Skoðanir, kannanir, Sambandið og ánægja

Ég er nú einn af þeim sem tek niðurstöðum skoðanakannana með fyrirvara, miklum fyrirvara.  Þó er alltaf gaman að velta fyrir sér niðurstöðum, reyna að draga af þeim einhverjar ályktanir og spá og spegúlera.

Ég get ekki séð að það sé neinn áfellisdómur yfir ríkisstjórnarflokkum að þeir séu u.þ.b. í kjörfylgi eftir 1. árs stjórnarsetu, á erfiðum og sveiflukenndum tímum.

Mér þótti fylgisaukning Samfylkingarinnar nokkuð undarleg í könnunum, en held að hún hafi frekar stafað af ákaflega lélegri frammistöðu stjórnarandstöðunnar, en  frammistöðu flokksins.  Nú hefur blóð aftur farið að renna um æðar stjórnarandstöðu (það er annað hvort nú eða aldrei) og sækir hún þá aftur í sig veðrið og eðlilega þá helst á kostnað Samfylkingar. 

En ef til vill má segja að það sé nokkuð merkilegt að nú þegar allir keppast um að fullyrða að stuðningur við "Sambandsaðild" hafi aldrei verið meiri og sterkari, þá njóti eini flokkurinn sem hefur sett aðild á oddinn ekki meira fylgis.

Bendir það til þess að kjósendur hafi "Sambandsaðild" ekki framarlega í forgangsröðinni þegar þeir ákveða hvernig þeir myndu ráðstafa atkvæði sínu nú?  Eða bendir það til þess að þeir treysti ekki samfylkingunni til að koma málum (t.d. efnahagsmálum) svo fyrir að mögulegt sé að ganga í "Sambandið" og þó fyrst og fremst Myntbandalagið?  Eða bendir þetta til einhvers annars?

Mér þykir það ögn merkilegt að í bæði þeirri frétt mbl.is og frétt ruv.is um sama efni er ekki minnst einu orði á hve vinsælda% Ingibjargar Sólrúnar er, en við vitum þó að hún er hærri  en Össurar sem situr á botninum af Samfylkingarráðherrunum, það borgar sig bersýnilega ekki að blogga.

Þar kemur mér mest á óvart góð staða viðskiptaráðherra, sem mér þykir yfirleitt lítið hafa til málanna að leggja, nema að tala niður krónuna ásamt almennu hjali og lýðskrumi, en þar sannast hið fornkveðna að skoðanir manna er mismunandi.


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband