Að sjá möguleikana

Það eru fréttir sem þessi sem birtist nýverið í Viðskiptablaðinu sem gera mig bjartsýnan á framtíðina.  Að enn séu til menn sem horfa fyrst og fremst af því að sjá möguleika, að snúa óhagstæðri þróun til betri vegar og snúa mínus í plús ef svo má að orði komast.

Það eru vissulega stór tíðindi ef hægt er að hagnýta mengun til þess að framleiða eldsneyti.  Er það ekki það sem við myndum kalla að slá tvær flugur í einu höggi?

Það er líka áríðandi að unnið sé að lausnum sem tryggja í senn minnkandi mengun og not fyrir mengunina, þess vegna er þessi lausn svo aðlaðandi.

Hér er ekki verið að reyna að setja stopp á uppbyggingu, heldur leitað leiða til að uppbygging geti orðið grundvöllur enn frekari uppbyggingar.

Ég þekki ekki á hvaða stigi þessi tækni er, sjálfsagt á eftir að leysa einhverja hnökra og sjálfsagt er framleiðslan dýr á fyrstu stigum, en óskandi er að vel gangi og þetta er verkefni sem þarft er að styðja.

Næst hlýtur svo að vera að snúa sér að mengun frá álverum og annarri tilfallandi mengun á Íslandi.

En ef einhver veit meira um málið, kostnað og annars slíkt væri fengur í að heyra um það.

P.S.  Hélt að metanól og etanól blöndun lækkaði oktan í bensíni, öfugt við það sem ég les í fréttinni, veit einhver meira um það?

 

 

 

 

http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/341834/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband