (hér má auðvitað nota tískuorðið ferlið).

Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast það.

 

 


mbl.is Meirihluti vill úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Sá einhverstaðar nefnt að þetta væri eiginlega non-issue í Bretlandi og alveg greinilega ekkert annað en taktík hjá Cameron til að friða einhverja óróleikadeild í eigin flokki - einmitt þess vegna er þetta sett með löööngum fyrirvara þannig að smám saman mun þetta deyja út. Líklega er flestum Bretum sléttsama hvort þeir eru í ESB eða ekki, svo lengi sem þeir halda sínu pundi.

Kristján G. Arngrímsson, 27.1.2013 kl. 20:14

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þveröfugt við það sem ég hef heyrt og lesið. 

Hins vegar er þetta ábyggilega ekki jafn heitt mál hjá hinum almenna borgara og væri og er upp á Íslandi.

Almenn þátttaka í sjtórnmálum og stjórnmálaumræðum er enda víðast um lönd miklu minni en á Íslandi og endurspeglast oft í kosningaþátttöku.

Íslendingar hafa hins vegar almennt mætt vel á kjörstað ef þeim finnst málið skipta máli, eins og t.d. í alþingiskosningum, og eru nokk óhræddir við að tjá sig.

Aðalspurningin er hvort að Cameron verði yfirhöfuð í aðstöðu til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir næstu þingkosningar.  Hann gæti allt eins verið á útleið úr stjórnmálum þá.

Þetta tryggir hins vegar að ESB verður fyrirferðarmikið í kosningabaráttunni og gæti skillað Íhaldsflokknum auknu fylgi.

Þó ekki væri nema að eitthvað af fylgismönnum UKIP skilaði sér heim, en ellla er líklegast að atkvæði þ.eirra féllu dauð, eða jafnvel felldu Íhaldsmenn.

En stórar breytingar eins og þessar verða auðvitað að vinnast á löngum tíma, annað er órökrétt.

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2013 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband