Meirihluti gegn Euroinu

Það kemur mér ekki á óvart að sjá að meirihluti Eistlendinga sé í vafa um ágæti Eurosins, og myndi greiða atkvæði gegn upptöku þess hefðu þeir þess kost.

Ríkisfjármálin í Eistlandi eru í nokkuð góðu standi, enda lögðu Eistlendingar sig fram um að mæta öllum skilyrðum Maastricht samkomulagsins til að ganga í myntbandalagið.  Að sjálfsögðu var talað fjálglega um alla kostina, en minna fór fyrir umræðu um gallana.  Að einhver hafi minnst á þann möguleika að eftir innan við 10 mánuði frá upptöku Eurosins, yrðu Eistlendingar að ábyrgjast um 2. milljarða Euroa til að aðstoða sér ríkari lönd, tel ég afar ólíklegt.

En það er þó veruleikinn sem blasir við Eistlendingum í dag.  Ásamt hæstu verðbólgu á Eurosvæðinu (verðbólgan er að mig minnir 5.7%) atvinnuleysi er u.þ.b. 14%, húsnæðisverð er ekki svipur hjá sjón og mikill fjöldi Eistlendinga hefur farið erlendis í leit að atvinnu.

Það er sem er þó ef til vill verst er að samhliða þessu hefur traustið á stjórnmálunum og stjórnmálastéttinni beðið gríðarlegan hnekki.  Stór hluti almenning finnst að hann hafi verið blekktur og engar almennilegar útskýringar fengið hvers vegna þetta sé nauðsynlegt.  Hvað þá að útskýrt hafi verið hvað þetta muni þýða, ef ábyrgðin  leggst af fullum þunga á ríkissjóð Eistlands?

Hvar ætlar þá Eistneska ríkisstjórnin að skera niður á móti spyr fólk?


mbl.is Eistar efins um gildi evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er ánægður með evruna en allgjörlaga á móti því að eistar taki þatt í hjálparpakka eyðsluseggjanna!!

sigurður örn brynjólfsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 15:03

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Siggi, ég held að margir Eistlendingar myndu svara svipað, en sá möguleiki er líklega varla til í stöðunni eins og er.

Euroið felur í sér ýmsa kosti, en þeir kostir hverfa og gallarnir taka yfir í árferði eins og nú.  Þegar á reynir og gefur á bátinn og sömuleiðis til langframa, þarf myntsvæði að vera samhæfðara og krefst þess einhverjar tilfærslur sé innan myntsvæðisins.

Það þarf ekki annað en að líta til myntsvæða eins og hér í Kanada nú eða í Bandaríkjunum, þar sem hvert ríki eða hérað hefur býsna mikla sjálfstjórn, en alríkisstjórnin hefur það ekki síður og nota gjarna háar fjárhæðir til að styrkja svæði sem standa illa.

G. Tómas Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband