Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Hvað gerðu þeir við Svissneska frankann?

Fyrir nokkru lýsti Svissneski seðlabankinn því yfir að hann myndi verja gengi Svissneska frankans gagnvart Euroinu - það er að segja verja það niður á við, þannig að Svissneska frankanum yrði ekki leyft að styrkjast ótakmarkað.  Gengið sem bankann ætlar að verja er að Euroið jafngildi 1.20 Svissneskum franka. 

Lýsti Svissneski seðlabankinn að hann væri reiðubúinn til að kaupa ótakmarkað magn af erlendum gjaldeyri til að verja þetta markmið sitt.

Sá misskilningur virðist hafa breiðst út á meðal Íslenskra "Sambandssinna" að þetta þýði að Svissneski frankinn hafi verið bundinn við Euroið.  Það er býsna langt frá sannleikanum.  Það að Sviss hafi ákveðið að kaupa "ótakmarkað" magn af Euroum, til að stemma stigu við flótta úr Euroinu yfir í Svissneska franka, þýðir það ekki að frankinn hafi verið bundinn við Euroið, né að það sé traustsyfirlýsing fyrir Euroið, þvert á móti, Sviss er að grípa til neyðarráðstafana vegna þverrandi trausts á Euroinu.

Þetta er hins vegar notað til að hræða Þjóðverja með því að það sama myndi gerast ef þeir hefðu sitt gamla góða Mark, þ.e.a.s. ef mynt þeirra væri ekki dregin niður í verðgildi af Grikkjum, Ítölum, Portúgölum, Spánverjum, Írum, o.s.frv.

En þessi miskilningur "Sambandssinna" birtist þó á vefsíðum þeirra hér og þar, t.d. hér.  En á þessarri vefsíðu mátti lesa:

Göran Persson: Evran sterkur gjaldmiðill - sænska/norska krónan geta orðið fyrir árás

Göran Persson, fyrrum fjármálaráðherra og forsætisráðherra Svíþjóðar sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að Evran væri traustur gjaldmiðill og að spákaupmenn gætu vel gert árás á bæði norsku og sænsku krónuna. Þetta væru litlir gjaldmiðlar.´

Persson sagði að svissneski frankinn væri dæmi um lítinn gjaldmiðill sem hefðu þurft að sækja sér skjólí Evruna.

Sviss tengdi fyrir skömmu frankann við Evurna.

Mér fannst rétt að gera athugasemd við þessa fullyrðingu og eftirfarandi skoðanaskipti urðu við ofangreinda færslu:

Já, já evran sterkur gjaldmiðill allt í lagi.

Valdimar Samúelsson, 5.10.2011 kl. 21:24

Vitleysa, Sviss tengdi ekki gjalmiðill sinn við Euroiði.  Hins vegar lýsti Sviss því yfir að það myndi ekki leyfa euroinu að hrapa niður fyrir ákveðið mark gagnvart Svissneska frankanum. 

Það er ekki alveg það sama og að tengja frankann við Euroið.

Euroið var hins vegar að segja má í frjálsu falli gagnvart Svissneska frankanum, vegna þess að fjárrfestar höfðu trú á efnahagstjórn Sviss, en ekki Eurolandana, þegar til framtíðar var litið.  Því flúðu þeir úr Euroinu yfir í frankann.

það er ekki beint traustyfirlýsing við Euroið, heldur þvert á móti.

G. Tómas Gunnarsson, 5.10.2011 kl. 23:36

  Göran Persson,ráðlagði á fundi í H.Í. 2009,að þjóðin efndi ekki til kosninga,svo skömmu eftir hrun. Hefðu betur hlýtt þeim ráðleggingum. Afleiðingarnar geigvænlegar,en áminningin opinberar óheilindi þeirra sem traust var lagt á,lexía komandi kynslóða.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2011 kl. 00:19

Valdimar, Ársbreytingin á evrunni gagnvart USD er -3,2%. Það er að evran hefur veikst um -3,2% gagnvart USD á heilu ári.

Það er mikill stöðugleiki.

G.Tómas, Evran hefur bara veikst um 8,1% á einu ári gagnvart CFH. Reyndar var sterkur Franki orðin mikið vandamál. Þannig að Svisslendingar beintengdu Svissneskafrankan við evruna á fastgenginu 1€ = 1.20CFH. Þetta gerðu svisslendingar til þess að vernda útflutninginn hjá sér og til þess að koma í veg fyrir kreppu.

Svona fullyrðingar eins og þær sem þú setur fram hérna eru því rangar.

Enda er evran annar stærsti varasjóðsgjaldmiðill í heimi. Strax á eftir Bandaríkjadollar.

Hérna er gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum heimsins.

Jón Frímann Jónsson, 6.10.2011 kl. 02:38

það er náttúrlega rétt að þeir svissararnir þurftu að leita skjóls í Evrunni. það var þannig.

það er eins og menn eigi erfitt með að skilja að það að spekúlantar geti spíralað gjaldmiðil upp úr þakinu í spekúlatífu gróðraskyni eins og þeir gerðu við gjaldmiðil svissarana - það er stórvandamál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.10.2011 kl. 09:10

"Despite the uncertainty, however, Switzerland on Tuesday pegged its currency to the euro, announcing that the exchange rate was not to fall below 1.20 Swiss francs per euro."

Bein tilvitnun úr greininni í Spiegel sem "JáÍsland" vísar í.  Svisslendingarnir tilkynntu að þeir myndu ekki leyfa Euroinu að falla niður ákveðið mark (1.20).  Styrking þess verður hins vegar leyfð óhindrað.   Því er ekki rétt að segja að frankinn sé beintengdur Euroinu.

Það þýðir ekki að að Sviss sé ekki í stórfelldum vandræðum vegna veikleika og vandræða Eurosins, en það má jafnvel segja um alla heimsbyggðina.

En FAZ er með betri skilning á því hvað Svisslendingar eru að gera heldur en Íslenskir "Sambandssinnar".  Beint úr sömu Spiegel grein:

"The Swiss National Bank is not tightly binding the franc to the euro; that would be the end of independent monetary policy. But it has established a minimum value. In its efforts to defend that minimum, the SNB will likely acquire euro reserves that will vastly exceed those piled up in similar interventions in 2009 and 2010. The result will be ... a much greater dependence on the euro. Most of all, though, how will the Swiss central bank ultimately back away from its new policy? The international economic improvements that are necessary for that to happen are far in the future. And how the country will manage to avoid inflation remains a secret. The Swiss will experience the same problems that others have before them: inflation starts gradually, but is extremely persistent."

G. Tómas Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 11:18

Smá í viðbót úr sömu Spiegel grein, styrking frankans nam u.þ.b. 20%, áður en Svissneski seðlabankinn tilkynnti að hann myndi kaupa "ótakmarkaðan erlendan gjaldeyri" til að verja 1.20 gengið gagnvart Euroinu. 

"The country had little choice. The massive increase in the value of the franc this year -- its value relative to the euro had increased by 20 percent since January -- had begun to slow the economy."

G. Tómas Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 11:35

Bottom line.

Frankinn, norska krónana og sænska eru of það litlir gjaldmiðlar að þeir þurfa stuðning frá stórum gjalmiðlum vegna flökts sem er útaf spákaupmennsku ekki útaf hagkerfis þjóðarinnar sjálfs.

Ef þessir gjaldmiðlar eru of litlir... þá þarf ekkert að ræða þetta þegar kemur að íslensku krónunni.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.10.2011 kl. 12:05

10  Spiegel: Evran hættulegasti gjaldmiðill í heimi

6. október 2011 klukkan 08:47

Evran er hættulegasti gjaldmiðill í heimi segir Spiegel í dag og segir að gjaldmiðillinn hafi verið byggður á skuldum annars vegar og blekkingum hins vegar. Við upptöku evrunnar hafi efnahagslegum grundvallaratriðum verið fórnað fyrir rómantíska pólitíska sýn á framtíðina. Þetta mat á evrunni kemur fram í greinaflokki, sem er að hefja göngu sína í Spiegel, þar sem fjallað er um tilurð evrunnar og þróun.

Örn Ægir Reynisson, 6.10.2011 kl. 12:43

11  Á síðum Evrópusamtakana sjáum við blekkingarnar

Örn Ægir Reynisson, 6.10.2011 kl. 12:44

12  Sleggjan og hvellurinn misskilur hvað er að gerast.  Það er í raun Svissneski seðlabankinn sem er að styrkja Euroið, með stórfelldum kaupum á því.   Þetta gerir hann til að viðhalda vísi að stöðugleika í gengisskráningunni þa milli myntanna.  Stöðugleika sem "Sambandið" er ófært um að viðhalda.

Með þessu veikir Sviss gjaldmiðill sinn og eykur verðbólguhættu, en gerir hagkerfi sitt samkeppnishæfara.

Að mörgu leyti einmitt það sem Grikkland, Írland, Portúgal, Ítalía og Spánn þyrftu á að halda, en þeir hafa ekki þetta úrræði.  Þar verður að lækka launin, atvinnuleysi eykst og þar fram eftir götunum.

G. Tómas Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 13:26

13  Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 0,86%, Kanadadollar 5,44%, breska sterlingspundinu 0,83%, íslensku krónunni 3,29%, norsku krónunni 0,4% og sænsku krónunni 2,03% en lækkað um 0,66% gagnvart svissneska frankanum.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 112,43%.

Steini Briem, 6.10.2011 kl. 14:51

14  Ef laun lækka þá ætti atvinnuleysi að lækka einnig. Ekki aukast einsog þú gefur í skyn G.Tómas.

Það lyggur ljóst fyrir. Ef lágmarkslaun væri lægri þá hefði fyrirtæki efni á að ráða fleiri starfsmenn.

Það er rétt að það þarf að lækka laun í Grikklandi. En launin lækkuðu einnig á Íslandi í gegnum gengsifallið.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.10.2011 kl. 16:52

15  Sleggjan og þruman ætti ef til vill að kynna sér hvernig málum er háttað t.d. í Grikklandi.  Hvernig atvinnuleysið er þar og hvernig það hefur þróast, hvernig laun hafa lækkað og hvernig sívaxandi fjöldi Grikkja flytur á brott.

Launalækkun getur komið í veg fyrir að atvinnuleysið verði enn meira, en tryggir engan veginn að það minnki. 

Laun hafa lækkað víðar um Evrópu s.s. í Eystrasaltslöndunum.  En það er alveg rétt aö laun lækkuðu líka á Íslandi.

En þegar laun lækka með gengisfalli, dreifist það jafnt yfir alla línuna.  Enginn sleppur.

G. Tómas Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 18:47

Greinina á vef Der Spiegel sem vitnað er ítrekað í hér að ofan, má finna hér.

 


I Don't Need .....

I dont need sex

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér er sagt að bolir sem þessi seljist nú sem aldrei fyrr um víða veröld.


Einstaklingur sem breytti heiminum

Steve Jobs in memorian

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru einhverjir töfrar í kringum Steve Jobs.  Hann breytti heiminum.  Ég man enn þegar ég prufaði Macintosh í fyrsta sinn, gamla "rafsuðuhjálminn", það var seint á árinu 1984.  Í fyrsta sinn sem ég vann eitthvað gagnlegt á tölvu. 

Þetta frábæra notendaviðmót og tölvumúsin sem áttu án efa stóran þátt í hve hratt einkatölvan sigraði heiminn.

Þó að tækninni hafi fleygt fram hraðar en auga á festi og ég hafi ekki notað "Makka" í fjöldamörg ár, er tölvu viðmótið ennþá ótrúlega keimlíkt og ég kynntist þennan dag fyrir 27. árum.


mbl.is Steve Jobs látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningsmarkmiðið er aðeins eitt

Það þarf engan að undra að Jóhanna skuli lýsa því yfir að mótun samningsmarkmiða Íslands standi fyrir dyrum.

Þegar stefnuræðan er "copy/paste" úr eldri stefnuræðum, gömlum kosningaloforðum og öðru orðagjálfri sem gjarna safnast á tölvur stjórnmálamanna með tíð og tíma er alltaf hætta á mistökum.

Það er hinsvegar alvarlegt mál fyrir Jóhönnu að hún skuli ekki hafa betri prófarkalesara/yfirfarara. 

En auðvitað hefur engin vinna farið í samningsmarkmið, auðvitað fara Íslendingar ekki með kröfugerð á hendur Evrópusambandinu.  Hefur einhver heyrt um þjóðir sem gera það?

Samningsmarkmið Samfylkingarinnar og nú ríkisstjórnarinnar hefur frá upphafi einungis verið eitt.

Að ganga í Evrópusambandið.

Samningamenn sitja svo yfir því hvaða undanþágur gæti þurft til að blekkja þjóðina til að samþykkja samning, og hvað lengi þær mega vara.

Samningamenn þurfa jú að koma heim með glæsilega niðurstöðu.

 


mbl.is Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

In God We Trust

In God We Trust, er velþekkt slagorð úr fjármálaheiminum.  Það hefur prýtt Bandaríska seðla og mynt um langt árabil.  Ef til vill undirbýr Íslenski fjármálageirinn, eða ríkishluti hans að taka upp þetta sama slagorð.  Ef til vill er traustið á almættinu það eina sem getur bjargað geiranum. Eða þá að traust almennings á hið sama almætti er það eina sem getur fengið almenning til að halda áfram viðskiptum sínum við hina sömu banka.

Alla vegna virðist guðfræðimenntum hafa stigið all verulega í verði innan fjármálageirans sbr. ráðningu Páls Magússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins.

Þær láta ekki að sér hæða faglegu ráðningarnar og öll ferlin sem er búið að koma upp.

Hitt kann svo vera að ríkisstjórnin hafi ekki gefist að fullu upp við að byggja brýr yfir til "Sambandssinna" í Framsóknarflokknum.  Þar nýtist menntun Páls einnig vel því almættið, "Sambandið" og pólitík mun eiga það sameiginlegt að vegir þeirra eru órannsakanlegir.


Gengið fer upp og niður, gjaldeyrissveiflur eru eðlilegar. Himbriminn lendir

CADUS 1ar 051011

 

 

 

 

 

 

 

Hér að ofan má sjá graf sem sýnir gengisþróun á milli dollara Kanada og Bandaríkjanna í akkúrat ár frá deginum í dag.

Hæst fór Kanadíski dollarinn í u.þ.b. 106 Bandarísk cent, en stendur nú u.þ.b. 94 centum, en við upphafspunkt (fyrir nákvæmlega 1. ári) stóð hann í u.þ.b. 98 centum. 

Bandaríkin eru lang stærsta viðskiptaland Kanada og því hefur þessi sveifla veruleg áhrif.

Samt er almenn talið að Kanadískt efnahagslíf standi nokkuð vel og bankakerfið hér sömuleiðis talið með þem traustara á heimsvísu.

En hvernig stendur þá á því að munur á hæsta og lægsta gengi í grafinu er er u.þ.b. 12 cent, eða sem samsvarar u.þ.b. 11%?  Er skuldastaða Kanada ekki betri en Bandaríkjanna?

Þó varasamt sé vera með sterkar fullyrðingar í efnum sem þessum má segja að tvær meginástæður séu fyrir flöktinu á Kanadíska dollaranum.

Almenn styrking hins Bandaríska, þegar fjárfestar leita í skjól myntar sem þeir treysta og svo að sá Kanadíski fellur með hugsanlegum framtíðarhorfum Kanadíska hagkerfisins.

En Kanadíska hagkerfið er hráefnadrifið, enda landið líklega eitt það auðugasta af náttúrulegum hráefnum. 

Nú þegar margir spá djúpri kreppu framundan er reiknað með að eftirspurn eftir Kanadískum hrávörum falli, verðið lækki og þar fram eftir götunum.  Því lækkar gengið.

En það þýðir líka að verðfallið á hrávörunum verður minna í Kanadískum dollurum og erfiðleikarnir verða ekki eins miklir fyrir "hrávöruframleiðendur".  En innfluttar vörur munu hækka í verði.

Íbúafjöldi Kanada er innan við 10% af íbúafjölda Bandaríkjanna, þeirra lang stærsta viðskiptalands.  Flöktið milli gjaldmiðla landanna hefur alltaf verið töluvert.  Sumir spá því að Kanadadollarinn muni aðeins kaupa 70 Bandarísks cent snemma á næsta ári.

Samt heyrist ekki talað um að Kanada ætti að sækja um inngöngu í Bandaríkin, eða taka upp gjaldmiðll þeirra (einstaka tillögur hafa komið fram um að taka upp Bandaríkjadollar, en aldrei verið ræddar sem raunhæfur möguleiki).  Kanadabúar vilja almennt búa í sjálfstæðu fullvalda ríki (ef bara þeir vildu nú gera eitthvað í því að losa sig við drottninguna), þannig sjá þeir framtíð sinni best borgið.

Hér er ágætis grein úr National Post - Loonie Comes Down To Earth

 P.S.  Himbriminn lendir vísar til þess að ég kalla Kanadíska dollarann stundum Himbrimann, sem er "djók" þýðing á gælunafni hans, The Loonie.  En það gælunafn er dregið af 1. dollar myntinni sem er með mynd af loon, eða himbrima.

 


Þetta er hægt, framlag Kanadíska ríkisins til stjórnmálaflokka skorið af

Það gerist æ sjaldnar að ég er virkilega ánægður með stjórnmálaflokka, en sem betur fer gerist það ennþá.

Í gær mátti lesa í Globe and Mail að Kanadíska ríkisstjórnin, undir forystu Steven Harpers (Íhaldsflokknum, Conservative Party) ætli að leggja niður ríkisframlög til stjórnmálaflokka.  Framlag þetta hefur numið tveimur dollurum á atkvæði, greitt árlega.  Þessi fyrirætlun kom skýrt fram í málflutningi flokksins fyrir kosningar, og hefur reyndar verið það lengi, en komst ekki til framkvæmda í fyrri ríkisstjórnum hans, sem voru minnihlutastjórnir, vegna andstöðu annara flokka.

Ég fagna þessu, ríkisrekstur er nægur þó að stórum hluta rekstri stjórnmálaflokkanna sé ekki bætt þar á.

 


Pistill dagsins

Hvet alla til að lesa pistil eftir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmann á Pressunni.  Þar er Brynjar að fjalla um Stjórnlagaráð og tillögur þess um nýja stjórnarskrá handa Íslendingum.  Tvímælalust pistill dagsins.

Í flesta staði afar góð lesning sem rétt er að hvetja sem flesta til að lesa grein Brynjars sem og að kynna sér tilllögur Stjórnlagaráðs.

En það flaug líka í gegnum huga minn ein spurning (eða öllu heldur tvær)  þegar ég var að lesa grein Brynjars, hversu margir af fulltrúum Stjórnlagaráðs (og þá ef til vill sérstaklega þeir sem hvað oftast eru í því hlutverki að útskýra fyrir almenningi tillögurnar) eiga að baki feril í stjórnmálum þar sem þeir nutu ekki sérstaks brautargengis?  Eða ekki fengið pólítískt skipað starf sem þeir sóttust eftir?

Ég hef ekki haft tíma til þess að kynna mér tillögur Stjórnlagaráðs til hlýtar.  En ef ég væri beðinn um að greiða um þau atkvæði akkúrat núna myndi ég fella tillögurnar.

Ef til vill breytist skoðun mín þegar ég kynni mér þær frekar (ég er búinn að hlaða þeim niður og glugga í þær), en mér finnst þó ekki margt benda til þess.


Ríkisstjórn í ruglinu

Það verður ekki af þessari ríkisstjórn skafið að aðrir komast ekki nálægt með tærnar þar sem hún hefur hælana í ruglinu.

Nú talar forsætisráðherra um að bankarnir eigi að reka sig með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi og skila hagnaði sínum til samfélagsins.

Þá liggur beinast við að spyrja, hver vegna hélt ekki ríkisstjórnin bönkunum þegar hún hafði þá í höndunum?  Hvers vegna kaus hún að selja þá í hendur erlendra vogunarsjóða?  Stóðu Jóhanna og Steingrímur í þeirri trú að þau væru að láta bankana í hendurnar á Hróa hetti, sem kæmi til Íslands til að ræna þá ríku og færa fátækum?

Létu Jóhanna og Steingrímur hina nýju eigendur bankanna fá blað með samfélagslegum skyldum þeirra þegar þau afhentu þeim bankana?

Hvað ætlar ríkisstjórnin næst að gera?  Hóta eigendum bankanna með þjóðnýtingu?

Svo talar ríkisstjórnin eina mínútuna um nauðsyn þess að skapa traust erlendra fjárfesta á Íslandi og svo næstu mínútuna um nauðsyn þess að búa til nýja skatta til þess að taka hagnað erlendra fjárfesta (þeirra sem eiga Arion og Íslandsbanka) af þeim. 

Það er er ekki það sem þarf til að skapa traust erlendra fjárfesta (og hífa Ísland upp af botninum í þeim efnum) að ríkisstjórn skelli á sköttum einfaldlega ef þeir sjá hagnað sem hún telur að eigi ekki að vera þar.  Allra síst ef hún stóð sjálf að því að selja eigendunum viðkomandi fyrirtæki.

Skattar eiga að vera almennir, ekki leggjast á fyrirtæki eftir starfsgreinum.


mbl.is Bankarnir skili hagnaði til samfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræður á meðan eldað er

Ég hlustaði á Eldhúsdagsumræður á Alþingi á meðan ég bjó til kvöldmatinn.  Færði tölvuna inn í eldhús og lét Íslenska umræðuhefð lykjast um mig.

Það voru þrír þingmenn sem fengu mig til að hlusta aðeins betur og mér fannst standa sig áberandi best.  Annars leið þetta að mestu framhjá á meðan ég brytjaði niður kjúklingaupplærin, skrældi kartöflurnar og brytjaði niður maísinn.

Birgir Ármannsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Svanhvít Svavarsdóttir.  Það að mér hefi þótt þau standa sig best þýðir ekki að ég hafi verið sammála ræðum þeirra orð frá orði, en þau fengu mig til að hlusta.

Og jú, pottrétturinn varð ágætur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband