Grikkland - Veðsett frelsi, lýðræði og þjóðleg reisn

Þó að sumir Íslenskir prestar kunni best við það að fá engar fréttir og trúa þá því að allt sé í besta lagi, á það sama ekki við starfsbræður þeirra í Grikklandi.  Þar hefur kirkjan ennþá býsna stórt hlutverk í samfélaginu og henni er hætt að standa á sama á hvaða braut Grikkland er.

Gríski biskupinn, tók það fáheyrða skref að rita forsætisráðherra landsins og hvatti hann til að hugsa sig um áður en haldið væri lengra á braut niðurskurðar.  Biskupinn lýsir yfir efsemdum um veru "þríeykisins" í landinu og meiri inntöku af því "banvæna meðali" sem það hefur skrifað upp á fyrir Grikkland.

Biskupinn talar um ógnvænlega aukningu sjálfsvíga, heimiisleysis, atvinnuleysis og örvæntingarfullrar aðstöðu vaxandi fjölda Grikkja, sem geti leitt til hættulegrar stöðu í Grísku samfélagi.

Biskupinn talar um að nú séu uppi kröfur um enn harðari, sársaukafyllri og ósanngjarnari aðgerðir, í anda áhrifalítilla og árangurslítlla aðgerða að undanförnu.

Að uppi séu kröfur um enn stærri skammt af meðali sem hafi sýnt sig að vera banvænt.  Að uppi séu kröfur um skuldbindingar sem leysi ekki vandamálið, heldur slái aðeins á frest fyrirsögðum dauða Gríska hagkerfisins.  Á meðan sé fullveldi landsins tekið sem veð.

Þeir hafa veðsett auð landsins, en einnig þann auð sem við gátum náð af landi og legi.  Þeir hafa tekið að veði frelsi, lýðræði og þjóðlega reisn.

Enn hvaða áhrif þetta bréf biskupsins hefur, er ekki gott að segja, líklega lítil þó.  En ástandið í Grikklandi virðist vera afar erfitt og eldfimt.  Þó að fréttir af daglegu lífi í Grikklandi séu ekki margar, þá eru þær fáu sem ég hef séði ekki uppörvandi.

Grikkland virðist vera orðið að þriðjaheimslandi í mörgum skilningi. 

Fréttir tala um að foreldrar yfirgefi börn sín, skilji þau eftir í umsjá hjálparstofnana vegna þess að þeir treysta sér ekki til þess að sjá þeim farborða, heimilisleysi fer vaxandi og æ fleiri treysta á "súpueldhús" til að fá næringu.  Hjálparsamtökin Læknar án landamæra veita æ fleiri Grikkjum heilbrigðisþjónustu og hafa hafið matvæladreifingu.   Matarmiðum er dreift í skólum til berjast á móti vannæringu. Dæmi eru um að liðið hafi yfir börn í kennslustundum vegna næringarskorts.

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana, lét þau orð falla á Davos ráðstefnunni, að fólk væri reiðubúið til að færa fórnir, en það væri ekki reiðubúið til að láta fórna sér.  Það er þó líklega nákvæmlega þannig sem stórum hluta Grikkja líður.

Grikkland er fast í vítahring euros og niðurskurðar, spírallinn hefur aðeins legið niður á við. 

Nú aukast vonir um að samningar náist við lánadrottna í einkageiranum og Grikkir vonast eftir því að Seðalabanki Evrópusambandsins opni á þann möguleika að gefa eftir einhvern hluta þeirra skuldabréfa sem hann á.  En enn er of snemmt að segja um hvernig viðræðurnar fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hroðalegt að horfa upp á það hvernig ESB stjórnsýsluapparatið, ECB bankinn, ásamt Merkozy tvíeykinu hefur tekist að niðurlægja og hraksmána Grísku þjóðina.

Þessi svo kallaði "björgunarpakki" er ekkert til að bjarga Grikkjum eða Grísku þjóðinni við að rísa upp, nei þetta eru fyrst og fremst björgunaraðgerðir fyrir stórcapítalið og bankamafíu Evrópu.

Landið er tekið að veði samkvæmt tilskipun frá Brussel.

Brussel valdið hefur þegar aftengt lýðræðið í Grikklandi, síðan ætla þeir að skipa sérstakan landstjóra yfir landið, sem sér um að ofurskattleggja komandi kynslóðir Grikkja, sem sér síðan um að koma fjármagninu úr landi til valdaelítunnar í Brussel sem útdeilir svo fjármagninu til þeirra stórkapítalista Evrópu sem þeir hafa velþóknun á.

Grikkir sjálfir eru hraksmánaðir og eru neyddir til að skera velferðarkerfið niður við trog. Selja eða gefa frá sér ríkiseignir, s.s. skóla, sjúkrahús, landareignir og heilu eyjaklasana á hrakvirði.

Þetta er verra en nokkrir Versalasamningar og þetta er verra en Rómversku harðstjórarnir fóru með skattlendur sínar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband