Má hækka laun hjá Má? Hver lofaði hverju?

Það eru líklega ekki margir seðlabankastjórarnir sem hafa farið í máli við seðlabankann sem þeir stjórna.  En einhverntíma verður allt fyrst og því miður virðast líkurnar á því að það verði fyrst á Íslandi fara vaxandi í réttu hlutfalli við hve undarlegur viðkomandi atburður er.

En það er auðvitað eðlilegt að vilja hærri laun.  Það er líka eðlilegt að vilja fá þau laun sem hefur verið lofað.

En fyrir embætti eins og seðlabankastjóra hlýtur að hafa verið undirritaður ráðningarsamningur.  Í honum hlýtur að vera kveðið á um laun.  Það ætti varla að vera flóknara en að leggja fram ráðningarsamninginn og krefjast þess að hann verði efndur, eða hvað?

Ekki ætlast Már til þess að Íslendingar trúi því að það hafi átt sér eitthvað baktjaldamakk varðandi ráðningu hans og honum hafi verið lofað einhverju sem ekki stendur í ráðningarsamningi hans?  Ekki geta Íslendingar trúað því að honum hafi verið lofað að hann nyti hærri launa en forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin var búin að ákveða að ætti að vera launahæsti ríkisstarfsmaðurinn?

Það væri alla vegna fróðlegt að heyra Má segja frá því hver það hefði verið sem lofaði honum hærri launum?  Líka að heyra hann útskýra hvers vegna þess hefði ekki verið getið í ráðningarsamningi hans, ef svo er ekki. 

En eins og máltækið segir:  Verður er maóistinn launa sinna.

 


mbl.is Már í mál við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Spurningin: Hvað getur Kjararáð gert og þá mismunað manni eftir yfirráðum þess?

Óskar Guðmundsson, 13.1.2012 kl. 01:22

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er auðvitað enginn sérfræðingur í launakjörum seðlabankastjóra.  En það hlýtur að vera nokkuð ljóst hvað störf það eru sem heyra undir kjararáð og hver ekki.  Það hlýtur þá að vera minnst á það í ráðningarsamningi ef svo er.

En svo er það spurningin um baktjaldamakkið og hverju hefur verið lofað þar og hver lofaði.  Það er að segja ef um eitthver baktjaldmakk hefur verið að ræða.  Ef svo er ekki hlýtur þetta að vera allt skýrt í ráðningarsamningnum.

G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2012 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband