Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
14.2.2008 | 05:14
Hugurinn reikar
Borgarmálin og ekki síst málefni REI hafa komið nokkuð oft upp í hugann að undanförnu, þó að þau hafi nú ekki haldið fyrir mér vöku, enda börnin mín einfær um það þegar slíkt er nauðsynlegt.
En það er ýmislegt í þessari umræðu sem ég hef ekki skilið til hlýtar og skýtur upp í kollinum annað slagið.
Eitt af því sem kemur aftur og aftur upp í hugann er þessi setning Björns Inga Hrafnssonar:
"Við mig hefur verið sagt að ég hafi gert frábæran viðskiptasamning sem mér yrði hælt fyrir í viðskiptalífinu en af því ég er í stjórnmálum þá er ég skammaður."
Þá velti ég fyrir mér, að hvaða leyti kom Björn Ingi að gerð samningana á milli REI og GGE? Var hann í stóru hlutverki við gerð hans, eða var hann einfaldlega að reyna láta líta svo út, eða vantaði honum ástæðu til að slíta meirihlutanum þáverandi?
Á sama tíma man ég eftir að einhver borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins (ég man ekki hver eða hvar) lét hafa eftir sér að Björn Ingi hefði sagt á meirihlutafundi að um væri að ræða hans pólítísku framtíð.
Þá vaknar sú spurning, hvort að Björn Ingi hafi farið í nýjan meirihluta (meirihluta II) og verið gefið undir fótinn með að samruninn myndi standa? Er raunveruleg ástæða þess að hann hvarf úr stjórnmálum sú að ljóst var að svo yrði ekki?
Ef svo væri, hvernig gat þessi samruni vegið svona þungt í hans pólítísku framtíð?
Annars man ég ekki betur en að Dagur fyrrverandi, sagði rétt áður en hann tók við "djobbinu" að líklega væri of seint að hætta við samrunann. Í svipaða veru talaði Sigrún Elsa Smáradóttir, þegar ég heyrði í henni í útvarpi á þessu tímabili.
Bendir það til þess að Björn Ingi gæti hafa talið sig hafa ádrátt um að samruninn myndi standa?
Það er ef til vill ekki að undra að skýrslan fræga hafi ekki verið ýkja bitmikil.
En það væri þarft verk ef einhver blaðamaðurinn tæki sig til og safnaði saman á einn stað öllu því sem hinir ýmsu borgarfulltrúar (og aðrir pólitíkusar) hafa sagt um málefni REI á hinum ýmsu tímum, bæði í meiri og minnihluta.
Eitthvað rámar mig líka í að Sigrún Elsa hafi talað um að stjórn orkuveitunnar hefði verið sýndur listi með nöfnum þeirra sem hefðu átt að fá kaupréttarsamninga. Þá hefðu sum nöfnin verið strikuð út.
Ég reyndi að googla þetta en fann ekkert bitastætt um þetta, nema þessa færslu á blogsíðu Össurar Skarphéðinssonar, en þar segir:
"Hvaða nöfn voru tekin út?
Hvaða nöfn voru það sem meirihluti stjórnarinnar féllst á að taka út? Það er engu líkara en fjórða valdið sé sofnað svefninum langa.
Fri, 5 Oct 2007 22:27 "
14.2.2008 | 04:51
Fagnaðarefni
Það er gott að sjá að uppbyggingin heldur áfram á Íslandi. Þetta álver á eftir að auka velmegun á Suðurnesjum, sem og Íslandi almennt.
Nú er bara að bíða og sjá, hvort að það fari ekki eitthvað að gerast í álversmálum á Húsavík.
Það veitir ekki af uppbyggingu fyrir norðan.
Framkvæmdir við álver í Helguvík að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 21:33
Að velja og hafna
Ég hef í sjálfu sér ekki miklu að bæta við pistil sem ég skrifaði hér fyrir nokkru. Auðvitað eiga veitingamenn að ráða yfir sínu húsnæði.
En ég fagna því að þetta frumvarp er komið fram, þó að það gangi raunar alltof skammt. En það vekur vissulega athygli að enginn "frjálslyndur jafnaðarmaður" er á meðal flutningsmanna frumvarpsins.
Eins og oft áður þegar valfrelsi einstaklingsins og fyrirtækjaeigenda er til umfjöllunar, standa þeir til hlés í skjóli "stóra bróður".
Vilja leyfa reykingaherbergi á skemmtistöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 04:33
Setning dagsins
Viljði að ég segi eitthvað
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi borgarstjórnsflokks Sjálfstæðismanna við upphaf blaðamannafundar í Valhöll, 11. febrúar 2008
10.2.2008 | 19:02
Með ljósin slökkt
Það var tvennt sem vakti verulega athygli mína í Silfri Egils, sem ég var að enda við að horfa á netinu.
Annars vegar var það afdráttarlausar yfirlýsingar Dags og Svandísar í þá veru að samstarf með Sjálfstæðisflokknum kæmi ekki til greina í borgarstjórn, ef til þess kæmi að núverandi meirihluti spryngi. "Kvartettinn/Tríóið" stæði saman. Það sem vekur mesta undrun er það að þá er ekki eftir nema ein leið fyrir "Kvartettinn/tríóið" að mynda meirihluta. Það er að taka Ólafi F. sem týnda syninum og fallast í faðma við hann, því síðast þegar ég vissi hafði "Kvartettinn/Tríóið" ekki meirihluta í borgarstjórninni. Einn meðlimur "Kvartettsins", Margrét Sverrisdóttir, hefur raunar litla sem enga rödd í borgarstjórn, enda eingöngu varaborgarfulltrúi.
Ef að fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna skorast þannig undan ábyrgð, verðum við að vona að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Ólafur F. geri það ekki og stjórni borginni til loka kjörtímabilsins.
Hitt sem vakti svo athygli var upphafstilkynning Egils um engin borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefði viljað koma í þáttinn og nýráðin aðstoðarkona borgarstjóra hefði afboðað.
Raunar virðist enginn fjölmiðiðill hafa náð í borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Það er engu líkara en þau feli sig eins og skuldari fyrir rukkara. Almenningur og fjölmiðlar standa á tröppunum og eru að reyna að innheimta skýringar, en borgarstjórnarflokkurinn hefur slökkt ljósin og þykist ekki vera heima.
Svona strútapólítík er ákaflega ótrúverðug og síst til þess fallin að auka tiltrúnað og traust á nýjum meirihluta. Borgarfulltrúar verða að gera sér grein fyrir því frá hverjum þeir þágu umboð sitt og hverjum þeir þurfa að standa skil á gjörðum sínum.
Það þarf að taka ákvarðanir, og hver sem niðurstaðan verður, þarf að kynna hana almenningi, útskýra og standa og falla með henni.
10.2.2008 | 07:31
Heitt vatn og kaldur bjór
Ég hef verið að böðlast í gegnum REI skýrsluna margfrægu og sömuleiðis reynt að fylgjast með umræðunni héðan úr útlandinu.
Ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega alveg hlessa.
Það er talað um að betra hefði verið að hlutirnir hefðu verið gerðar svona, farið hefði betur á, æskilegra hefði verið og svo framvegis.
En allir eru sáttir og ætla að vera vinir og þó að mistök hafi verið gerð sem líklega hafi kostað milljónir á milljónir ofan, ákvarðanir funda verið dregnar til baka og þeir hugsanlega ólöglegir, þá er þetta allt í lagi.
Borgarfulltrúarnir ætla nefnilega að gera betur næst.
Ég fæ það einhvern veginn á tilfinninguna að enginn í borgarstjórn hafi vitað hvað gekk á þegar REI málið stóð sem hæst og viti það varla enn, eða hitt að þau vilja ekki segja það.
Vilhjálmur hrökklast úr einum "skotgröfunum" í þær næstu og fáar varnarlínur eftir. Borgarlögmaður eða lögmaður í borginni renna saman í eitt.
Líklega hefði Vilhjálmi farið betur að hugsa meira um Orkuveituna og minna um hvort kaldur bjór væri seldur í ÁTVR. Þegar starfið er erfitt og í mörg horn að líta, er þörf á forgangsröðun.
"Gamli góði Villi" er horfinn og eftir stendur bara gamli Villi, líklega best fyrir hann að yfirgefa sviðið.
7.2.2008 | 08:21
Bradleyinn
Eftir því sem lengra líður á forkosningarnar í Bandaríkjunum, hafa menn talað meira og meira um "The Bradley effect", bæði hvað varðar forkosningar Bandaríkjanna og svo einnig hvaða áhrif hann kunni að hafa á kosningarnar sjálfar í haust.
"Bradley áhrifin lýsa sér í stuttu máli á þann veg að menn gefa sig upp, eða telja sig jafnvel meira "liberal" en þeir reynast svo í kjörklefanum. Á Wikipediu má lesa nokkuð góða skilgreiningu og sögu um "Bradley".
Spurningin hvort að "Bradleyinn" sé að hafa áhrif á Obama, það er jú ef til vill auðveldara að lýsa yfir stuðningi við hann þegar hann er "the underdog", heldur en þegar hann er í þann veginn að fara að sigra. Það er spurning hvað "liberalisminn" ristir djúpt og hvort að hann nái inn í kjörflefann.
En margir hafa áhyggjur af því að þetta geti reynst demokrötum erfitt, hvort sem að Clinton eða Obama verði í framboði.
Annars er ég ákaflega sáttur að sjá að McCain svo gott sem tryggja sér útnefninguna hjá repúblikönum. Ég held að ég yrði ánægðastur með að sjá hann og Obama keppa um embættið, þó ég reikni með að McCain og félagar vildu heldur kljást við Clinton.
Obama hefur að mínu komið vel út, þó að stuldur hans á slagorði Bubba byggis, fari nokkuð í taugarnar á mér.
En ég sá líka einhversstaðar (mig minnir á íslenskri sjónvarpsstöð) að fréttamenn voru að spá því að McCain myndi ekki ganga of vel að fá hefðbundna kjósendur repúblikana til að mæta á kjörstað þegar á hólminn væri komið í nóvember.
Það er nú svo að mínu mati, að þar skiptir frambjóðandi demókrata ekki minna máli. Ef McCain ber gæfu til þess að hafa Clinton á móti sér, þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur. Hún sér um að skila hinum hefðbundnu kjósendum repúblikana á kjörstað, jafnvel þó að hópur þeirra sé ekki of hrifin af McCain, munu þeir skila sér allir með tölu, til að reyna að tryggja að Hillary komist ekki í Hvíta húsið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 07:53
Nú REInir á
Já nú kemur til með að reyna á nýja meirihlutann í Reykjavíkurborg. Ef þessi skýrsla verður ekki meðhöndluð af skynsemi, þá verður meirihlutinn rúinn öllu trausti og án vonar um að byggja það upp.
Ég hef ekki ennþá lesið skýrsluna, og allt sem blasir við mér þegar ég reyni að hlaða þenni niður á Vísi er þetta. Ef einhver hefur skýrsluna undir höndum þá væri ég þakklátur ef hún væri send á tommigunnars@hotmail.com
En á borgarstjórn að tala hreinskilnislega út um málin. Það verður að koma fram hvar mistökin voru gerð, hver gerði þau, hvort sem um er að ræða kjörna fulltrúa eða starfsmenn OR og REI. Ég held að verði að koma upp á borðið.
En ég ætla að bíða með að viðra mínar skoðanir á þessu öllu þangað til ég hef lesið skýrsluna sem verður vonandi birt einhversstaðar næstu daga.
En hér að neðan eru svo einhver eftirminnilegustu orðin sem féllu í þessari orrahríð, en þetta var sagt á borgarstjórnarfundi fyrir nokkrum meirihlutum síðan.
"Við mig hefur verið sagt að ég hafi gert frábæran viðskiptasamning sem mér yrði hælt fyrir í viðskiptalífinu en af því ég er í stjórnmálum þá er ég skammaður."
REI skýrslan áfellisdómur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2008 | 20:48
Mokað
Það hefur verið þónokkur vetur hér í Toronto það sem af er ári. Þónokkur snjór hefur fallið af himnum, gjarnan tekið upp aftur og fallið jafnharðan á ný. Kuldinn hefur sömuleiðis lætið kræla á sér, en þó aldrei orðið verulegur, mest hefur frostið náð 17 gráðum, sem hefur jafngilt nokkuð vel yfir 20 gráðu frost með vindkælingunni.
En snjómokstur er hin besta líkamsrækt og frískandi að moka í morgunsárið.
En Foringinn er sömuleiðis hrifinn af snjónum, en hefur þó verið fjarri góðu gamni nú undanfarna daga, þar sem nefrennsli hefur
verið að plaga hann. Sjálfur var ég því sem næst í rúminu um helgina, en allt horfir þetta til betri vegar. Jóhanna hefur hins vegar staðið keik og ekki nema einn og einn hormoli læðst fram.
Nú seinnipartinn í dag er svo spá frostregni og virðist sem hinni hnattrænu hlýnun hefur verið slegið á fre
st, allavegna fram á vorið.
En eftir að hafa hreinsað stéttina, tröppurnar og heimreiðina gekk ég örlítið um nágrennið og smellti af nokkrum myndum sem sjá má fjórar af hér.
6.2.2008 | 19:39
Veit á gott
Það er gott að sjá að drengurinn kemur vel undan vetri, virðist vera í feikna formi og líklegur til afreka. Líkast til hefur saunadvöl og vodkadrykkja endurnært hann á heimaslóðum, nú í vetur.
En ég held að tímabilið framundan verði gott, hörkubarátta og mikil spenna, sem líklega endar svo með því að Ferrari hampar báðum titlunum enn á ný.
En það virðist sem mörg liðanna hafi verið að vinna heimavinnuna sína í vetur og það ætti að skila sér í góðri keppni.
En Ferrari, McLaren, Renault, BWM og Williams ættu og mæta sterk til leiks og líklega Red Bull liðin sömuleiðis. Svo er að sjá hvað það verður sem kemur á óvart.
Nú er staðan sú að síðan 2000 hafa engin önnur lið en Ferrari og Renault unnið heimsmeistaratitil. Ég spái því að það breytist ekki í ár, eins og áður sagði reikna ég með titilinum til okkar.
Räikkönen í öðru sólkerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |