Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Vaðlaheiðarveggangaviðvörunarbjölluhljómur

Þeir eru margir sem vilja að Vaðlaheiðargöng verði boruð eða sprengd.  Það er líka líklegt að sú verði raunin fyrr eða síðar, því held ég að flestir séu sammála.

En það mælir ansi margt með því að það verði síðar.

Það er vissulega erfitt fyrir leikmann að taka afstöðu til máls sem þessa þegar fram koma margar mismunandi skýrslur, með mörgum mismunandi niðurstöðum og stjórmálamenn tala í allar áttir, en þó aðallega út og suður.

En af því sem ég hef heyrt sýnist mér að líkurnar á því að göngin standi undir afborgunum séu í besta falli hæpnar.

Það sem virkar fyrst og fremst sem aðvörunarbjöllur er sú staðreynd að einkaaðilar virðast hafa afar takmarkaðan áhuga á því að fjármagna gerð gangnanna.  Samt eiga göngin að vera "einkaframkvæmd", sem á að réttlæta að taka þau út úr samgönguáætlun og þar með framyfir aðrar framkvæmdir sem eru taldar brýnari.

Það að ríkið taki lán til að lána einkahlutafélagi sem er að meirihluta í eigu ríkisfyrirtækis, er að mínu mati ekki "einkaframkvæmd".  Orðið sem mér finnst nær að nota er skollaleikur.  Það er síðan ríkisins að taka lán til framkvæmdanna og verður því fjárhagsáhættan þess.

Er ekki rétt að fara eftir samgönguáætlun, eða krefjast þess ella að um raunverulega einkaframkvæmd sé að ræða?

P.S.  Annað orð yfir "einkaframkvæmdir" sem þessa, gæti auðvitað orðið "Möllersæfingar".


mbl.is Var ekki kunnugt um skýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskaland hagnast á eurokrísunni

Jafn undarlegt og það hljómar má segja að Þýskaland hafi ekki gert neitt nema hagnast á eurokrísunni hingað til.

Vantraust á öðrum euroríkjum, sem nú þurfa að borga himinháa vexti á skuldabréfum sínu, hefur ýtt fjárfestum að Þýskum bréfum og eftirspurnin er nú svo mikil að fjárfestar borga Þýska ríkinu fyrir að fá að fjárfesta í skammtímabréfum þess.  Draumur hvers skuldara.

The Working force top 30 HSBCAtvinnuleysi hefur farið minnkandi í Þýskalandi og er nú vel undir meðallagi á eurosvæðinu.  Það er þrátt fyrir að innflytjendum hafi fjölgað um u.þ.b. 19% fyrstu 6. mánuðina á síðasta ári.  Fjöldinn á því tímabili var 435.000.

Það að atvinnuleysi dragist saman þrátt fyrri mikinn fjölda innflytjenda eru auðvitað góðar fréttir fyrir þjóðverja.  Mikill hluti innflytjenda er ungt og býsna vel menntað fólk, sem meðal annars kemur frá þeim löndum eurosvæðisins sem er í hvað mestum vandræðum.  Aukinn fjöldi á vinnumarkaði bætir útlitið fyrir framtíðina og skýtur stoðum undir ríkisútgjöld og eftirlaunaskuldbindingar.  En fólksfækkun og eftirlaunaskuldbindingar eru oft taldar með mestu ógnum við framtíð Evrópskra ríkja. 

Mikill hluti hagnaðar Þjóðverja kemur þó ef til vill frá veikingu eurosins.  Þó að eurokrísan kunni að hafa í för með sér samdrátt á útflutningi Þjóðverja innan svæðisins, tekur eurosvæðið aðeins til sín 40% af útflutningi landsins.  Hinn hluti útflutnings Þjóðverja verður því á hagstæðara verði nú þegar euroið hefur látið undan síga.

Það má reyndar halda því fram að uppbygging eurosins sígengisfelli mynt Þjóðverja á sama tíma og það skilar öðrum þjóðum hærra gengi en þær margar ráða við.

Allir draumórar um að hin sameiginlega mynt myndi samstilla efnahagskerfi þeirra landa sem notuðu hana, hafa sýnt sig að vera aðeins það, draumórar.

En þó að eurokrísan hafi fært Þjóðverjum ýmislegan ávinning, er ekki þar með sagt að þeir hafi ekki mikið undir.  Ef euroið fær slæman skell, eða eurosvæðið fer að liðast í sundur tapa líklega engir eins miklu og Þjóðverjar. 

En sú hægfara krísa sem skekur eurosvæðið hefur skilað þeim ávinningi.  Sívaxandi kröfur um "millifærslubandalag", sameiginleg skuldabréf, "fjárhagslega samábyrgð" og frekari samruna gera hins vegar allar fjárhagslegar kröfur á Þjóðverja. 

Krísan sem nú skekur eurosvæðið hefur aukið á það misgengi sem hin sameiginlega mynt hafði búið til á undanförnum áratug eða svo.

P.S. Þær tölur sem nefndar eru hér eru flestar fengnar úr grein Der Spiegel, Europe's Crisis Is Germany's Blessing

Stöplaritið er spá um þróun mannfjölda á vinnumarkaði mismunandi ríkja fram til árið 2050.  Það er fengið að láni úr spá HSBC bankans um þróun stærstu efnahagsvelda til 2050.  Það er hægt að sjá stærra með því að klikka á það í tvígang.

 


mbl.is Mikil eftirspurn eftir þýskum bréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættuleg brjóst

Ég hef ekki komist hjá því að verða var við hina umfangsmiklu umræðu um sílíkonfyllingar sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarnar vikur.  Öllu jöfnu er þetta utan míns áhugasviðs, en umfjöllunin nú hefur þó ýmsa áhugaverðar snertingar.

Auðvitað á hið opinbera að taka á móti þeim konum sem kunna að vera í hættu rétt eins og öðrum þeim sem leita til heilbrigðiskerfisins með einhverja hugsanlega kvilla.  Það á ekki að byrja á því að spyrja hvort að sá sem telji sig eiga við hugsanlegan heilsubrest hvort að hann hafi reykt, drukkið í óhófi, fíflast á hestbaki, eða fengist við einhvern óþarfa eða stundað eitthvað sem okkur sjálfum kann að þykja fíflalegt.  Allt slíkt vegur að grundvallarhugsuninni á bakvið sameiginlegt heilbrigðiskerfi að mínu mati. 

En það er líka sjálfsagt að velta því fyrir sér hver er ábyrgð sjálfstætt starfandi lækna og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra hvað varðar t.d. tryggingar og því um líkt.  Það er eitthvað sem ég þekki ekki en hlýtur að vera skoðað í málum sem þessum.

Ekki síður hlýtur ábyrgð eftirlitsaðila og leyfisveitenda að koma til skoðunar.  Án þess að ég hafi þekkingu í þeim efnum hljóta öll efni sem notuð eru til lækninga, að ég tali ekki um þau sem skilin eru eftir í líkama sjúklings, að vera háð einhverju eftirliti.

Nú skilst mér að viðkomandi sílíkonpúðar hafi verið leyfðar í Evrópu en bannaðir í Bandaríkjunum síðastliðin 10 ár.  Það hlýtur líka að vekja upp spurningar hvort að eftirlit í Evrópu sé að einhverju marki slakt eða óviðunandi.  Hvaða aðili er það sem sér um slíkt eftirlit í Evrópu, eða eru það margir aðilar?  Nægir að eftirlitsaðili í upprunalandinu gefi sinn "stimpil"?

Það hlýtur líka að vekja upp spurningar hvort að Ísland starfræki að einhverju marki sjálfstætt eftirlit, eða hvort að leyfi sem veitt eru t.d. á Evrópska efnahagssvæðinu (EES/EEA) gildi annað hvort sjálfkrafa eða að mestu leyti sjálfkrafa á Íslandi?  Getur Ísland bannað hluti eins og sílíkonpúða sem hafa verið samþykktir á Evrópska efnahagssvæðinu?  Gilda lög innri markaðarins í þessum efnum eða getur hvert aðildarland sett sín eigin lög og reglugerðir? 

Þetta eru helstu spurningar sem hafa vaknað hjá mér. 

En svör við þeim eru ekki forgangsatriði.  Fyrst á að aðstoða þá einstaklinga sem kunna að vera í heilsufarslegri hætti, eða vilja losna við hættulega sílíkonpúða.  Síðan er hægt að fara að leita að svörum og að bæta kerfið þannig að hættan á að slíkt endurtaki sig minnki.


Má hækka laun hjá Má? Hver lofaði hverju?

Það eru líklega ekki margir seðlabankastjórarnir sem hafa farið í máli við seðlabankann sem þeir stjórna.  En einhverntíma verður allt fyrst og því miður virðast líkurnar á því að það verði fyrst á Íslandi fara vaxandi í réttu hlutfalli við hve undarlegur viðkomandi atburður er.

En það er auðvitað eðlilegt að vilja hærri laun.  Það er líka eðlilegt að vilja fá þau laun sem hefur verið lofað.

En fyrir embætti eins og seðlabankastjóra hlýtur að hafa verið undirritaður ráðningarsamningur.  Í honum hlýtur að vera kveðið á um laun.  Það ætti varla að vera flóknara en að leggja fram ráðningarsamninginn og krefjast þess að hann verði efndur, eða hvað?

Ekki ætlast Már til þess að Íslendingar trúi því að það hafi átt sér eitthvað baktjaldamakk varðandi ráðningu hans og honum hafi verið lofað einhverju sem ekki stendur í ráðningarsamningi hans?  Ekki geta Íslendingar trúað því að honum hafi verið lofað að hann nyti hærri launa en forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin var búin að ákveða að ætti að vera launahæsti ríkisstarfsmaðurinn?

Það væri alla vegna fróðlegt að heyra Má segja frá því hver það hefði verið sem lofaði honum hærri launum?  Líka að heyra hann útskýra hvers vegna þess hefði ekki verið getið í ráðningarsamningi hans, ef svo er ekki. 

En eins og máltækið segir:  Verður er maóistinn launa sinna.

 


mbl.is Már í mál við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvelt að stofna fyrirtæki, en ....

Það kemur mér lítið á óvart að auðvelt teljist að stofna fyrirtæki á Íslandi.  Íslenska kerfið, þó að mörgum finnist það hægt og tregt, er einfaldlega guðdómlegt snöggt og lipurt miðað við ástandið víða annarsstaðar.

En það þýðir auðvitað ekki að hægt sé halla sér aftur og að allt sé í himnalagi.  Það er eitt að stofna fyrirtæki en annað að reka það og halda því gangandi.

Eitt því sem hvað mest hefur heyrst kvartað undan upp á síðkastið er t.d. óvisst skattaumhverfi.  Það veit enginn hvenær og hvar hækkanirnir dynja á.  Hækkaður virðisaukaskattur, hækkað tryggingagjald, hækkaður tekjuskattur o.s.frv.  Þetta eru örfá dæmi af fjöldamörgum skattbreytingum undanfarinna ára.

En Íslands hefur upp á mikið að bjóða og vonandi stækkar fyrirtækjaflóran jafnt og þétt.

 


mbl.is Gott að stofna fyrirtæki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tonnatak - höndlist með varúð

Þessi var að detta inn í pósthólfið mitt.   Þarfnast ekki frekari útskýringa.

Superglue be carefule with it


Er Reykjavíkurborg þá hætt að vinna eftir samþykktum Sameinuðu þjóðanna?

Ég held að flestir komi til með að fagna þessari breytingu.  En óneitanlega skýtur upp í kollinn þeirri spurningu hvort að Reykjavíkurborg sé þá hætt að vinna eftir þeim samþykktum Sameinuðu þjóðanna sem haft var eftir Björk Vilhelmsdóttur í gær, að væri ein af ástæðunum fyrir því að taka ætti upp þessa gjaldheimtu?

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

99 furðuleg atríði sem hið opinbera í Kanada eyddi fé í

Þó að ástandið á fjármálafyrirtækjum sé skárra hér í Kanada en víða annarsstaðar og ríkisfjármálin í þokkalega standi, sem reyndar stefnir í öfuga átt þó, er ekki þar með sagt að hið opinbera sé að eyða peningum skattgreiðenda í allra handa vitleysu.

Kandíska tímaritið Macleans hefur að undanförnu birt greinaflokk sem heitir 99 stupid things the government spent your money on.  Greinarnar eru nú orðnar 4. og búið að birta 73 atriði.  Hér má finna greinarnar I, II, III, IV

Ég vona svo sannarlega að sambærileg dæmi sé ekki að finna í útgjöldum hins opinbera á Íslandi. Það er þó eitthvað sem segir mér að mannfólkinu svipi saman í þessum efnum sem öðrum. En það er alltaf hægt að vona.

Á meðal þeirra undarlegri finnst mér:

Bailouts on ice: Abbotsford, B.C., dished out $1.3 million to the owners of the Abbotsford Heat AHL hockey team as part of a 10-year agreement guaranteeing the money-losing team that it won’t actually suffer any financial losses. The problem is that nobody buys tickets. They might as well. One way or the other the people of Abbotsford are going to pay.

Sand trap: The City of Windsor spent $1 million to rebuild sand traps at the Roseland Golf and Curling Club, which the city owns.

Quebec paid $1.2 million to send transport officials overseas to study the latest in engineering technology, including trips to Burkina Faso and Algeria.

There’s lots of talk in Ottawa about cutting fat, but since when did that mean government getting into the weight-loss business? In October, the Federal Economic Development Agency for Southern Ontario (FedDev Ontario) invested $249,000 in Newtopia, a company based in Vaughan that offers genetic testing for obesity and online weight-loss counselling. Founder Jeff Ruby was ecstatic: “Banks can give us money, but the government of Canada provides great credibility.”

In July, Ottawa poured $190,000 into New Brunswick doughnut maker Mrs. Dunster’s—famous for making its doughnuts out of pure lard. Meanwhile, the provincial government is putting together a program to fight obesity.

A 2011 audit of the Toronto Community Housing Corporation uncovered millions in questionable contract spending, such as the $90,000 the agency spent for Christmas parties in 2008 and 2009, complete with a chocolate fountain, crème brûlée, grilled calamari and mussels.

Despite the millions of dollars provinces spend to prop up their wine industries, the feds handed $1.05 million to Calona Wines of B.C. to double the output of its boxed wines, even though 80 per cent of the wine it sells is imported.

New Brunswick taxpayers learned they would have to pay $11 million over a failed job-creation plan involving a Norwegian solar company. The province owes Umoe Solar the money for land and equipment after plans for a $600-million solar panel plant fell through in May 2010. Three months earlier, the federal government had said it would grant the company $3 million to support R & D work.

Ontario’s green energy plan was supposed to boost employment, but according to the province’s auditor general each new “green job” that’s created costs the province between $100,000 and $300,000, and also results in the loss of two to four other jobs as a result of higher electricity prices.

Quebec gave IQT, a U.S.firm, $670,000 to set up two call centres in the province in 2000, but in July, ITQ shut its doors, laying off 1,200 employees. The reason: Nashville offered it $1.5 million to move south.

Ottawa awarded $87,000 to PurGenesis Technologies of Montreal to commercialize its “line of anti-aging products based on certified organically grown baby spinach leaves.” The money followed an earlier government “contribution” of $282,000 in 2009.

Even as Rio Tinto Alcan and Alcoa said they would invest $15 billion to modernize operations in Quebec, the province and Ottawa still gave the industry $125,000 for a trade show.

The feds granted a company called Solarpro $54,000 to commercialize tanning beds.

Camp Canada: About 115 new Canadians were taken on a camping trip partly funded by taxpayers. The Learn to Camp project aims to teach the recent immigrants how to “put up a tent, how to start a campfire, [and] how to make some S’mores,” according to a Parks Canada spokesperson. There’s still no word on exactly how much it will cost, or how many cases of Molson will be consumed.

Nature overload: It’s no secret that Canadians love the outdoors. We have to. There’s just so damn much of it. Yet, Environment Canada still spent $456,000 on a national survey on the importance of nature to Canadians—the fifth time it has done so since 1981. Have our attitudes about trees, lakes and birds really changed that much over the years?

Uphill ride: Montrealers came to the rescue of Bixi, the troubled bike-sharing program the city owns, with a $108-million bailout package made up of loans and loan guarantees. The non-profit, money-losing company has faced problems as it expanded to Toronto and Ottawa, but Mayor Gérald Tremblay insisted taxpayer money would all be paid back once Bixi becomes an international bike-sharing powerhouse. Not so fast, warned the city’s auditor general. Montreal taxpayers could suffer significant losses, he said, because “basic rules of management were neglected or circumvented.”

Something fishy: The feds gave $717,000 to establish the International Centre for Sturgeon Studies at Vancouver Island University, the latest in a string of government funding announcements, going back a decade, all meant to jump-start the industry. To date there is only one producer of farmed sturgeon in Canada.

Barking mad: The City of Toronto tore up a dog park it had built just two years earlier at a cost of $40,000 after several nearby homeowners complained of the noise.

Nothing ads up: The Canada Revenue Agency spent $750,000 on an ad campaign warning against “under the table” home renovations, then gave another $113,000 to a polling firm to find out the ads “did not have a statistically significant impact.”

Canada donated $36 million to China, a country that’s accumulated US$3 trillion in foreign reserves.

Tunnel vision: Calgary must spend $1.6 million on “public art” to go on the walls of a new traffic tunnel being built under the airport runway, simply because of a rule that says all projects must include an art component.

A dog-eat-dog world: It was revealed that the federal government, through the Atlantic Canada Opportunities Agency, gave more than $180,000 in loans and grants to a Sydney, N.S., concert promoter to bring Snoop Dogg to the city to perform in 2010.

Rock bottom: U2 isn’t just a rock band, it’s a billion-dollar, multinational corporation. But when Bono and crew swung through Montreal for a two-night show in July for their 360° tour (which incidentally earned them $740 million worldwide), the city subsidized the event by spending $450,000 to build a temporary stadium just for the show.

Graffiti for hire: Montreal budgets about $150,000 annually to pay for murals painted by graffiti artists around the city. Another $1 million is spent helping boroughs get rid of murals that were, um, painted for free.

Thin ice: Ottawa’s National Capital Commission installed seven new ice shacks along the Rideau Canal for skaters to lace up in. Each shack cost $750,000. By comparison, the average house price in Ottawa is $360,000.

Howling mad: Ottawa gave $1.5 million to Parc Safari zoo in Hemmingford, Que., in part to build a “wolf observation tunnel.”


Þörf fyrir samtök skattgreiðenda

Ég held að það sé full þörf fyrir samtök skattgreiðenda.  Samtök sem berðust fyrir hag skattgreiðenda á Íslandi. Samtök sem kæmu upplýsingum á framfæri um breytingar á skattalögum og fjölluðu um hvað tillögur stjórnmálamanna og annara þrýstihópa kæmu til með að að kosta skattgreiðendur.

Ég held að slík samtök gætu orðið skattgreiðendum til góðs og veitt stjórnmálamönnum mikilvægt aðhald ef til tekst til.  Endalaus loforð stjórnmálamanna upp í ermar kjósenda, bólgið ríkisapparat hljómar auðvitað eins og náttúrulögmál, en það gerir þörfina á að spyrna við fótum aðeins meiri.

Ég bloggaði stuttlega um þörf fyrir slík samtök árið 2009, eftir að Jón Steinar Ragnarsson hafði minnst á það í athugasemd, það má lesa hér.

Heimasíðu Samtaka Kanadískra skattgreiðenda má finna hér.


mbl.is Þörf á samtökum skattborgara?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskur eftirlitsmaður í hvert fjármálaráðuneyti?

Karl Fürst zu Schwarzenberg er utanríkisráðherra Tékklands og býsna merkilegur karakter.  Hann flúði heimaland sitt með foreldrum sínum 10 ára gamall en sneri til baka þegar landið losnaði undan áþján kommúnismans.

Schwarzenberg er "Sambandssinni", en hefur þó ákveðnar skoðanir og er óhræddur við að setja þær fram.  Hann er í framboði til forseta í Tékklandi og er í viðtali við vefsetrið hjá Þýska tímaritinu Der Spiegel.  Viðtalið er býsna fróðlegt og þar má m.a. lesa eftirfarand:

Schwarzenberg: Europe has become very introverted. It looks beyond the edge of the plate, if you will, but not beyond the edge of the table. Europe has lost something of its global perspective.

Schwarzenberg: At the beginning of the crisis, I once made the following suggestion to a group of my European counterparts: Why all these complicated resolutions? Let's just enact an EU regulation that there should be a German accountant in every finance ministry in the EU. Everyone laughed, but now we're slowly approaching that point.

SPIEGEL: It's true. The Greeks already have a German watchdog.

Schwarzenberg: It's like this: The rich uncle who helps you out, but makes a big show of it, gets on your nerves. Small countries, in particular, are sensitive about this. And they don't necessarily like it when Ms. Merkel and Mr. Sarkozy sit down and flesh out the policies, and then notify the others of their decisions. This can only go well for a while.

SPIEGEL: Do you understand the German fear of becoming the main financial contributor to a so-called transfer union, where the richer members of the euro zone would subsidize the poorer ones?

Schwarzenberg: Of course I understand it. The only thing is, the German recovery and Germany's export performance are based on the fact that the countries that are now in debt went shopping on credit in Germany. Who benefited the most from all the reckless debt policies? You did! The Germans should keep that in mind.

SPIEGEL: And what is your opinion of the chancellor?

Schwarzenberg: Ms. Merkel is a very tough politician. She knows when it is best to wait until one's opponent destroys himself. This is a great art, which I acknowledge. Does she have a vision for Europe? Perhaps. But I for one am not aware of it.

SPIEGEL: Czech President Václav Klaus is suspicious of the Germans and highly critical of the EU. How do the Czech people feel?

Schwarzenberg: The Czechs are no more critical of Europe than the Germans or the Austrians. Incidentally, I am opposed to a two-speed Europe. Anyone who has ever driven on the German autobahn knows that the slow lane leads to the exit. I don't want to diverge from the main European direction.

SPIEGEL: Do you feel that the principal blame for the crisis lies with the banks or the politicians?

Schwarzenberg: The politicians, without a doubt. Budgets that required deficit spending were approved for decades as a matter of course. This couldn't go well indefinitely. Of course, the banks took advantage of this. In the last 30 years, there have been hardly any politicians who have warned against spending even more money.

SPIEGEL: Such politicians were immediately voted out of office.

Schwarzenberg: We would be much poorer without England. We need a common foreign policy, a common security policy and a common energy policy. We don't need a common cheese policy.

Schwarzenberg er eins og áður sagði utanríkisráðherra Tékklands.  Hann er ekki í neinum blekkingarleik hvað varðar mikilvægi smáríkja innan "Sambandsins".  Að "sæti við borðið" hafi upp á síðkastið þýtt að Tékkar hafi verið kallaðir til sætis til að samþykkja það sem Merkel og Sarkozy hafi ákveðið.  Hann er ekki í neinum blekkingarleik með hverjir ráði ferðinni, hverjir haldi um budduna og hverjir í raun ráða framtíð "Sambandsins".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband