Hvers vegna stendur Ísland upp úr?

Hér í fréttinni stendur að Ísland hafi staðið vel í almennri niðursveiflu í ferðamannaiðnaði í Evrópu.  Auðvitað er hollt að velta því fyrir sér hvað veldur.

Líklegasta skýringin er auðvitað Íslenska krónan.  Gengi hennar sem hefur eins og flestum Íslendingum er líklega vel kunnugt, verið að stöðugri niðurleið um nokkurt skeið og því gert Ísland að vænlegri ákvörðunarstað en ella.

Ég hef orðið áþreifanlega var við þessa staðreynd í kringum mig, en mikill fjöldi Kanadískra "Íslendinga" hefur látið það eftir sér að skreppa til Íslands í sumar.  Jafnvel einstaklingar sem árum saman hefur talið sér trú um að það hefði ekki efni á því að heimsækja "ættjörðina".

Ég fann það sömuleiðis sjálfur hve hagstæðara Íslenskt verðlag er orðið þegar ég skrapp "heim" í apríl og hve kaupaukandi það virkaði á konu mína.

Þannig hjálpar krónan Íslensku efnahagslífi, færir inn erlendan gjaldeyri og dregur úr atvinnuleysi.

Vissulega hefur gengisfallið skapað mörgum vandræði og aukið verðbólgu.

En í ýmsum fastgengislöndum hefur verðbólgan minnkað, jafnvel komið til verðhjöðnun, en atvinnuleysi er í 15 til 17%.  Á Íslandi er verðbólgan í tveggja stafa tölu, en atvinnuleysið hefur staðnæmst í 8 til 9 %.

 

 


mbl.is Ísland stendur upp úr dræmu ferðasumri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já þetta er gott fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma. En Íslendingar sem ætla sér til útlanda verða að taka með sér nesti. Þeir eru með öðrum orðum fangar krónunnar.

Nema náttúrulega þeir sem fá borguð laun í evrum, sem munu vera allnokkrir. Horfurnar hérna eru nú þær, að til verði "evrubúðir" fyrir þá sem eitthvað eiga undir sér (þ.e. eiga evrur) og svo verslum við hin í krónubúðunum.

Var þetta ekki nokkurnvegin svona í Sovétinu hérna í den? Dollarabúðir fyrir yfirstéttina og rúblusjoppur fyrir venjulega borgara. Í sumar hafa til dæmis erlendir ferðamenn getað fengið bílaleigubíla á sama verði í evrum og í fyrra, en Íslendingar hafa orðið að borga helmingi meira. Að vísu hafa allir svona bílar verið "uppseldir", en þetta veitir nasasjón af því sem koma skal, er ég hræddur um.

Já það er nú gott og blessað að við skulum eiga krónuna ...

Kristján G. Arngrímsson, 22.8.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er auðvitað alveg rétt að kaupmáttur Íslendinga á erlendri grundu hefur minnkað mikið, enda má færa fyrir því rök að hann hafi verið orðinn það mikill að það hafi verið óhollt fyrir Íslenskt efnahagslíf.

Vissulega væri það hagstæðara fyrir þá sem héldu atvinnu sinni að ef á Íslandi væri gjaldmiðillinn euro, en það er hætt við því að þá væri atvinnuleysi mikið, mikið meira.

Hvort að þeir sem misst hafa vinnuna fara í utanlandsferðir, greiða skuldirnar sínar, eða versla mikið í búðum (hvort sem greitt er með krónum eða euroum) væru gaman að heyra álit þitt á Kristján.

Staðreyndin er sú að gjaldmiðill eins og krónan jafnar byrðarnar, en leggur þær síður á ákveðin hóp einstaklinga s.s. atvinnuleysingja, eins og sterkur gjaldmiðill eða fasttengdur gerir.

En auðvitað er best fyrir þá sem hafa trygga atvinnu s.s. ríkistarfsmenn að fá laun sín í gjaldmiðli eins og euro, sem tryggir kaupmátt þeirra jafnt innanlans sem erlendis - skítt með atvinnuleysingjana.

G. Tómas Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband