Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Gjaldþrota sveitarfélög?

Það er ekki oft sem heyrist talað um gjaldþrota sveitarfélög, en það er býsna margt sem bendir til þess að það eigi þó eftir að gerast  í einhverjum mæli.

Nýlega mátti lesa um Harrisburg, sem er höfuðborg Pennsylvaníuríkis, en íbúar eru þar rétt kringum 50.000.  Skuldirnar nema samkvæmt fréttinni u.þ.b. 36 milljörðum Íslenskra króna.  Skuldirnar eru þá u.þ.b. 720.000 á hvern íbúa.  Tilkynning kom frá sveitarfélaginu um að það væri gjaldþrota.

Eftir því sem ég kemst næst er þetta annað Bandaríska sveitarfélagið sem fer í gjaldþrot í ár.  Það er þó rétt að taka það fram að það er ekki enn ljóst að Harrisburg fari í gjaldþrot eftir því sem ég kemst næst.  Pennsylvaníuríki vill að borgin fari í neyðaráætlun sem ríkið hefur fyrir sveitarfélög í vandræðum og borgarstjórinn er á móti gjaldþrotaleið, en hún var þó samþykkt á borgarstjórnarfundi með 4 atkvæðum gegn 3.

En hverjar skyldu tölurnar vera fyrir verst stöddu Íslensku sveitarfélögin?

Skuldar ekki Hafnarfjörður einhversstaðar í kringum 42 milljarða?  Íbúafjöldi í kringum 26.000?  Skuldir á hvern íbúa væru þá u.þ.b. 1.615.000.

Eftir því sem ég kemst næst eru heildarskuldir Reykjanesbæjar u.þ.b. 43 milljarðar.  Íbúar u.þ.b. 14.000. Skuldir á íbúa þá nálægt því að vera 3.071.000.

Álftanes skuldar u.þ.b. 7. milljarða.  Íbúafjöldi þar er u.þ.b. 2.500.  Heildarskuldir á íbúa því u.þ.b. 2.800.000

Vissulega segja skuldastöður ekki alla söguna, en það leynir sér ekki að staðan er ekki góð og í raun vandséð hvernig tekjur þessara sveitarfélaga geti staðið undir skuldunum.  Það hlýtur einnig að teljast áhyggjuefni að stórum hluta þessara skulda var safnað á "góðæristímanum".  Það breytir engu hvort að "góðærið" var fengið að láni eður ei, útsvarstekjur sveitarfélaganna bólgnuðu út sem aldrei fyrr.

Ég tók þessi 3. sveitarfélög sem dæmi, vegna þess að þau hafa verið mikið í fréttum vegna skuldastöðu þeirra undanfarin misseri, en líklega er staðan víðar ekki til fyrirmyndar.

Man einhver eftir umræðunum fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2006?  Þá vantaði ekki langa loforðalista um, bæði hvað varðaði rekstur og framkvæmdir.  Það var engu líkara en eitt helsta vandamál margra sveitarfélaga væri hvernig ætti að koma peningum í lóg.

Hart var rökrætt um hvort dagvistun barna ætti ekki að vera gjaldfrí og mörgum fannst það fátt sem sveitarfélögin væru ekki fær um.  Og víst má segja að mörg sveitarfélög hafi slegið hressilega í eyðsluklárinn.

Ég skrifaði stutta færslu fyrir fáum vikum um skuldakreppu opinberra aðila og spáði þar að niðurskurður á opinberri þjónustu yrði mikill á næstu misserum og hart tekist á um hvar hann ætti að koma til framkvæmda.  Næstu sveitastjórnakosningar munu líklega að mestu leyti snúast um bága fjárhagsstöðu og hvar eigi að skera niður og hvar hækka þjónustugjöld.


mbl.is Sum þurfa að taka á honum stóra sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru drykkjulæti áunnin hegðun?

Rakst á grein um drykkjuhegðun á vef BBC, þegar ég var að þvælast um netið.  Fannst greinin verulega áhugaverð, en ætla mér þó ekki að fullyrða að þessar rannsóknir eða stúdíur séu stóri sannleikurinn í málinu.

En hér má finna greinina:  Eru allur áfengisáróðurinn rangur?

Greinin er öll skrifuð með sjónarhorn á Breskt samfélag og þar má meðal annars lesa þessa setningu:

"The effects of alcohol on behaviour are determined by cultural rules and norms, not by the chemical actions of ethanol."

Þessi málsgrein fannst mér líka athygliverð:

"This basic fact has been proved time and again, not just in qualitative cross-cultural research, but also in carefully controlled scientific experiments - double-blind, placebos and all. To put it very simply, the experiments show that when people think they are drinking alcohol, they behave according to their cultural beliefs about the behavioural effects of alcohol."

Ég þykist næsta viss um að sitt sýnist hverjum í þessum efnum, en greinin er vel þess virði að lesa hana. 


Meirihluti gegn Euroinu

Það kemur mér ekki á óvart að sjá að meirihluti Eistlendinga sé í vafa um ágæti Eurosins, og myndi greiða atkvæði gegn upptöku þess hefðu þeir þess kost.

Ríkisfjármálin í Eistlandi eru í nokkuð góðu standi, enda lögðu Eistlendingar sig fram um að mæta öllum skilyrðum Maastricht samkomulagsins til að ganga í myntbandalagið.  Að sjálfsögðu var talað fjálglega um alla kostina, en minna fór fyrir umræðu um gallana.  Að einhver hafi minnst á þann möguleika að eftir innan við 10 mánuði frá upptöku Eurosins, yrðu Eistlendingar að ábyrgjast um 2. milljarða Euroa til að aðstoða sér ríkari lönd, tel ég afar ólíklegt.

En það er þó veruleikinn sem blasir við Eistlendingum í dag.  Ásamt hæstu verðbólgu á Eurosvæðinu (verðbólgan er að mig minnir 5.7%) atvinnuleysi er u.þ.b. 14%, húsnæðisverð er ekki svipur hjá sjón og mikill fjöldi Eistlendinga hefur farið erlendis í leit að atvinnu.

Það er sem er þó ef til vill verst er að samhliða þessu hefur traustið á stjórnmálunum og stjórnmálastéttinni beðið gríðarlegan hnekki.  Stór hluti almenning finnst að hann hafi verið blekktur og engar almennilegar útskýringar fengið hvers vegna þetta sé nauðsynlegt.  Hvað þá að útskýrt hafi verið hvað þetta muni þýða, ef ábyrgðin  leggst af fullum þunga á ríkissjóð Eistlands?

Hvar ætlar þá Eistneska ríkisstjórnin að skera niður á móti spyr fólk?


mbl.is Eistar efins um gildi evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun skapar ekki traust, það gera persónur

Ég hef oft heyrt talað um meintan menntunarskort Íslenskra stjórnmálamanna.  Forsætisráðherra sem er fyrrverandi flugfreyja, fjármálaráðherra sem er jarðfræðingur eða dýralæknir, utanríkisráðherra sem hefur kynlíf laxfiska sem sérgrein, eða sagnfræðimenntaðir viðskiptaráðherrar.

Margir telja þetta allt af hinu vonda og það er oft eins og mörgum dreymi helst um hið "menntaða einveldi".

Ég held að enginn telji að menntun sé löstur, en að hún tryggi gæði eða hæfni er svo annar handleggur.  Voru Íslenskir bankamenn og eru upp til hópa vel menntað fólk?  En tryggði það gæðin, siðferðið, árangurinn eða ábyrgðina?

Og svo annað dæmi sé tekið, stjórnuðu ekki "lærðir pólítíkusar" og afburðafólk, vel menntað og vel þenkjandi fólk um tilurð Eurosins?  Myntar sem voru bundnar miklar vonir til og er enn, en flestir eru sammála um að grunnurinn hafi verð byggður á pólítískri bjartsýni, fremur en raunveruleikanum.

Voru það ekki "virtir" fræðimenn sem komu fram í fjölmiðlum og fullyrtu að Ísland yrði að Kúbu norðursins, ef IceSave kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki samþykktar vafningalaust? 

En auðvitað er menntun góð og reynsla úr mismunandi störfum og/eða fyrirtækjarekstri er af hinu góða, en það sem mestu skiptir fyrir stjórnmálamenn er traust.

Það verður ekki tryggt með menntun, reynslu eða fyrirtækjarekstri.  Þar gildir heiðarleiki, hreinskilni og skilningur á mismunandi þörfum og löngunum kjósenda. 

Það skyldi þó ekki vera að "trauststuðullinn" sé lægri heldur en "menntunarstuðullinn" á Alþingi?

Ég hef sagt það áður að kjósendur hafi alltaf rétt fyrir sér og held mér við þá skoðun mína.  Þeir kjósa þá sem þeir bera mest traust til.  Rétt er að hafa í huga að ef staðið er frammi fyrir tveimur kostum, og sá sem valinn er bregst, þarf það ekki að þýða að hinn kosturinn hafi verið réttur eða betri.

Hitt er svo annað að ég get tekið undir þá skoðun að Alþingi sé farið að hafa skoðanir og afskipti af alltof mörgu.  Hið opinbera enda komið með nefið ofan í flesta koppa, og þingmenn sem gjarna er talað um sem "frjálslynda" flytja hvert stjórnlyndisfrumvarpið á fætur öðru.


mbl.is Gæti Alþingi stýrt fyrirtæki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil frekar vera litinn hornauga í Brussel en að þurfa að skammast mín fyrir framan börnin mín

Þannig hljóma orð Slóvakíska stjórnmálamannsins Richard Sulik, í minni eigin þýðingu.  Það er rétt að geta þess að þessi setning er þýdd úr ensku, enda þekking á Slóvakísku (vona að þetta sé rétt) ákaflega takmörkuð.  En á Ensku er setningin svohljóðandi:

"I’d rather be a pariah in Brussels than have to feel ashamed before my children,"

Slóvakar sögðu nei við stækkun neyðarsjóðs Eurolandanna.  Það þýðir auðvitað ekki að Slóvakar sleppi við að ábyrgjast sinn hluta af sjóðnum (að ég held 7.7 milljarða Euroa), þegar er byrjað að tala um að málið fari aftur fyrir þingið og þegar þetta er skrifað er verið að tala um að samkomulag þess efnis liggi nú þegar fyrir.

Þó að Slóvakar þurfi að skipta um ríkisstjórn er það auðveldur ásættanlegur kostnaður fyrir "einingu Eurolandanna".  Þegar á reynir hafa smáríkin rétt til að greiða atkvæði eins og þeim sýnist svo lengi sem það er þeim stærri þóknanlegt, þannig virkar valdið innan "Sambandsins". 

Reynið að ímynda ykkur Íslenska stjórnmálamenn í sömu stöðu og veltið því fyrir ykkur hver útkoman yrði?

En hvers vegna finnst Slóvökum það ósanngjarnt að þeir eigi að ábyrgjast "sinn skerf" í björgunarsjóð Eurolandanna?  Hvers vegna tala þarlendir stjórnmálamenn um að þeir vilji geta horft framan í börnin sín? 

Hvernig er það réttlætt að fátækt ríki eins og Slóvakía eigi að hlaupa undir bagga með Grikklandi? Ríki þar sem þjóðarframleiðslan nær ekki 3/5 af þjóðarframleiðslu Grikklands, þar sem eftirlaun ná rétt um 1/3 af því sem tíðkast í Grikklandi?

Hvers vegna á ríki sem lagði hart að sér við að uppfylla skilmála Maastricht sáttmálans að aðstoða ríki sem virðist hafa lagt sig í framkróka við að sveigja, beygja og brjóta sama sáttmála?

Hverjir ákváðu og hvers vegna að sjálfsagt væri að "breyta" Maastricht sáttmálanum á þann veg að skattgreiðendur Eurolandanna þyrftu að hlaupa undir bagga með skuldugum ríkjum?  Var það ekki skýrt tekið fram í sáttmálanum að það hvorki mætti né ætti að gera?

Er það nema von að sumum stjórnmálamönnum hrýsi hugur við að þurfa að útskýra það fyrir yngri kynslóðinni að skattar þeir sem þau greiða í framtíðinni renni til að styrkja mun "ríkari" ríki en þau sjálf búa í?

En erfiðast kann þó að verða að útskýra fyrir ungu kynslóðinni að hjálpin renni í raun ekki til Grikkja nema að litlu leyti, en æ fleiri eru þeirrar skoðunar að Grikklandi verði ekki bjargað frá gjaldþroti, heldur til banka sem starfa í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Ítalíu o.s.frv.

Skyldi mikið hafa verið rætt í Slóvakíu um möguleika á því að Slóvakar þyrfti að koma sér ríkari þjóðum til hjálpar, þegar þeim var "seld" aðild að Evrópusambandinu og möguleikann á því að taka upp Euro?

Eða var þeim "seld" aðild með því að fjalla eingöngu um kostina við aðild og Euroið, eins og einn Íslenski aðildarsinninn, minntist á að Evrópskir stjórnmálamenn hefðu verið uppteknir af.  Þeir gleymdu bara að minnast á gallana.

P.S. Ekki hef ég séð að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Slóvaska þingsins í Íslenskum fjölmiðlum, enda líklega óþarfi eð vera að halda neikvæðum fréttum að Íslendingum.  Ef það verður gert verða "andstöðuþingmennirnir" líklega afgreiddir sem hættulegir "populistar".


mbl.is Slóvakar fella björgunarsjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakannanir og markaðsrannsóknir. Stjórnmálamenn og frumkvöðlar.

Sagan segir að Steve Jobs hafi eitt sinn verið spurður að því hvað Apple hafi eytt í markaðsrannsóknir áður en iPodinn svar settur á markað.  Jobs er sagður hafa svarað að bragði:

“None. It isn’t the consumers’ job to know what they want.”

Það er mikið til í þessu og ekki líklegt að neytendur hefðu talið að eitthvað í líkingu við iPodinn væri einmitt það sem þeim vantaði.  Það er að segja áður en ipodinn varð til.

Fyrirtæki sem eingöngu eltir hugmyndir væntanlegra kaupenda getur gengið þokkalega, en það kemur ekki fram með byltingarkenndar vörur.

Ég hygg að það megi heimfæra þetta að miklu leyti upp á stjórnmál, stjórnmálaflokka og stjórnmálaflokka.  Þeir stjórnmálaflokkar sem byggja starf sitt og stefnu að miklu leyti á skoðanakönnunum og því sem þeir halda að kjósendur sé að "kalla eftir", geta á tímabilum gengið ágætlega og stundum slegið í gegn.

En það sem vantar í pólítíkinn víðast hvar nú um stundir að framtíðarsýn og hugmyndir.

Ef við heimfærum speki Jobs yfir í pólítikina, þá er það ekki hlutverk kjósenda að vita hvers þeir þarfnast eftir 5. ár, heldur vantar stjórnmálaleiðtoga sem gera það, leiðtoga hafa hafa hugmyndir og framtíðarsýn.

Þörfin er fyrir leiðtoga sem leiða, frekar en stjórnmálamenn sem eru leiddir.

Hitt er svo líka til í dæminu að framtíðarsýn sé aðeins tálsýn og hugmyndir reynast misjafnlega.

Það var að mig minnir Winston Churchill sem sagði að góður stjórnmálamaður þyrfti að vera þeim kostum gæddur að geta sagt hvað gerðist eftir ár, og eftir ár þyrfti hann að geta útskýrt af hverju það gerðist ekki.

Það er líklega nær þeirri stöðu sem við þekkjum í dag.

En við þurfum samt á framtíðarsýninni og hugmyndunum að halda.


Undarleg úttekt?

Nú er það jákvætt að gerð sé úttekt á Suðurnesjum og Suðnesjamönnum og ekki ætla ég sérstaklega að spauga með þá.

En mér þykir þessi frétt nokkuð skrýtin og óljós.  Í samstarfi við hvern er Evrópusambandið að gera úttekt á Suðurnesjum?  Hverjum bauð "Sambandið" að gera úttekt á Suðurnesjum?  Fyrir hvern starfar Anna Margrét Guðjónsdóttir (Margrét er að mér skilst handhafi titilsins "Evrópumaður ársins" og jafnframt varaþingmaður Samfylkingarinnar) sem ráðgjafi í þessu verkefni?

Höfðu Íslensk stjórnvöld milligöngu um þetta mál eða er þetta "prívatverkefni" af hálfu Evrópusambandins?

Eiga Íslendingar von á því að Evrópusambandið hyggist "taka út" fleiri landssvæði á Íslandi?

Orðalagið, "..að án efa eigi þær [niðurstöðurnar úr úttektinni] eftir að koma svæðinu til góða, ekki síst ef Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.", er óneitanlega nokkuð gildishlaðið.   Svona eins og að niðurstöðurnar verði ekki sérlega mikils virði ef Íslendingar hafni "Sambandinu".

Ef einhver veit meira um sögu þessa verkefnis eru upplýsingar vel þegnar hér hér athugasemdum.

Ég velti einnig fyrir mér hvort að það sé algengt að erlend ríki eða ríkjasambönd bjóðist til að gera úttektir svipaðar þessari á Íslandi?

Í mínum huga vekur þessi frétt alla vegna mun fleiri spurningar en svör.


mbl.is ESB tekur út Suðurnesin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælasti brandarinn í Eistlandi

Fékk þennan brandara sendan frá kunningja mínum í Eistlandi.  Hann fullyrti að þetta væri vinsælasti brandarinn í landinu þessa dagana.

 “For 500 euro a month, you can adopt a Greek. He will sleep late, drink coffee, have lunch and take a siesta, so that you can work.”


Skyldulesning - Hvernig góð hugmynd varð að harmleik. Hættulegasta mynt í heimi?

Undanfarna þrjá daga hefur vefsíða Þýska blaðsins Der Spiegel birt afar fróðlegan greinarflokk um hvernig euroið kom til sögunnar, hvernig það þróaðist, hvernig flestar reglur í kringum það hafa verið þverbrotnar og hverjir eru framtíðarmöguleikar þess.

Greinarnar þrjár sem þýddar eru yfir á ensku úr þýsku, eru afar fróðlegar og ættu að vera skyldulesning öllum þeim sem fylgjast með alþjóðastjórnmálum og ekki síst Eurokrísunni sem skekur orðið stóran part heimsins.

Euro bombÞað er ekki síður ástæða til þess að hvetja Íslendinga sem eru að velta þvi fyrir sér hvernig gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar sé best skipað til framtíðar (er það ekki næstum öll þjóðin nú orðið) að lesa greinina.  Þeir sem velta því fyrir sér hvort að hagstætt sé fyrir Íslendinga að ganga í Evrópusambandið fá líka með lestri greinanna nokkra innsýn hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á þeirri eyrinni.

Hér að neðan eru hlekkir á greinarnar, og svo skeyti ég inn nokkrum áhugaverðum punktum.

1. Hvernig góð hugmynd varð að harmleik

2. Hvernig Eurosvæðið hirti ekki um eigin reglur.

3. Hvert stefnir Euroið?

 

The promises of the euro were recorded in the Maastricht Treaty. It was to be a currency that would make Europe strong in a competitive globalized world; that would bring the European economies closer together; that would oblige countries to limit their debts and deficits; that would guarantee that no country would be liable for the debts of another; and that would promote political unity.

And the details? Well, they would be ironed out later.

 ...

Italy's government debt of 115 percent of GDP was dramatically higher than the 60 percent debt limit agreed to in the Maastricht Treaty. Belgium was also massively in violation of treaty provisions.

At the time, then-Bundesbank President Tietmeyer noted with concern that, in 1998, the Europeans, inspired by the sheer magnitude of their project, had eliminated the final test of whether enough countries even satisfied the requirements for the euro, from their roadmap for switching to the new currency. They were determined that the euro would be introduced on Jan. 1, 2002.

In a German government meeting that was supposed to make a decision on the currency, Tietmeyer raised his objections against certain euro candidates -- to no avail. In fact, the outcome of the meeting had already been determined in advance, and it had even been stated in writing.

...

In 1992, for example, 62 German professors issued a joint warning against introducing the euro. They feared that the monetary union, the way it was structured, would "expose Western Europe to strong economic fluctuations, which, in the foreseeable future, could lead to a political acid test."

In the end, the political will prevailed over the economic objections. In April 1998, the two houses of the German parliament, the Bundestag and the Bundesrat, which represents the interests of Germany's 16 states, cleared the way for the last step toward monetary union.

...

Few within the European Commission openly criticized the loosening of the Maastricht rules. And the Germans, together with the French -- both facing the threat of an excessive debt procedure -- were too busy undermining the Maastricht Treaty. The two countries, determined not to submit to sanctions, managed to secure a majority in the EU's Council of Economic and Finance Ministers to cancel the European Commission's sanction procedure. It was a serious breach of the rules whose consequences would only become apparent later.

 

The German-French initiative effectively did away with the Stability and Growth Pact, which the Germans had forced their partners to sign. The consequences were fatal. If the two biggest economies in the euro zone weren't abiding by the rules, why should anyone else?

...

The architects of the euro and their successors have lost the Maastricht Treaty bet. They have jeopardized an agreement made by 12 countries in the hope that the markets wouldn't notice how fragile their shiny new currency really is. And what the founders of the euro left in the way of loopholes in the original treaty -- which was aimed at providing a stable foundation for the common currency -- their successors have used in the course of 10 years to make the euro even more vulnerable.

In defiance of all rules, the euro countries have almost doubled their combined national debt since 1997. It has grown by close to €2 trillion, or 30 percent, in the last three years alone. Without the costs incurred as a result of the financial crisis, perhaps it would have taken longer for the bet to turn sour, but it would have done so nonetheless. The euro had too many design defects, the European political class was too weak to correct them, and Europeans themselves were too disinterested in the entire massive project.

...

For a monetary union to function, the economies of its member states cannot drift too far apart, because it lacks the usual balancing mechanism, the exchange rate. Normally a country depreciates its currency when its economy falters. This makes its goods cheaper on the world market, allowing it to increase exports and thereby reduce its deficits. But this doesn't work in a monetary union. If one country doesn't manage its economy effectively, the common currency acts as a manacle.

If Greece were a state in a United States of Europe with a common fiscal and economic policy, it would be just as protected as the city-state of Bremen, also deeply in debt, is by the Federal Republic of Germany. But because there is no common European fiscal policy, Greece, as the weakest country in the European Union -- and despite the fact that it only contributes three percent to the total economic output of the euro countries -- becomes a systemic threat for 16 countries and 320 million Europeans. And the euro, intended as a means of protecting Europe against the imponderables of globalization, becomes the most dangerous currency in the world.

...

"The current policy is to act as if a liquidity crisis could be overcome," says Rogoff, "and as if all it took were to hand out enough loans to jump-start growth once. But it's the wrong diagnosis. We have a solvency crisis, and we have European countries and regions that are fundamentally bankrupt. No loan in the world, no matter how big, will save Greece, nor will it save Portugal and probably not Ireland, either, and Italy is also very worrisome."

...

In the end, only two possibilities will remain: a transfer union, in which the strong countries pay for the weak; or a smaller monetary union, a core Europe of sorts, that would consist of only relatively comparable economies.

A transfer and liability union requires new political institutions, and individual countries would have to confer a significant portion of their powers on Brussels. Some politicians are warming up to this idea as they consider an economic government or even a United States of Europe, but without explaining exactly what this means.

The second path is the more likely one. It will not be easier, and it might not be any less costly, either. First a firewall would have to be erected between the countries that are in fact insolvent and do not stand a chance of ever repaying their debts, like Greece, and others that have only a short-term liquidity problem. Then the banks would have to be provided with government funds, so that the financial system does not collapse when banks are forced to write off some of the government bonds on their balance sheets. Finally, the countries exiting the euro zone would require continued support, because Europe cannot simply look on as countries like Greece descend into chaos.

...


Héraðskosningar í Ontario, Frjálslyndi flokkurinn, tapar fylgi, vinnur minnihlutastjórn

Héraðskosningar í Ontario fóru fram hér í Ontario í gær.  Frjálslyndi flokkurinn, undir forustu Dalton´s McGuinty, forsætisráðherra fór með sigur af hólmi, þótt að þeir töpuðu verulegu fylgi og 15. þingmönnum.  Þetta þykir þó mjög góður sigur hjá flokknum og McGuinty, enda voru flestar skoðanakannanir flokknum andsnúnar, þangað il 2. til 3. vikum fyrir kosningar.

En niðurstöðurnar urðu sem hér segir:

Frjálslyndi flokkurinn (Liberal Party) 37.6%  53 þingmenn

Framfarasinnaði íhaldsflokkurinn (Progresssive Conservative Partu) 35.4%  37 þingmenn.

Nýi lýðræðisflokkurinn (New Democratic Party- NDP) 22.7% 17 þingmenn

Græningjar (Greein Party)  2.9%   0 þingmenn

Aðrir  1.3%

Það sem er þó ef til vill mest sláandi við þessar kosningar er þátttakan, en hún hefur aldrei verið minni eða u.þ.b. 48%.  Af u.þ.b. 8.5 milljónum á kjörskrá greiddu aðeins u.þ.b. 4.1 milljón atkvæði.  Það hlýtur að teljast sorgleg niðurstaða og er miklu lakari þátttaka en í alríkiskosningunum síðustu, en þar var kosningaþátttakan u.þ.b. 61%.

En það er athyglisvert fyrir þá sem hafa áhuga á mismunandi kosningakerfum að stúdera Kanadískar kosningar og sjá hvernig einmenningskjördæma fyrirkomulagið kemur út.  Persónulega finnst mér það skila hræðilegum niðurstöðum, gríðarlegur munur á hvernig atkvæðafjöldi er og svo aftur þingmannafjöldi.  Einmenningskjördæmaskipunin á mjög líkleg sinn þátt í því hve kjörsókn er hér slök.

Kerfinu til málsbóta má þó líklega nefna að nálægðin er meiri og enginn frambjóðandi er 100% öruggur og þar sem hefð fyrir samsteypustjórnum er því sem næst engin, þá er kerfið líklegra til að skila starfhæfum ríkisstjórnum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband