Er ekki skrifstofa réttara heiti?

Nú er ég ekki hundrað prósent í öllum prótokollum hvað varðar diplómata og starfsemi þeirra, en ég hef þó staðið í þeirri meiningu að "Sambandið" væri ekki viðurkennt sjálfstætt ríki, sem alla jafna væri grundvöllur fyrir starfrækslu sendiráðs.

Ekki að það skipti öllu máli, starfsemin er sú sama, en ég teldi því að heitið skrifstofa eða eitthvað í þá áttina ætti betur við.

Að öðru leyti er engin ástæða til annars en að fagna þessu, gott fyrir Ísland að eiga gott samstarf við "Sambandið", en best auðvitað að halda því þannig, sem samstarfi.


mbl.is ESB að opna sendiráð hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendar sendiskrifstofur gagnvart Íslandi

Sendiskrifstofur og fulltrúaskrifstofur:

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Evrópusambandið
Færeyjar
Palestína


Þorsteinn Briem, 27.8.2009 kl. 07:25

2 identicon

Sennilegast að tilkynningin hafi komið gegnum einhvern úr SF.

Þeir halda að ESB sé ríki.....

BTG (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband