Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
4.2.2012 | 13:22
Hinir ósnertanlegu
Ég ætla ekki, í það minnst kosti að sinna, að fjalla um tap launþega í Íslenska lífeyrissjóðakerfinu. Þó að ég eigi inneign þar þá er það ekki sem ég ætla að fjalla um hér.
Reyndar á ég lifeyrir á 3. stöðum að mig minnir, 2. almennum lífeyrissjóðum og svo séreignasparnað hjá Kaupþingi/Arion banka. Það er ef til vill lýsandi dæmi fyrir ástandið, að "bankakerfið" sem allir á Íslandi elska að hata og tala um eins annar hvor starfsmaður sé glæpamaður, sýnist mér að fljótt athuguðu máli, sé að skila mér mun betri ávöxtun en almenna lifeyriskerfið.
En það sem ég ætlaði að minnast á hér er aðkoma launþega að sjóðunum, skyldi ekki vera tími til kominn að breyta henni. Eina aðkoma launþega að sjóðunum er að leggja til peningana, eins og staðan er í dag.
Þeim kemur ekki vð hverjir eru í stjórn, þeir hafa ekkert um það að segja hvernig peningarnir þeirra eru fjárfestir.
Bankinn, þar sem ég geymi þó peningana mína af fúsum og frjálsum vilja, býður þó upp á mismunandi leiðir og býður þeim sem vija að kjósa sér "áhættuflokk" og færa peningana úr einum í annan ef svo ber undir.
Er ekki tími til kominn að almennu lífeyrissjóðirnir stígi inn í nútímann, leyfi eigendum sínum að velja stjórn og bjóði hugsanlega upp á fleiri en eina ávöxtunarleið?
Hér í Kanada stjórnum við hjónin okkar eigin lífeyrissjóði. Framlagið er ekki skyldubundið, en leyfilegt er að að leggja ákveðinn hluta tekna sinna inn á sérstaka reikninga og fresta skattlagningu þess fés. Síðan þarf að ákveða hvernig best er að reyna að ávaxta peningana. Hvað hátt hlutfall fer er lagt inn á verðtryggða reikninga, hvað er best að setja í sjóði sem kaupa mest megnis ríkisskuldabréf, hvað fer í Kanadíska verðbréfasjóði, hvað í sjóði sem fjárfesta í Asíu eða Evrópu o.s.frv.
Í fyrstu óx þetta okkur nokkuð í augum, en það tók ekki mjög langan tíma að ná þokkalegum tökum á þessu, vissulega hefur ekki allt legið þráðbeint upp á við, en til lengri tíma litið hefur þetta verið ásættanlegt. Hluti af ávinningnum er einnig sá að þetta fékk okkur til að setjast niður, virkilega hugsa um eigin fjármál í lengri tíma samhengi og krafðist þess að við settum okkur inn í málin.
Það er líka hægt að velja auðveldu leiðina og velja "blindan" sjóð. Það er enda sjálfsagt og eðlilegt, en mestu máli skiptir að valið sé fyrir hendi.
Að lokum má geta þess að þegar við keyptum okkur hús, áttu við rétt á því að taka ákveðna upphæð út úr lífeyrisjóðnum okkar. Það var lán sem við veittum sjálfum okkur, og þurfum að greiða það til baka vaxtalaust á 15 árum. Þetta eru jú peningarnir okkar, og gjarna er litið á hér í Kanada að húseign sé partur af lífeyrisjóð viðkomandi.
P.S. Þetta er ekki algilt kerfi hér í Kanada, enda fara lífeyrisjóðsmál mikið eftir því hjá hverjum viðkomandi vinnur, ríkinu, stórum fyrirtækjum eða t.d. á eigin vegum. Kanadíska ríkið borgar út lágmarkslífeyri, en byggir á "gegnumstreymi".
Gagnrýna náið samband við Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2012 | 19:14
Selur til Kína?
Íslendingar og Kanadamenn eiga það sameiginlegt að eiga langa strandlengju og nýta auðlindir sjávar. Þeir eiga það sömuleiðis sameiginlegt að vilja nýta sumar af þeim auðlindum sjávar sem ekki er samkomulag um að skuli nýttar.
Í tilfelli Íslendinga er um að ræða hvalveiðar, en hér í Kanada eru það selveiðar. Nýting beggja þessara auðlinda er litin hornauga af mörgum ríkjum.
Flestir vita líklega hvaða takmörkunum verslun með hvalaafurðir eru háð og æ fleir ríki hafa bannað sölu selaafurða, t.d. Evrópusambandið og nú síðast Rússland.
En Kanadíska ríkisstjórnin gefst ekki upp. Hún hefur nú tilkynnt að samningur um sölu á selafurðum verði sett í forgang í væntanlegri heimsókn Harpers forsætisráðherra, til Kína á næstunni.
Samningur náðist við Kínverja um innflutning á selaafurðum á síðasta ári, en hefur aldrei hlotið staðfestingum.
Selveiðar Kanadamanna eru ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var, en eru ennþá heitt pólítískt deiluefni.
Þannig var ekki nema u.þ.b. 10% af kvótanum veiddur á síðasta ári og tekjurnar numu aðeins 745.000 dollurum eða svo. Kanadastjórn telur sel ekki í útrýmingarhættu og bendir á að stofntölur séu með þem hæstu frá 1950.
Upplýsingar byggðar á frétt Globe and Mail.
3.2.2012 | 15:23
Flugvöllur og sjúkrahús
Ég hef enga sérstaka skoðun á því hvort að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera á sínum stað eða verði lagður niður. Ég skil þó mjög vel að stjórnendur Reykjavíkurborgar horfi á landið undir flugvöllinn og sjái þar ákjósanlegt byggingarland.
En á sama tíma er verið að tala um að byggja upp "þjóðarsjúkrahús" Íslendinga nærri flugvellinum. Það er yfirleitt talið staðsetningunni til tekna að vera nálægt flugvellinum, enda eigi sjúkrahúsið að þjóna landinu öllu og sjúkraflug vissulega mikilvægur þáttur í þeirri þjónustu. Sömuleiðis eru þeir margir sem amast við fyrirhugaðri byggingu sjúkrahússins og telja það alltof mikla landnýtingu o.s.frv.
Ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður, get ég ekki séð annað en að innanlandsflug flytjist til Keflavíkurflugvallar. Vissulega er hægt að tala um að byggja nýjan flugvöll einhversstaðar á heiðum, en ég sé það ekki gerast í því árferði sem er nú, eða fyrirsjáanlegt á næstu árum.
Liggur þá ekki í augum uppi að einfaldast sé að byggja upp hið nýja "þjóðarsjúkrahús" við Keflavíkurflugvöll? Þar er nóg landrými og líkast til ódýrara en í Reykjavík, þar er góður flugvöllur (sem yrði þá í framtíðinni aðal flugvöllur bæði innanlands og flugs til útlands (sem býður upp á bættar tengingar, bæði fyrir Íslendinga og ferðamenn), samgöngur hafa verið bættar þangað mikið á undanförnum árum og byggingin yrði líklega í góðri sátt við heimamenn.
Læknadeild Háskóla Íslands yrði sömuleiðis flutt til Keflavíkur.
Bráðamóttaka yrði enn starfækt í Reykjavík.
Er ekki einstakt tækifæri til að vinna að þessum breytingum nú, þegar hópar Reykvíkinga vilja flugvöllinn í burtu og ekki að nýr "þjóðarspítali" verði byggður á þeim stað sem fyrirhugað er?
Svona má slá margar flugur í einu höggi og enn ein flugan sem hugsanlega félli, væri sú staðreynd að líklega yrði rafmagnslest mun áhugaverðari kostur, þegar kominn væri svona stór vinnustaður á Suðurnesin. En ýmsir hafa verið önnum kafnir við að reikna lest í "þjóðhagslega hagkvæma" niðurstöðu annað slagið undan farin ár.
Væri það ekki snilldarlausn fyrir Reykvíkinga að losna við á einu bretti bæði flugvöll og sjúkrahús sem mæta andstöðu? Og ef það yrði nú til þess að alvöru lest færi loksins að ganga á Íslandi, hvað væri þá hægt að fara fram á meira?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2012 | 05:14
Grikkland - Veðsett frelsi, lýðræði og þjóðleg reisn
Þó að sumir Íslenskir prestar kunni best við það að fá engar fréttir og trúa þá því að allt sé í besta lagi, á það sama ekki við starfsbræður þeirra í Grikklandi. Þar hefur kirkjan ennþá býsna stórt hlutverk í samfélaginu og henni er hætt að standa á sama á hvaða braut Grikkland er.
Gríski biskupinn, tók það fáheyrða skref að rita forsætisráðherra landsins og hvatti hann til að hugsa sig um áður en haldið væri lengra á braut niðurskurðar. Biskupinn lýsir yfir efsemdum um veru "þríeykisins" í landinu og meiri inntöku af því "banvæna meðali" sem það hefur skrifað upp á fyrir Grikkland.
Biskupinn talar um ógnvænlega aukningu sjálfsvíga, heimiisleysis, atvinnuleysis og örvæntingarfullrar aðstöðu vaxandi fjölda Grikkja, sem geti leitt til hættulegrar stöðu í Grísku samfélagi.
Biskupinn talar um að nú séu uppi kröfur um enn harðari, sársaukafyllri og ósanngjarnari aðgerðir, í anda áhrifalítilla og árangurslítlla aðgerða að undanförnu.
Að uppi séu kröfur um enn stærri skammt af meðali sem hafi sýnt sig að vera banvænt. Að uppi séu kröfur um skuldbindingar sem leysi ekki vandamálið, heldur slái aðeins á frest fyrirsögðum dauða Gríska hagkerfisins. Á meðan sé fullveldi landsins tekið sem veð.
Þeir hafa veðsett auð landsins, en einnig þann auð sem við gátum náð af landi og legi. Þeir hafa tekið að veði frelsi, lýðræði og þjóðlega reisn.
Enn hvaða áhrif þetta bréf biskupsins hefur, er ekki gott að segja, líklega lítil þó. En ástandið í Grikklandi virðist vera afar erfitt og eldfimt. Þó að fréttir af daglegu lífi í Grikklandi séu ekki margar, þá eru þær fáu sem ég hef séði ekki uppörvandi.
Grikkland virðist vera orðið að þriðjaheimslandi í mörgum skilningi.
Fréttir tala um að foreldrar yfirgefi börn sín, skilji þau eftir í umsjá hjálparstofnana vegna þess að þeir treysta sér ekki til þess að sjá þeim farborða, heimilisleysi fer vaxandi og æ fleiri treysta á "súpueldhús" til að fá næringu. Hjálparsamtökin Læknar án landamæra veita æ fleiri Grikkjum heilbrigðisþjónustu og hafa hafið matvæladreifingu. Matarmiðum er dreift í skólum til berjast á móti vannæringu. Dæmi eru um að liðið hafi yfir börn í kennslustundum vegna næringarskorts.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana, lét þau orð falla á Davos ráðstefnunni, að fólk væri reiðubúið til að færa fórnir, en það væri ekki reiðubúið til að láta fórna sér. Það er þó líklega nákvæmlega þannig sem stórum hluta Grikkja líður.
Grikkland er fast í vítahring euros og niðurskurðar, spírallinn hefur aðeins legið niður á við.
Nú aukast vonir um að samningar náist við lánadrottna í einkageiranum og Grikkir vonast eftir því að Seðalabanki Evrópusambandsins opni á þann möguleika að gefa eftir einhvern hluta þeirra skuldabréfa sem hann á. En enn er of snemmt að segja um hvernig viðræðurnar fara.
3.2.2012 | 03:31
Heimsókn í musterið er aldrei án tilgangs
Angela Merkel fór til Kína að reyna að afla stuðnings við ýmis málefni. Hæst ber vissulega vandræðin á eurosvæðinu, en Íran hefur líklega einnig verið frekar ofarlega á dagskránni. Kína er stærsti kaupandi oliu frá Íran og hefur því umtalsverð áhrif þar. Þeir eru á móti viðskiptaþvingunum gegn Írönum, en gætu vissulega lagt áhrif sín á vogarskálarnar.
En mál málanna er fé, það vilja allir fá Kínverskt fé, nema Íslendingar sem hafa á því illan bifur.
En það er talað um að Merkel sé aðeins fyrsti af mörgum leiðtogum "Sambands" ríkja sem komi til með að heimsækja Kína á næstu vikum. Rompuy og Barroso munu væntanlegir fljótlega og hugsanlega fleiri. Það er ekki víða í heiminum sem er að finna jafn mörg bretti af peningum sem eru ekki í notkun.
En "vinátta" er ekki einstefnubraut og bretti af peningum fást ekki að láni án endurgjalds, og þá er ekki einvörðungu verið að tala um vexti. Þegar er farið að tala um aukið samstarf Evrópusambandsins og Kína í geimvísinindum, enda mörg "Sambandsríkin" ekki með mikið handbært fé að leggja í slíkan íðnað nú um stundir. Sömuleiðis er talað um að Kína hefði áhuga á að vopnasölubanni til landsins yrði aflétt. Hvort af verður er erfitt að spá um, en slík aflétting hefði næsta víst ekki neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð Þjóðverja. Einhverjum kynni ef til vill að bregða við að sjá Þýska "kattarskriðdreka" á torgi Hins Himneska Friðar, en sjálfsagt má venjast því eins og öðru.
Kínverski stjórnmálaskýrandinn Ouyang Shi skrifaði í grein í China Daily um heimsókn Merkel, undir fyrirsögninni: Friendship is a two-way street, og sagði meðal annars, "one does not visit the temple for nothing", sem mun vara gamalt Kínverskt spakmæli og ég gerði að fyrirsögn þessarar færslu.
Ouyngs Shi sagði ennfremur:
According to European media, if China pledged to keep buying European bonds, this would give the eurozone an important lifeline. Europe also hoped to see more Chinese investment to help create jobs and boost economic growth.
In fact, China has never stopped giving Europe help when it was in difficulties. The greatest help China gives to Europe is its political support. While a lot of countries and institutions were talking down Europe, China did not join the chorus, but rather "lonely" conveyed its confidence in the euro and the European integration. At such a critical juncture, confidence in Europe is more valuable than gold.
En heimurinn er "tengdari" en nokkru sinni fyrr, allir þurfa á öllum að halda. Talið er að 1/4 gjaldeyrisvaraforða Kínverja sé í euroum. Evrópusambandið er stærsti einstaki markaður Kínverja. Þeir eiga því umtalsverðra hagsmuna að gæta að euroið sé þokkalega sterkt og kaupgeta haldist sterk í "Sambandslöndunum". En pólítíkin spilar stórt hlutverk, og peningarnir gefa pólítískt vald.
P.S Myndin er fengin að "láni" frá vefsvæði Global Times www.globaltimes.cn
2.2.2012 | 14:51
Sérfræðingar um framtíð eurosins: Það hefur enga
Á vefsvæði Breska blaðsins The Independent má í dag finna stutt álit ýmissa hagfræðinga og stjórnmálamanna um framtíð eurosins, undir fyrirsögninni: The experts' view on the euro's future: it doesn't have one (Ég Íslenskaði hana og notaði sem fyrirsögn).
Álitin eru fengin úr greinum og viðtölum sem finna má í blaðinu (en ég gat ekki fundið á vefsvæðinu) við þekkta hagfræðinga og stjórnmálamenn. Flestir þeirra voru svartsýnir á framtíð eurosvæðisins, þó að þeir telji að Grikklandskrísan verði því ekki að falli. Þeir virðast telja hinn nýja "Mánudagssáttmála" (EFC - European Fiscal Compact) "Sambandsins" illframkvæmanlegan. Þeir tala um of harðan niðurskurð, sem hamli vexti og ekkert hafi verið gert til að leysa jafnvægis og samkeppnisvanda innan myntbandalagsins.
Til lengri tíma litið sáu "sérfræðingarnir" fyrir sér minna eurosvæði með Þýskaland sem miðpunkt, en lönd eins og Grikkland, Portúgal, Ítalíu og Írland utan við.
Eina sterka rödd bjartsýni úr hópi álitsgjafanna kom frá Olli Rehn, eurokommissar "Sambandsins", það kemur ef til vill lítið á óvart.
En hér koma stutt sýnishorn úr því sem haft er eftir "sérfræðingunum":
The euro zone is a slow-motion train wreck. Not only Greece, other countries as well are insolvent. Theres a 50 per cent probability that over the next three to five years the euro zone will break up. Not all the members are able to stay. Greece and maybe Portugal may exit the euro zone - Greece within the next 12 months. Portugal may take a while longer. This doesnt look like a G20 world it looks like a G-Zero world because there is no agreement on global imbalances, how to change the international monetary system, international trade, banking regulation, on all the fundamental issues.
Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði, a.k.a. Dr. Doom, a.k.a. Permabear
The fundamental problem that has not been addressed is that there is no growth plan for Greece. Even if you give them a new loan they have no means of paying it back. The markets seem to have priced in an orderly default.
Danny Blanchflower, prófessor í hagfræði
The euro cannot survive in its current format. That either means a collapse is inevitable or there needs to be rapid moves to political union. The way I would characterise it is: who tires first? Does the periphery tire of austerity? Does the market tire of buying the debt and demand much higher interest rates? Do the core tire of providing assistance? I think the euro is fundamentally flawed. Normally good economics is good politics. Good politics is not always good economics. And the euro has been driven by politics from the very beginning. Therefore for the euro to survive it needs the politics to really change. But if its left to the economics then the euro will collapse.
Gerard Lyons, hagfræðingur
In my view in the short term there is the political will to get over the current Greek crisis and the amount of money that the ECB has made available to European banks is helping to avoid another credit crisis.
"But the question is what happens later. What people have not realised is that the underlying debt levels of Greece, Italy, Portugal, Spain and Ireland are still too high to be sustainable. This means the pressure wont go away and that will be the make or break of the euro project.
"I also dont think that the fiscal compact will work at all. The EU, led by Germany, says it will be imposing all sorts of restrictions on what is being spent by eurozone countries but that creates a democratic deficit.
Vicky Pryce, hagfræðingur
We remain in the acute phase of the crisis; the prospect of a meltdown of the global financial system has not been removed. The trouble is that the cuts in government expenditures that Germany wants to impose on other countries will push Europe into a deflationary debt trap. Reducing budget deficits will put both wages and profits under downward pressure, the economies will contract, and tax revenues will fall. So the debt burden, which is a ratio of the accumulated debt to the GDP, will actually rise, requiring further budget cuts, setting in motion a vicious circle.
George Soros, fjárfestir
"I dont think anyone can realistically say that the eurozone will survive with its present membership and the longer the inaction goes on the greater the chance that one or more countries will be forced out.
"Anything that leaves Greece with 120 per cent debt to GDP is unsustainable and there are ominous signs for Spain as well.
"A policy of austerity alone will not work especially a policy of austerity which is imposed from abroad and decided upon by judges rather than elected politicians.
Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands
"I have a fairly clear view, probably wrong, that in the long run the eurozone will not work. It is not fit for purpose and was possibly the biggest policy mistake since 1945.
"I think the reason it will not work is not really the crisis we have now but a crisis of competitiveness.
"Italy, Greece, Spain and Portugal are not competitive enough compared to Germany and I just do not believe that the degree of austerity and deflation required to make them competitive will be politically acceptable.
"In the immediate future I think it is possible the eurozone will get through this year although perhaps not with Greece - because there is such political will behind this venture.
Lord Lamont, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta
"The eurozone is fundamentally flawed and cant work. This is something that is now clear. But it is something that once you are in it is very hard to get out of.
"The cleverer architects of the euozone realised that monitory union could not work without complete political union. That is not a disreputable thing to want. The snag is that the people of Europe dont want it as you see with Greece at the present time. You cannot impose a political union against the wishes of the people at least in countries which call themselves democracies. If you cannot impose political union then the monitory union is not going to work."
Nigel Lawson, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta
"The reality is that too many countries joined the euro in the first place and ultimately without dramatic change they cant probably survive. But I dont think that is an issue for this year because the policy makers have ring-fenced the contagion and you wouldnt get all this staggering amount of fuss about making sure Greece stays in the euro only for them to turn round in two months time and say were pulling out.
Jim O´Neil, stjórnarformaður eignastýringar Goldman Sachs
"I dont think that the eurozone in its present form can survive.
"The question then is where you draw the line. I am very clear what the core is: It is Germany, Austria, Finland and Benelux and Denmark. For economic reasons you probably not want France but for political reasons you cant keep them out. The next question is whether Italy is in or out.
"My political view remains that while the German people would fund the recapitalising of their own banks Im not sure they would hand money to the Italians.
Lord Ashdown, fyrrverandi formaður Frjálslyndra demókrata
"The key over the next few months is the extent to which the eurozone and the ECB can bolster confidence so that the problems that there are in Greece and Portugal dont spread to Italy and Spain two countries where the size of the debt and the refinancing and interconnectedness within the European banking system are such that if you end up with a breakdown in confidence it is going to be very difficult to repair.
David Laws, fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands
"Far from being over, I fear the eurozone crisis is this year entering a more chronic, drawn out but equally dangerous phase.
"While the bouts of market turmoil which characterised the crisis of last year may have receded at least for a time - dont be fooled. The underlying pressures have not gone away. There is still no plan for Greece. And endless summits have still not got to grips with what needs to be done to properly restore market confidence, stop contagion spreading and promote growth.
...
"And look at what is happening to growth, unemployment and debts. The credit rating agency Standard and Poors got it right when, in downgrading France and others last month, they said 'austerity alone risks becoming self-defeating'.
Ed Balls, "skugga"fjármálaráðherra Bretlands
"The eurozone is not going to collapse and I dont think there will be any departures this year or probably at all. The basic reason for that is that if any eurozone member was allowed to fall out it would have a really damaging effect which nobody wants not even the strongest economies.
"Gradually the eurozone members are putting together a series of measures which combine discipline with support. Its not finished yet but its going in the direction which will prevent breakdown.
"My regret is that the only formula that is being employed by most states in Europe is really pressing down heavily on growth.
"Everybody sensible knows that without growth deficit reduction will be so far in the distance that it will cease to have any effect as a motive. People in democracies will accept austerity if its undertaken with manifest justice. But if it is undertaken in a punishing way without fairness there is resentment and resistance.
Neil Kinnock, fyrrverandi meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og fyrrverandi formaður Breska Verkamannaflokksins
"The euro is here to stay and will emerge stronger from the current crisis.
"The events of the last two years have created the conditions for us to strengthen its foundations decisively.
"We have put in place new rules to greatly strengthen our capacity to ensure sound public finances.
"We have introduced systems to detect and prevent macroeconomic imbalances such as house price bubbles that threaten stability.
"This is about learning the lessons of the past. That is also why we are undertaking a root-and-branch overhaul of financial regulation and supervision.
"Europe must cut public debt levels to restore confidence while avoiding cuts in areas essential to future growth like education and research. This must be matched by structural reforms to tackle youth unemployment, support small businesses and complete the single market.
"For countries most vulnerable to the crisis, we are strengthening our firewalls so as to give them the space to put their own houses in order.
"We are undertaking nothing less than an economic reformation of Europe. Step by step, we are creating financial stability and the conditions for sustainable growth and job creation. "
Olli Rehn, varforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, "eurostjóri".
2.2.2012 | 00:22
Það eina sem tefur efnahagsbata Íra er evran
Sami "Reuterinn" er uppistaðan í frétt á vefsvæði Vísis.
Gat ekki stillt mig um að "stela" einni setningu úr henni og nota sem fyrirsögn á þessa stuttu færslu.
Fréttin á Vísi er reyndar nokkuð skringilega orðuð, sbr. þessi hluti(sem ég tók fyrirsögnina úr):
Allavega greinir Reuters frá því að nú ætli Írar að feta í fótspor Íslands varðandi efnahagsbata sem sagt er að hafi verið merkjanlegur hér á landi í júní á síðasta ári.
Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa meðal annars hækkað íra um flokk auk þess sem búist er við því að landsframleiðsla Íra muni hækka lítillega frá því á síðasta ári. Það eina sem tefur efnahagsbata Íra er evran. Þá blasa margvísleg vandamál við Írum. Vandræðin eru því fjarri frá því að vera lokið.
Nú hafa önnur lönd lent í vandræðum, en Írum hefur þó tekist að halda sig aðgreindum frá þeim. Þannig eiga Grikkir enn í talsverðum efnahagsvandræðum auk Portúgala.
En vonandi gengur Írum vel þrátt fyrir euroið, þeir eru þrautseigir og hafa spilað nokkuð vel úr sínu. En það er ekki orðum aukið að enn eru vandræðin þar töluverð, ekki síst atvinnuleysi upp á um 14%, húsnæðisverð sem hefur fallið um 55%, launalækkanir hjá mörgum upp á 20 til 30% (meðaltalslækkun um 12%) og á annað hundrað þúsunda Íra hafa yfirgefið eyjuna grænu.
Það er síðan líklega eitthvert mesta "understatement" sem ég hef séð lengi, þegar talað er um að Grikkir eigi "enn í talsverðum efnahagsvandræðum".
Samanburður við Ísland nú af hinu góða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2012 | 15:07
Sinn er siður...
Orðtækið sinn er siður í landi hverju þekkja líklega flestir. Það er enda rétt, það er mjög misjafnt hvernig venjur og síðir þróast í mismunandi samfélögum.
Hér fyrir neðan hef ég tínt til nokkur atriði sem hafa vakið athygli mína hér í Kanada. Sum atriði koma inn á atriði sem hafa verið í umræðunni á Íslandi undanfarin misseri, en en önnur síður. Listinn er auðvitað ekki tæmandi og ber ekki að taka of alvarlega en það er þó að mínu mati ýmislegt á honum athyglivert.
1. Hér í Kanada fara allir með ruslatunnurnar sínar út að götubrún. Annars er ruslið þitt ekki tekið. Punktur. Þetta gerir það að verkum að það er aðeins 1. manns starf að losa tunnurnar. Bílstjórinn á ruslabílnum sér um verkið.
2. Í flestum bæjum og borgum hér í Kanada eru í gildi lög sem skylda íbúa til að hreinsa snjó og klaka af gangstéttum sem liggja fyrir fram húsnæði þeirra. Að trassa slíkt getur varðað sektum og ollið skaðabótaskyldu (slíkt er þó að mér skilst afar fátítt, en slík mál hafa þó ratað í réttarsali). Hornlóðir vaxa ekki í vinsældum vegna þessa.
Göturnar eru hins vegar ruddar og saltaðar um leið og snjómugga sést, jafnvel fáfarin stræti eins og hér sem ég bý. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svona og fyrir u.þ.b. 5 árum var sú þjónusta mun verri. En borgarstjórnin var óspart látinn heyra það að þetta væri grundvallaratriði sem yrði að vera lagi. Það er rétt að taka það fram að hér eru nagladekk bönnuð.
3. Hverfið sem ég bý telst líklega nokkuð stöndugt millistéttarhverfi. Samt er það svo að um hverfið mitt liggja háspennulínur á þremur möstrum. Engan hef ég heyrt kvarta undan þessu, aldrei hef ég verið beðinn um að skrifa undir mótmæli, eða heyrt nokkurn tala um að grafa verði strengina í jörð. Þetta er nokkuð vinsælt útivistarsvæði, fólk viðrar hundana sína og þarna vaxa eplatré sem má sjá fugla og önnur dýr sækja í á haustin. Ég og krakkarnir höfum reyndar étið nokkuð af þeim líka. Ekki að þetta séu nokkuð sértök epli, þetta er hins vegar smá upplifun að taka epli beint af trénu, svona í "almenningi", og snæða undir því.
4. Hverfið sem ég bý í var byggt í kringum 1955. Síðan er reyndar búið að rífa mörg húsanna og byggja stærri, en það er önnur saga. Samt eru engar gangstéttir við margar gatnanna. Engan hef ég heyrt kvarta yfir því. Margir hafa reyndar á orði (ég tek undir það) að þetta sé stór kostur. Sjá lið númer 2.
5. Rafmagnslínurnar hér í hverfinu eru enn á staurum. Það sama gildir um sjónvarpskapalinn og megnið af símalínum. Þetta er afspyrnu ljótt. Þess utan þá er öryggið umtalsvert minna og meiri hætta á að rafmagnið detti út. Rétt eins og gerðist hér fyrir nokkrum árum þegar menn með stærri keðjusög en hugsanagetu komu og felldu tré hérna hinum megin við götuna. Tré eru reyndar mikið vandamál, þau eiga það til að vaxa í kringum rafmagnslínurnar (hér eru víða 50 til 60 ára tré í hverfinu). Þegar er rigning og rok má oft sjá rafmagnsblossa innan úr laufþykkninu, með tilheyrandi blikki í ljósunum. Reglulega koma líka menn frá "rafveitunni" og eru að klippa og saga greinar hér og þar um hverfið. Þegar ég hef furðað mig á þessu fyrirkomulagi, er mér jafnan sagt að þetta sé "ódýrara".
6. Hér eru allir að taka þátt í alls konar sjálboðastarfi (ég er þó ekki kominn af krafti í þann gír). Allt frá því að vinna í "súpueldhúsum" eða hjálpa til í skólanum sem barnið þitt er í, nú eða á elliheimilum eða sjúkrahúsum. Nágranni minn fer einu sinni í viku og keyrir þá sem þjást af krabbameini á milli heimilis þeirra og þeirrar stofnunar sem þeir njóta meðferðar hjá.
Í nærri því hverri einustu matvöruverslun eru kassar sem hægt er að skilja eftir matvörur sem síðan er komið til viðeigandi hjálparstofnana.
Sömuleiðis eru söfnunargámar fyrir notuð föt mjög víða.
Hér í Ontario er það skilyrði fyrir útskrift úr High School að hafa skilað ákveðnum tímafjölda í sjálfboðastarfi.
7. Vilji einhver losna við notaða hluti, svo sem húsgögn, barnaleikföng eða annað í þeim dúr, þá er einfaldast að setja það út við götubrún. Það hverfur yfirleitt samdægurs. Sama gildir um gamla málmhluti s.s. þottavélar eða annað slíkt, brotajárnssafnarar láta slíkt ekki fram hjá sér fara.