Hinir ósnertanlegu

Ég ætla ekki, í það minnst kosti að sinna, að fjalla um tap launþega í Íslenska lífeyrissjóðakerfinu.  Þó að ég eigi inneign þar þá er það ekki sem ég ætla að fjalla um hér.

Reyndar á ég lifeyrir á 3. stöðum að mig minnir, 2. almennum lífeyrissjóðum og svo séreignasparnað hjá Kaupþingi/Arion banka.  Það er ef til vill lýsandi dæmi fyrir ástandið, að "bankakerfið" sem allir á Íslandi elska að hata og tala um eins annar hvor starfsmaður sé glæpamaður, sýnist mér að fljótt athuguðu máli, sé að skila mér mun betri ávöxtun en almenna lifeyriskerfið.

En það sem ég ætlaði að minnast á hér er aðkoma launþega að sjóðunum, skyldi ekki vera tími til kominn að breyta henni.  Eina aðkoma launþega að sjóðunum er að leggja til peningana, eins og staðan er í dag.

Þeim kemur ekki vð hverjir eru í stjórn, þeir hafa ekkert um það að segja hvernig peningarnir þeirra eru fjárfestir.

Bankinn, þar sem ég geymi þó peningana mína af fúsum og frjálsum vilja, býður þó upp á mismunandi leiðir og býður þeim sem vija að kjósa sér "áhættuflokk" og færa peningana úr einum í annan ef svo ber undir.

Er ekki tími til kominn að almennu lífeyrissjóðirnir stígi inn í nútímann, leyfi eigendum sínum að velja stjórn og bjóði hugsanlega upp á fleiri en eina ávöxtunarleið?

Hér í Kanada stjórnum við hjónin okkar eigin lífeyrissjóði.  Framlagið er ekki skyldubundið, en leyfilegt er að að leggja ákveðinn hluta tekna sinna inn á sérstaka reikninga og fresta skattlagningu þess fés.  Síðan þarf að ákveða hvernig best er að reyna að ávaxta peningana.  Hvað hátt hlutfall fer er lagt inn á verðtryggða reikninga, hvað er best að setja í sjóði sem kaupa mest megnis ríkisskuldabréf, hvað fer í Kanadíska verðbréfasjóði, hvað í sjóði sem fjárfesta í Asíu eða Evrópu o.s.frv.

Í fyrstu óx þetta okkur nokkuð í augum, en það tók ekki mjög langan tíma að ná þokkalegum tökum á þessu, vissulega hefur ekki allt legið þráðbeint upp á við, en til lengri tíma litið hefur þetta verið ásættanlegt.  Hluti af ávinningnum er einnig sá að þetta fékk okkur til að setjast niður, virkilega hugsa um eigin fjármál í lengri tíma samhengi og krafðist þess að við settum okkur inn í málin.

Það er líka hægt að velja auðveldu leiðina og velja "blindan" sjóð. Það er enda sjálfsagt og eðlilegt, en mestu máli skiptir að valið sé fyrir hendi.

Að lokum má geta þess að þegar við keyptum okkur hús, áttu við rétt á því að taka ákveðna upphæð út úr lífeyrisjóðnum okkar. Það var lán sem við veittum sjálfum okkur, og þurfum að greiða það til baka vaxtalaust á 15 árum. Þetta eru jú peningarnir okkar, og gjarna er litið á hér í Kanada að húseign sé partur af lífeyrisjóð viðkomandi.

P.S. Þetta er ekki algilt kerfi hér í Kanada, enda fara lífeyrisjóðsmál mikið eftir því hjá hverjum viðkomandi vinnur, ríkinu, stórum fyrirtækjum eða t.d. á eigin vegum. Kanadíska ríkið borgar út lágmarkslífeyri, en byggir á "gegnumstreymi".


mbl.is Gagnrýna náið samband við Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband