Jómfrúarflug Icelandair til Toronto

IMG 3564Ég held að það hafi verið nokkurs konar þjóðhátíðarstemning í hugum margra Íslendinga og þeirra sem eru af IMG 3575Íslensku bergi brotnir og búa Toronto, akkúrat í dag.

Það að flogið skuli beint á milli Toronto og Keflavíkur léttir öllum lund, og ferðalög.

IMG 3583Bjórárhjónin voru því glöð og létt í lund er þau keyrðu af stað í móttöku til að fagna jómfrúarflugi Icelandair hingað til Toronto.  Of eftir að hafa komið börnunum fyrir var haldið á Pearson Airport, nánar tiltekið terminal 1 og horft þar á fyrstu flugvél Icelandair í áætlunarflugi til Toronto lenda.  Eftir á þáðum við veitingar, snittur og tertu og hlustuðum á ræður frá ýmsum mektarmönnum og konum, bæði Íslenskum og Kanadískum.

IMG 3636Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra,  heiðraði Toronto með nærveru sinni (kom auðvitað með áætlunarfluginu) og klippti á borða, sem "opnaði" flugleiðina á milli Keflavíkur og Toronto.  Einar Kr. Guðfinnsson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, notfærði sér þetta fyrsta flug til að IMG 3598halda heim á leið frá ráðstefnu INL (Icelandic National League) sem haldin var í Calgary þetta árið.  Björgólfur Jóhannesson, forstfjóri Icelandair ávarpaði samkomuna og það sama gerðu fulltrúar frá stjórn Kanada, Ontario, Toronto og að sjálfsögðu GTAA (Greater Toronto Airport Authority).  Að sjálfsögðu var Íslenski sendiherrann, Markús Örn Antonsson var að sjálfsögðu viðstaddur og það var sömuleiðis John Johnson, konsúll Íslands hér í Toronto.

En það var skemmtilegt  að fylgjast með þessum atburði, sjá flugvélina lenda og síðan þegar slökkvilið vallarins tók á móti flugvélinni með vatnsbyssum.

IMG 3549Síðan voru léttar veitingar og stærðinngar terta í boði og gerðu menn sér gott af veitingunum.

Ég gat þó ekki gert að því að mér kom hlátur í hug þegar ég sá gripinn sem flugvallaryfirvöld hér í Toronto gáfu Icelandair til minningar um þennan atburð.  Þar var um að ræða glerhnött, með áletrun til minningar um daginn.  Líklega verður að draga þá ályktun að um sé að ræða IMG 3551"standard" grip sem notaður er af þessu tilefni, en Ísland var hvergi að finna á hnettinum.

En þessi samgöngubót kemur okkur hér í Toronto að miklum notum og auðvitað Kanadabúum öllum.  Beint flug til Toronto kemur til með að spara Kanadabúum fé, tíma og fyrirhöfn og ekki síst léttir á öllum að þurfa ekki að fara í gegnum toll og vegabréfaeftirlit í millilendingu í Bandaríkjunum.

Bjórárfjölskyldan hefur þegar bókað far með Icelandair til Helsinki í sumar og ætlar þaðan yfir til Eistlands, stoppað verður í nokkra daga á Íslandi á bakaleiðinni.

Heimsóknir frá Íslandi verða auðvitað líka mikið auðveldari, fyrsti ættinngin kemur næstu viku, aðrir eru búnir að bóka um jól, en ennþá eru flestir dagar lausir fyrir gistingu að Bjórá.

En ég vil að lokum óska Icelandair til hamingju með þennan nýja áfangastað og vona að þeim gangi allt í haginn á þessarri leið.

Bestu þakkir fyrir okkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Til hamingju með daginn, Tommi, og ég samgleðst þér. Nú fer að hilla undir að maður geti heimsótt Kanada á ný eftir 20 ára fjaveru. Ertu með laust gólfpláss undir 5 manna fjölskyldu í nokkra daga sumarið 2009? :-)

Helgi Már Barðason, 3.5.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Helgi:  Dagurinn var góður og eftirminnilegur.  Þetta breytir miklu fyrir samband Íslands og Kanada.  Ég hef ekki nokkra trú á því að vandkvæði yrðu að skjóta undir þig og fjölskylduna gólffjölum.  Þeir sem færa mér flís af hangikjöti og/eða harðfiski fá jafnvel skotið undir sig rúmfjölum.  Farkennarar eru sömuleiðs af skornum skammti hér í hreppnum og þeim því ætið tekið fagnandi.

Bjarni:  Þó að Icelandair hafi farið að fljúga hingað til Toronto, sem er auðvitað kraftverki líkast, er full gróft að halda að það viti á svo gott að "Laufin"  nái árangri í úrslitakeppninni.  En ég gæti hins vegar trúað að þeir eigi tryggustu aðdáendurna.  Það er nokkuð sama hvað á gengur (eða ekki gengur skulum við segja), aðsóknin er góð á leiki Maple Leafs og stemningin rífandi.

En þó að ég sé ef til vill ekki stærsti hokkíaðdáandinn, þá vona allir hér að Maple Leafs gangi betur.

G. Tómas Gunnarsson, 3.5.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er afskaplega gleðilegt að þetta flug skuli hafið - þó að fyrir mína parta hefjist það ekki nema ca. tíu árum of seint ...

Og ég er auðvitað þegar búinn að áætla að heimsækja þig, en þar sem mér satt að segja hryllir við að mæta í sumarbræluna myndi ég held ég frekar koma í vetur, en veistu hvort þetta flug verður í vetur, eða er þetta bara á sumaráætlun?

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2008 kl. 17:18

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vertu ævinlega velkominn Kristján.  Sjálfur segi ég oft að hér sé manneskjulegast á vorin og haustin. 

Hingað á að fljúga allan ársins hring, þó að ferðatíðnin kunni ef til vill eitthvað að þenjast sundur og saman eftir árstímum.  Fer þó líklega eftir því hvernig móttökurnar verða.

En ég þekki fólk sem þegar er búið að bóka hingað um jól, þannig að það er klárt að hingað á að fljúga allt árið, sem er auðvitað stórkostlegt.

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband