Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
5.5.2008 | 04:48
Samningar og sjálfstæði
Eins og margir hafa eflaust heyrt eða lesið í frétttum, nú eða jafnvel á þessu bloggi flaug Icelandair sitt fyrsta áætlunarflug hingað til Toronto á föstudag. Flug númer tvö var að ég held á sunnudag.
Eins og komið hefur fram í fréttum er Icelandair eina flugfélagið sem staðsett er utan Kanada og Bandaríkjanna sem hefur leyfi til óskilyrts flugs frá Kanada, að því frátöldu að félagið skuldbindur sig til að fljúga til Halifax.
Ekkert annað Evrópskt flugfélag hefur álíka réttindi.
Þetta er mögulegt með loftferðarsamningi sem gerður var á milli Íslenskra og Kanadískra stjórnvalda. Sá samningur gefur Icelandair eins og áður sagði mun rýmri heimildir en önnur Evrópsk flugfélög hafa til flugs til Kanada. Reyndar hef ég ágætar heimildir fyrir því að hérlendir aðilar í flugrekstri "lobbýuðu" af krafti gegn þessum samingi, en höfðu sem betur fer ekki erindi sem erfiði.
Ég held að Íslenska utanríkisþjónustan hafi skilað afar góðu verki hvað varðar þennan samning.
En flestir telja að Kanadísk yfirvöld hafi lítinn áhuga á sambærilegum samningi við Evrópusambandið.
Það er ekki alltaf galli að vera "lítill" og færir alls ekki í öllum tilfellum verri samningsaðstöðu.
Ég ætla ekki að halda því fram að góður loftferðasamningur við Kanada skipti sköpum fyrir Ísland, eða sé stórkostlegur sigur hvað varðar utanríkisstefnu landsins, en hann er eitt dæmi um það sem hægt er að áorka með því að hafa eigin utanríkisstefnu og hafa heimild og kraft til að gera sjálfstæða samninga.
Það má minnast á það að fyrir stuttu undirritaði Kanada fríverslunarsamning við EFTA ríkin (þar með talið Ísland að sjálfsögðu) og var það fyrsti fríverslunarsamningur Kanada við Evrópulönd og eini slíki samningurinn sem Kanada hefur staðfest síðastliðin 6. ár.
Það er ólíklegt að hagsmunir Íslendinga vegi þungt (ef Íslendingar ganga í "Sambandið") þegar ESB sest að samingborði við önnur ríki, eða þegar ákveðið er hvaða samningum skuli stefnt að.
Auðvitað eru margir kostir við það að ganga í bandalag líkt og ESB er, en gallarnir eru líka margir og oft finnst mér tala eins og að frátaldri "fiskveiðistjórn" sé þetta "done díll".
En auðvitað er margt fleira sem þarf að hafa í huga, ef til vill ekki síst hvað margir af þeim kostum sem taldir eru með aðild eru þess eðlis að hægt er að framkvæma þá án aðildar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 04:16
Koli
Í kvöld var koli í kvöldmatinn að Bjórá. Ættaður af Íslandsmiðum og fluttur frosinn hingað að Bjórá með viðkomu í Florida.
Sannkallaðu herramannsmatur sem lítið sem ekkert sá á eftir þessa dvöl í frystikistunni hér. Grillaður eldsnöggt og snæddur með jógúrtsósu, hérlendum kartöflum, salati og hæfilegum skammti af Áströlsku hvítvíni.
Börnin þó ennþá á þeim aldri að þeim þótti tómatsósan betur við hæfi. Gefur líka meiri litadýrð á diskinn.
3.5.2008 | 04:19
Jómfrúarflug Icelandair til Toronto
Ég held að það hafi verið nokkurs konar þjóðhátíðarstemning í hugum margra Íslendinga og þeirra sem eru af
Íslensku bergi brotnir og búa Toronto, akkúrat í dag.
Það að flogið skuli beint á milli Toronto og Keflavíkur léttir öllum lund, og ferðalög.
Bjórárhjónin voru því glöð og létt í lund er þau keyrðu af stað í móttöku til að fagna jómfrúarflugi Icelandair hingað til Toronto. Of eftir að hafa komið börnunum fyrir var haldið á Pearson Airport, nánar tiltekið terminal 1 og horft þar á fyrstu flugvél Icelandair í áætlunarflugi til Toronto lenda. Eftir á þáðum við veitingar, snittur og tertu og hlustuðum á ræður frá ýmsum mektarmönnum og konum, bæði Íslenskum og Kanadískum.
Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra, heiðraði Toronto með nærveru sinni (kom auðvitað með áætlunarfluginu) og klippti á borða, sem "opnaði" flugleiðina á milli Keflavíkur og Toronto. Einar Kr. Guðfinnsson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, notfærði sér þetta fyrsta flug til að
halda heim á leið frá ráðstefnu INL (Icelandic National League) sem haldin var í Calgary þetta árið. Björgólfur Jóhannesson, forstfjóri Icelandair ávarpaði samkomuna og það sama gerðu fulltrúar frá stjórn Kanada, Ontario, Toronto og að sjálfsögðu GTAA (Greater Toronto Airport Authority). Að sjálfsögðu var Íslenski sendiherrann, Markús Örn Antonsson var að sjálfsögðu viðstaddur og það var sömuleiðis John Johnson, konsúll Íslands hér í Toronto.
En það var skemmtilegt að fylgjast með þessum atburði, sjá flugvélina lenda og síðan þegar slökkvilið vallarins tók á móti flugvélinni með vatnsbyssum.
Síðan voru léttar veitingar og stærðinngar terta í boði og gerðu menn sér gott af veitingunum.
Ég gat þó ekki gert að því að mér kom hlátur í hug þegar ég sá gripinn sem flugvallaryfirvöld hér í Toronto gáfu Icelandair til minningar um þennan atburð. Þar var um að ræða glerhnött, með áletrun til minningar um daginn. Líklega verður að draga þá ályktun að um sé að ræða "standard" grip sem notaður er af þessu tilefni, en Ísland var hvergi að finna á hnettinum.
En þessi samgöngubót kemur okkur hér í Toronto að miklum notum og auðvitað Kanadabúum öllum. Beint flug til Toronto kemur til með að spara Kanadabúum fé, tíma og fyrirhöfn og ekki síst léttir á öllum að þurfa ekki að fara í gegnum toll og vegabréfaeftirlit í millilendingu í Bandaríkjunum.
Bjórárfjölskyldan hefur þegar bókað far með Icelandair til Helsinki í sumar og ætlar þaðan yfir til Eistlands, stoppað verður í nokkra daga á Íslandi á bakaleiðinni.
Heimsóknir frá Íslandi verða auðvitað líka mikið auðveldari, fyrsti ættinngin kemur næstu viku, aðrir eru búnir að bóka um jól, en ennþá eru flestir dagar lausir fyrir gistingu að Bjórá.
En ég vil að lokum óska Icelandair til hamingju með þennan nýja áfangastað og vona að þeim gangi allt í haginn á þessarri leið.
Bestu þakkir fyrir okkur.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.5.2008 | 01:47
Hlaðið á nóttunni
Þó að verðið á þessum bíl sé skuggalega hátt, eða um 100.000 dollarar, og ég hreinlega þori ekki að hugsa um hvað hann myndi kosta á Íslandi, þá hljóta svona bílar að vekja vonir.
Það er eitthvað svo heillandi við að hafa bílinn í hleðslu í bílskúrnum á nóttunni. Sem leiðir auðvitað hugann að því að fljótlega verður rafmagn misjafnlega dýrt eftir tíma dags hér í Toronto.
Auðvitað ódýrast á nóttunni.
En þó að hröðunin sé góð og endingin ásáttanleg, þá velti ég því óneitanlega fyrir mér hver endingin er á rafhlöðunum er og hvað þær kosta.
Svo bíð ég auðvitað eftir því að það komi fram fjölskyldubíll, nú eða lítill nettu "yarislíkur" sem nýtir sömu tækni.
En það hljóta flestir að brosa þegar þeir ímynda sér veröld án bensínstöðva, og að tengillinn í bílskúrnum knýji áfram bílinn.
![]() |
Rafknúinn sportbíll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2008 | 17:24
Að sjá möguleikana
Það eru fréttir sem þessi sem birtist nýverið í Viðskiptablaðinu sem gera mig bjartsýnan á framtíðina. Að enn séu til menn sem horfa fyrst og fremst af því að sjá möguleika, að snúa óhagstæðri þróun til betri vegar og snúa mínus í plús ef svo má að orði komast.
Það eru vissulega stór tíðindi ef hægt er að hagnýta mengun til þess að framleiða eldsneyti. Er það ekki það sem við myndum kalla að slá tvær flugur í einu höggi?
Það er líka áríðandi að unnið sé að lausnum sem tryggja í senn minnkandi mengun og not fyrir mengunina, þess vegna er þessi lausn svo aðlaðandi.
Hér er ekki verið að reyna að setja stopp á uppbyggingu, heldur leitað leiða til að uppbygging geti orðið grundvöllur enn frekari uppbyggingar.
Ég þekki ekki á hvaða stigi þessi tækni er, sjálfsagt á eftir að leysa einhverja hnökra og sjálfsagt er framleiðslan dýr á fyrstu stigum, en óskandi er að vel gangi og þetta er verkefni sem þarft er að styðja.
Næst hlýtur svo að vera að snúa sér að mengun frá álverum og annarri tilfallandi mengun á Íslandi.
En ef einhver veit meira um málið, kostnað og annars slíkt væri fengur í að heyra um það.
P.S. Hélt að metanól og etanól blöndun lækkaði oktan í bensíni, öfugt við það sem ég les í fréttinni, veit einhver meira um það?
http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/341834/
2.5.2008 | 16:26
Á næturvaktinni
Það er orðið mun "auðveldara" að vera fjarri heimahögunum en áður var. Það er hægt að fylgjast vel með fréttum, lesa bæði blöð á netinu sem og horfa á sjónvarpsfréttir, umræðuþætti, og spurningaþætti ef svo ber undir, það er hægt að hringja "heim", án þess að það kosti nokkuð sem heitir og halda þannig sambandi við fjölskyldu og vini.
En eitt af því sem ekki er hægt er að njóta á netinu er leikið Íslenskt efni.
En í hálfgerðu letikasti settist ég niður í gærkveldi og horfði á Næturvaktina, en mér áskotnaðist DVD diskar með þættunum í jólagjöf, en hef ekki gefið mér tíma til að horfa fyrr en nú.
Mér þótti þættirnir fara hægt af stað, en hver þáttur betri en sá fyrri og áður en gengið var til náða hafði ég horft á 8. þætti. Það hlýtur að teljast meðmæli.
En þættirnir eru góðir, þó að ef áhugi er fyrir hendi megi finna ýmsa galla. En þröngt sögusvið og góðir karakterar er vel nýtt. Sú hugmynd að krydda þættina með raunverulegum "stjörnum" úr daglega lífinu tekst afar vel og lyftir þáttunum upp.
Nú þarf ég bara að finna mér tíma til að horfa á 4. síðustu þættina.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 21:16
Skoðanir, kannanir, Sambandið og ánægja
Ég er nú einn af þeim sem tek niðurstöðum skoðanakannana með fyrirvara, miklum fyrirvara. Þó er alltaf gaman að velta fyrir sér niðurstöðum, reyna að draga af þeim einhverjar ályktanir og spá og spegúlera.
Ég get ekki séð að það sé neinn áfellisdómur yfir ríkisstjórnarflokkum að þeir séu u.þ.b. í kjörfylgi eftir 1. árs stjórnarsetu, á erfiðum og sveiflukenndum tímum.
Mér þótti fylgisaukning Samfylkingarinnar nokkuð undarleg í könnunum, en held að hún hafi frekar stafað af ákaflega lélegri frammistöðu stjórnarandstöðunnar, en frammistöðu flokksins. Nú hefur blóð aftur farið að renna um æðar stjórnarandstöðu (það er annað hvort nú eða aldrei) og sækir hún þá aftur í sig veðrið og eðlilega þá helst á kostnað Samfylkingar.
En ef til vill má segja að það sé nokkuð merkilegt að nú þegar allir keppast um að fullyrða að stuðningur við "Sambandsaðild" hafi aldrei verið meiri og sterkari, þá njóti eini flokkurinn sem hefur sett aðild á oddinn ekki meira fylgis.
Bendir það til þess að kjósendur hafi "Sambandsaðild" ekki framarlega í forgangsröðinni þegar þeir ákveða hvernig þeir myndu ráðstafa atkvæði sínu nú? Eða bendir það til þess að þeir treysti ekki samfylkingunni til að koma málum (t.d. efnahagsmálum) svo fyrir að mögulegt sé að ganga í "Sambandið" og þó fyrst og fremst Myntbandalagið? Eða bendir þetta til einhvers annars?
Mér þykir það ögn merkilegt að í bæði þeirri frétt mbl.is og frétt ruv.is um sama efni er ekki minnst einu orði á hve vinsælda% Ingibjargar Sólrúnar er, en við vitum þó að hún er hærri en Össurar sem situr á botninum af Samfylkingarráðherrunum, það borgar sig bersýnilega ekki að blogga.
Þar kemur mér mest á óvart góð staða viðskiptaráðherra, sem mér þykir yfirleitt lítið hafa til málanna að leggja, nema að tala niður krónuna ásamt almennu hjali og lýðskrumi, en þar sannast hið fornkveðna að skoðanir manna er mismunandi.
![]() |
Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 18:54
Við þurfum bara að ákveða að sækja um
Oft hefur heyrst að bara það að ákveða sækja um aðild að "Sambandinu" komi til með að leysa flest mein Íslensks samfélags. Það leggi línurnar hvað "aga" í þjóðarbúskapnum varðar, og stjórnvöld verði svo samviskusöm og ábyrg að allir lifi hamingjusamlega "ever after", svo slett sé örlítið á alþjóðlegum tungum.
En í morgun rakst ég á ágætis grein um skylt efni The Economist. Þar er fjallað um "agann" sem ríkir fyrir, á meðan og eftir að ríki hafa sótt um og gengið í "Sambandið".
Ég vek sérstaka athygli á þeim hluta fyrstu málsgreinarinnar sem ég feitletraði.
Í greinninni segir m.a.:
"GROUCHO MARX once said that he did not care to belong to a club that accepted people like him as members. The European Union has a slightly different problem. Lots of countries want to get in, even though many of them, and indeed some that have already made it, are not fit to join. They seem to hope that EU membership will work miracles of its own, curing such ills as entrenched corruption, organised crime, judicial ineffectiveness and economic backwardness—all without their having to make painful reforms at home.
Consider Bulgaria, which joined the EU (with Romania) on January 1st 2007. The interior minister, Rumen Petkov, has just been forced to resign, after the 120th in a string of unsolved contract killings; he has admitted being in contact with suspected crime bosses. Last year the Romanian government dumped its bravely reforming justice minister, Monica Macovei, on the dubious argument that she was not a team player. Both countries do badly in the annual corruption rankings put out by Transparency International, a Berlin-based lobby group."
"A common feature in all these tales is the limited leverage of Brussels. It is often said that the EU's enlargement policy has been the most potent tool yet devised to entice its neighbours along the road to free-market democracy—far more effective than anything the United States has found to wield over its southern neighbours. But the corollary is a loss of influence after a country actually joins. The pattern of intensive reform to qualify, followed by a let-up in the process once membership is achieved, is too common to be mere happenstance.
Olli Rehn, the enlargement commissioner, concedes sadly that “after a country has a seat round the table, it is much harder to apply pressure to it.” This, he adds, is why the European Commission has introduced benchmarks and closer scrutiny into the pre-accession phase. Even after accession, the commission can withhold farm subsidies and regional aid, as it is threatening to do for both Bulgaria and Romania. Another sanction in their accession treaties is that other EU members may refuse to recognise court judgments. Yet most post-accession sanctions are like nuclear weapons: threats that may be counter-productive actually to use. They have none of the power of pre-accession talks, when a single mis-step can easily mean another year of delay."
"There is another big problem with this game: the behaviour of old EU members. Mr Rehn notes that, if one took the worst features of every old EU country, one could easily come up with an amalgam that would barely meet any of the criteria for EU membership. To take just one example often cited by new members, Italy can hardly claim to be free of organised crime.
Perhaps the most telling case of one rule for new members and another for old ones has come with the single currency, the euro. The commission and the European Central Bank insist that they must be rigid in applying to new EU members the “Maastricht criteria” before they can join the euro. Lithuania was rejected in 2006 because its inflation rate was just 0.1% over the prescribed minimum. Slovakia, which hopes to get into the euro next January, is being subjected to similarly fierce checks.
Yet the rules were openly bent to admit Belgium and Italy in 1999. Greece, which adopted the euro in 2001, subsequently admitted that it had done so with made-up budgetary figures. Several countries that had struggled to cut public borrowing to qualify for the euro stopped their fiscal reforms the moment they were let in. And when the two biggest, France and Germany, fell foul of the stability-pact ceilings on budget deficits in 2003 and 2004, they responded not by doing their utmost to get back in line but by tearing up the pact itself. Nobody dared to suggest that they should be subjected to the enormous fines specified in the pact for persistent offenders.
The Lisbon treaty offers a few other sanctions, notably the suspension of a country's membership rights by a majority vote of other members. It also contains the novelty of an exit clause, letting a country leave (though not yet giving the EU the power to throw a recalcitrant out). But you can bet your bottom euro that neither of these will be used to raise the club's standards. Groucho Marx would not have approved."
Feitletranir eru blogghöfundar.
1.5.2008 | 18:36
Af Austurríkismönnum
Það kemur fram í fréttinni að kanslari Austurríkis hafi áhyggjur af ímynd landsins. Ég held að þær séu að mörgu leiti réttmætar og að Sound of Music sé ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir minnst á Austurríki.
Þetta hræðilega mál í Amstetten, "Kampusch málið" ásamt ýmsu öðru í sögu Austurríkis hefur fengið vaxandi fjölda fólks til að velta því fyrir sér hvort að eitthvað "sé að" í Austurrrísku "þjóðarsálinni".
Einn kunningi minn rifjaði það t.d. upp í vikunni að Austurríkismenn hefðu hlutfallslega spilað stærra hutverk í Helförinni, en Þjóðverjar sjálfir. Austurríki hefði einnig aldrei viljað horfast almennilega í augu við þessa fortíð sína og jafnvel á köflum frekar litið á sig sem fórnarlamb nazismans en geranda.
Lengst af hefði framkoma þeirra gagnvart Simon Wiesenthal verið til skammar og svona mætti áfram telja. Það væri eitthvað "rotið" í Austurrísku "þjóðarsálinni".
Sumir böðlanna ganga ennþá lausir, svo er t.d. um Aribert Heim, en hann var einmitt í fréttunum nýverið, þá sem "eftirsóttasti" stríðsglæpamaðurinn, eins og lesa má um í þessarri frétt.
Vissulega er ekki rétt að tala um að þjóðir séu sekar, þær hafa ekki sjálfstæðan vilja, en það er ekkert undarlegt að fólki þyki Austurríkismenn koma á stundum undarlega fyrir.
![]() |
Kanslari Austurríkis óttast orðspor landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |