Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Lýðskrum er annað orð

Ég er alveg sammála frú Joly hvað þetta varðar.  Þetta fyrirkomulag lyktar af pólítísku sjónarspili og lýðskrumi langar leiðir.

Líklega þekkir Joly af eigin reynslu að það verður að sækja af hörku og eftir hefðbundnum lagalegum leiðum, ef árangur á að nást.

Það er enda skrýtið ef ríkisstjórnin treystir ekki á lagalegt umhverfi landsins og vill reyna undarlega einkamála leið.

Hljómar ekki traustvekjandi, en ríkisstjórnin vill sýnast hörð af sér og Steingrímur "Lonesome Cowboy" Sigfússon hefur ekki fundið betri leið til þess en þá sem hér er rædd.

En ég held að lítils árangurs sé að vænta, enda líklega ekki reiknað með honum. En lýðskrum er jú ódýr leið sem oft gefst vel.


mbl.is Telur nýjan starfshóp pólitískt útspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óljós afstaða

Ég verð að viðurkenna að mér þykir afstaða þingflokks Sjálfstæðisflokksins í þessu máli skrýtin.

Um er að ræða eitt stærsta og mikilvægasta mál sem komið hefur upp í lýðveldissögunni og nú sem aldrei þörf á skýrri afstöðu.

Stundum þarf að segja af eða á.

Hjáseta í stórum málum sem þessu er ekki traustvekjandi, að sitja á girðingunni og horfa óákveðinn til beggja átta gefst ekki vel, er líklegt að leiða til kyrrstöðu eða hnignunar.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrasheimur stjórnmálamanns

Það er fróðlegt að lesa grein Sigurðar Líndal á Pressuvefnum.  Sigurður hefur líklega verið að eins lengi og ég man, og oft hefur verið vitnað til hans og hans álit fengið í álitamálum.  Einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar þó ekki gert skoðunum Sigurðar eins hátt undir höfði nú og oft áður.

Ég skora á alla að lesa greinina, þó að hún sé löng og á köflum ef til vill ekki auðlesin, efnið er þess eðlis, þá er þeim tíma vel varið.  Sigurður skrifar góðan texta og er mér vitanlega ekk kunnur fyrir sleggjdóma eða óþarfa upphrópanir.

En lokaorð Sigurðar vöktu sérstaka athygli mína, þar segir orðrétt:

Aldrei var það ætlun mín að blanda mér í umræður um Icesave-málið, enda aðrir betur fallnir til þess, en mér ofbuðu svo skrif Jóns Baldvins í Morgunblaðinu 7. júlí 2009 – og raunar fleira sem hann hefur skrifað um málið – að ég gat ekki orða bundizt.

Ýmislegt hefur verið sagt um orsakir efnahagshrunsins á Íslandi og þar eru áreiðanlega ekki öll kurl komin til grafar. Meðal sökudólga hafa fjölmiðlar verið nefndir og látið að því liggja að auðmenn og útrásarvíkingar hafi haft helzt til mikil áhrif á gagnrýnislaus skrif þeirra. Þetta mætti vissulega kanna nánar en gert hefur verið, en jafnframt ætti að skoða þá stjórnmálaumræðu sem fram fer í landinu.

Hver skyldi vera þáttur hennar? Hér að framan hefur verið brugðið upp mynd af því hvernig fyrrverandi flokksformaður, utanríkisráðherra og síðast sendiherra stendur að verki. Er líklegt að almenningur í landinu nái áttum og auðsynlegt aðhald verði tryggt, þegar umræða af þessu tagi dynur í eyrum manna alla tíð?

Hér er talað um Jón Baldvin "allt fyrir ekkert" Hannibalsson.


Annir og þvælingur

Fjölskyldan að Bjórá hefur haft nóg fyrir stafni undanfarnar vikur.  Hér hafa verið gestir og eins og oft þegar svo ber við fer fjölskyldan með í "túristagírinn" og flengist um nágrennis Toronto og leiðsegir og sýnir.

Það að búið að fara að Niagara fossunum, búið að leiðsegja um miðbæinn og fara í dýragarðinn svo fátt eitt sé nefnt.

Krakkarnir eru afar hrifnir af þessum snúningum og vildu líklega helst að hér yrði "túrisminn" allsráðandi á heimilinu.

 Læt hér fylgja með nokkrar myndir, en líkt og venjulega má finna fleiri á www.flickr.com/tommigunnars

Þá er hægt að klikka á myndirnar og þá flyst viðkomandi yfir á Flickr vefinn, þar sem hægt er að skoða myndirnar stærri.

Toronto in the Sunset Fort George Bridal Veil Falls Polar Bear The Grass Is Always Greener

Er ekki skrifstofa réttara heiti?

Nú er ég ekki hundrað prósent í öllum prótokollum hvað varðar diplómata og starfsemi þeirra, en ég hef þó staðið í þeirri meiningu að "Sambandið" væri ekki viðurkennt sjálfstætt ríki, sem alla jafna væri grundvöllur fyrir starfrækslu sendiráðs.

Ekki að það skipti öllu máli, starfsemin er sú sama, en ég teldi því að heitið skrifstofa eða eitthvað í þá áttina ætti betur við.

Að öðru leyti er engin ástæða til annars en að fagna þessu, gott fyrir Ísland að eiga gott samstarf við "Sambandið", en best auðvitað að halda því þannig, sem samstarfi.


mbl.is ESB að opna sendiráð hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á flótta undan sannleikanum

Ég hef áður sagt að ég líti ekki á það sem aðalatriðið hvort að SER hafi verið búinn að drekka áfengi eður ei.

En nú er mínu mati aðalatriðið orðið flótti þingmannsins undan sannleikanum.  Ætlaði að sverja af sér málið og neita því að hann hafi drukkið áfengi, en leggur svo á flótta undan sannleikanum þegar vitni fara að koma fram.

Þá segist hann vissulega hafa neytt áfengis, en ekki fundið á sér.

Einhvernveginn ekki trúverðugur flótti.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin skaðabótamál

Ég verð að viðurkenna að mér þykir þessi frétt skrýtin og málið lykta af lýðskrumi.  Nú ætlar ríkisstjórnin að sýna að hún láti "auðmenn" ekki komast upp með neinn moðreyk.

En ef lög hafa ekki verið brotin, fyrir hvað eiga þá skaðabætur að koma?  Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að lögsækja "hrunfólkið" eftir hefðbundnum leiðum, verður varla talið líklegt að um miklar sakfellingar eða skaðabætur verði að ræða.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvort að það verði að tískubylgju að ríkisstjórnir höfði einkamál í framtíðinni.

Næsta ríkisstjórn gæti t.d. höfðað einkamál gegn Svavari Gestssyni, Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir slælega frammistöðu í IceSave málinu, og því tjóni sem þau hafi valdið þjóðinnni með þeirri framgöngu sinni.

Nema auðvitað að Íslenskir skattborgarar taki sig saman og höfði það mál.

Skaðabótaréttur verður líklega vænleg grein fyrir lögfræðinga í framtíðinni.


mbl.is Höfða einkamál gegn hrunfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki alltaf allt sem sýnist

Fékk þessa auglýsingu senda í tölvupósti nýlega.  Finnst hún góð.

Fullur eða ófullur, það er ekki aðalmálið

Nú er mikið rætt um það hvort að þingmaður hafi verið drukkinn eður ei í ræðustól á Alþingi.

Nú er drykkja við vinnu vissulega ekki til fyrirmyndar, en ég verð þó að lýsa þeirri skoðun minni að það geti ekki talist aðalatriðið.

En það hlýtur vissulega að vera áhyggjuefni ef þingmenn eru edrú, en koma fram sem hálfgerðir fábjánar í þinginu.  En líklega telst það ekki til stórra tíðinda á Alþingi Íslendinga.

Má ég frekar biðja um örlítið drukkinn þingmann sem talar af viti, en ódrukkinn sem þruglar og bullar tóma vitleysu.


Hvers vegna stendur Ísland upp úr?

Hér í fréttinni stendur að Ísland hafi staðið vel í almennri niðursveiflu í ferðamannaiðnaði í Evrópu.  Auðvitað er hollt að velta því fyrir sér hvað veldur.

Líklegasta skýringin er auðvitað Íslenska krónan.  Gengi hennar sem hefur eins og flestum Íslendingum er líklega vel kunnugt, verið að stöðugri niðurleið um nokkurt skeið og því gert Ísland að vænlegri ákvörðunarstað en ella.

Ég hef orðið áþreifanlega var við þessa staðreynd í kringum mig, en mikill fjöldi Kanadískra "Íslendinga" hefur látið það eftir sér að skreppa til Íslands í sumar.  Jafnvel einstaklingar sem árum saman hefur talið sér trú um að það hefði ekki efni á því að heimsækja "ættjörðina".

Ég fann það sömuleiðis sjálfur hve hagstæðara Íslenskt verðlag er orðið þegar ég skrapp "heim" í apríl og hve kaupaukandi það virkaði á konu mína.

Þannig hjálpar krónan Íslensku efnahagslífi, færir inn erlendan gjaldeyri og dregur úr atvinnuleysi.

Vissulega hefur gengisfallið skapað mörgum vandræði og aukið verðbólgu.

En í ýmsum fastgengislöndum hefur verðbólgan minnkað, jafnvel komið til verðhjöðnun, en atvinnuleysi er í 15 til 17%.  Á Íslandi er verðbólgan í tveggja stafa tölu, en atvinnuleysið hefur staðnæmst í 8 til 9 %.

 

 


mbl.is Ísland stendur upp úr dræmu ferðasumri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband