Þörf fyrir samtök skattgreiðenda

Ég held að það sé full þörf fyrir samtök skattgreiðenda.  Samtök sem berðust fyrir hag skattgreiðenda á Íslandi. Samtök sem kæmu upplýsingum á framfæri um breytingar á skattalögum og fjölluðu um hvað tillögur stjórnmálamanna og annara þrýstihópa kæmu til með að að kosta skattgreiðendur.

Ég held að slík samtök gætu orðið skattgreiðendum til góðs og veitt stjórnmálamönnum mikilvægt aðhald ef til tekst til.  Endalaus loforð stjórnmálamanna upp í ermar kjósenda, bólgið ríkisapparat hljómar auðvitað eins og náttúrulögmál, en það gerir þörfina á að spyrna við fótum aðeins meiri.

Ég bloggaði stuttlega um þörf fyrir slík samtök árið 2009, eftir að Jón Steinar Ragnarsson hafði minnst á það í athugasemd, það má lesa hér.

Heimasíðu Samtaka Kanadískra skattgreiðenda má finna hér.


mbl.is Þörf á samtökum skattborgara?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband