Með ljósin slökkt

Það var tvennt sem vakti verulega athygli mína í Silfri Egils, sem ég var að enda við að horfa á netinu. 

Annars vegar var það afdráttarlausar yfirlýsingar Dags og Svandísar í þá veru að samstarf með Sjálfstæðisflokknum kæmi ekki til greina í borgarstjórn, ef til þess kæmi að núverandi meirihluti spryngi.  "Kvartettinn/Tríóið" stæði saman.  Það sem vekur mesta undrun er það að þá er ekki eftir nema ein leið fyrir "Kvartettinn/tríóið" að mynda meirihluta.  Það er að taka Ólafi F. sem týnda syninum og fallast í faðma við hann, því síðast þegar ég vissi hafði "Kvartettinn/Tríóið" ekki meirihluta í borgarstjórninni.  Einn meðlimur "Kvartettsins", Margrét Sverrisdóttir, hefur raunar litla sem enga rödd í borgarstjórn, enda eingöngu varaborgarfulltrúi.

Ef að fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna skorast þannig undan ábyrgð, verðum við að vona að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Ólafur F. geri það ekki og stjórni borginni til loka kjörtímabilsins.

Hitt sem vakti svo athygli var upphafstilkynning Egils um engin borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefði viljað koma í þáttinn og nýráðin aðstoðarkona borgarstjóra hefði afboðað.

Raunar virðist enginn fjölmiðiðill hafa náð í borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Það er engu líkara en þau feli sig eins og skuldari fyrir rukkara.  Almenningur og fjölmiðlar standa á tröppunum og eru að reyna að innheimta skýringar, en borgarstjórnarflokkurinn hefur slökkt ljósin og þykist ekki vera heima.

Svona strútapólítík er ákaflega ótrúverðug og síst til þess fallin að auka tiltrúnað og traust á nýjum meirihluta.  Borgarfulltrúar verða að gera sér grein fyrir því frá hverjum þeir þágu umboð sitt og hverjum þeir þurfa að standa skil á gjörðum sínum.

Það þarf að taka ákvarðanir, og hver sem niðurstaðan verður, þarf að kynna hana almenningi, útskýra og standa og falla með henni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Mér fundust þessi svör ekki svo afdráttarlaus. Þau tala um "eins og flokkurinn er í dag" sem þíðir í mínum huga að ef annarhvor þeirra stjórnarandstæðuflokkar mundi eftir allt saman hefja samstarf þá gætu þeir sagt "flokkurinn er annar nú en hann var".

Halla Rut , 10.2.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband