Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Viðtalið

Vildi vekja athygli á fróðlegu viðtali sem finna má á vef RUV.  Þar ræðir Bogi Ágústsson við Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands.

Þar er rætt um viðurkenningu Íslands á endurnýjuðu sjálfstæði Eistlendinga árið 1991, aðildina að ESB og NATO, óeirðirnar sem urðu í kjölfar þess að Eistlendingar fluttu Sovéskt minnismerki og "cyber" árásirnar sem fylgdu í kjölfarið.

Hvet alla sem hafa áhuga á þessum heimshluta til að horfa á viðtalið.

 


Hvaða rétt átt þú ef nágranninn hendir stöðugt rusli inn til þín?

Rakst á frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað er um fjölpóst og að skipuð hafi verið nefnd til þess að ákveða hvernig lagarammi skuli vera um dreifingu hans.  Í nefndinni sitja svo að sjálfsögðu fulltrúar helstu "ruslveitnanna".

Svipað vandamál er til staðar hér í Kanada, þar sem póstdreifingarfyrirtæki virðast líta á íbúa landsins sem sína auðlind.  Pósturinn er ekki til að þjónusta fólkið, heldur til að nýta það til tekjuöflunar.

Auðvitað á að vera hægt að neita fjölpósti.

Fyrir mér er málið ósköp einfalt.  Póstur sem ekki er merktur mér eða öðrum þeim í húsinu búa, er ekki til okkar.  Póstinum ber ekki skylda að afhenda mér póst sem er ekki til mín.

Ef einhver fyrirtæki vilja senda mér póst á hann að vera með nafni mínu og heimilsfangi, svo einfalt er það.

Pósturinn á ekki meiri rétt á því að henda blaðsneplum inn um bréfalúguna hjá mér, heldur en nágranninn á til að henda þangað gömlum tölublöðum af Morgunblaðinu sem hann er hættur að nota. 

Það ber engum skylda eða á rétt til að henda rusli inn á heimili mitt.

Því ætti reglan að vera að sú að menn þyrftu að gefa sérstakt leyfi til þess að svokallaður "fjölpóstur" megi koma í lúguna eða póstkassann.

Hitt er svo annað mál, að ásættanlegt væri ef einfalt væri gert að afþakka hann.

Margir vilja svo eflaust fá hann, enda án efa ágætt að fá ókeypis dagblöð, tilkynningar um góð tilboð og hagstæðar pizzur og þar fram eftir götunum.  Svo má auðvitað kynda með póstinum og spara sér þannig framlög í útrásarsjóði orkufyrirtækja.

En valdið á að vera hjá húsráðendum.


Á Kúpunni

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver verður þróunin á Kúbu á næstu árum og hvernig landinu tekst að vinna sig frá kommúnismanum, ef það tekst á annað borð.

Það er jú mjög misjafnt hvernig til hefur tekist í ríkjum kommúnismans, og þarf ekki að nefna fleiri dæmi en Eistland og Pólland öðru megin og Hvíta Rússland hinum megin.

En það er óskandi að frelsi íbúanna aukist jafnt og þétt og stjórnendur landsins hætti að selja þegna sína sem hálfgerða þræla, sleppi lausum kraftinum í íbúunum og leyfi þeim að velja sér forystu.

En í sjálfu sér er engin ástæða til þess að vera bjartsýnn, því slagorðið Cuba libre er jafngilt nú og það var fyrir 50 árum, líklega er þörfin meiri í dag.

P.S.  Þegar ég horfði á myndbútinn sem er með þessari frétt áttaði ég mig á því að Spænskan situr ekki mikið í mér, ég skyldi ekki orð.


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkum skatta

Það er segin saga að þó að flestir stjórnmálamenn segist, í það minnsta stundum, vilja lækka skatta, telja flestir þeirra að rétti tíminn sé ekki til þess núna (alveg sama hvenær  það er sagt).  Hvað þetta varðar skiptir engu máli hvort að ég er að fylgjast með fréttum hér heima eða "heima" (Kanada og Ísland).

Ég vildi því vekja athygli á grein sem nýlega birtist á vef The National Post, en hún fjallar um skattalækkanir í BC, eða "Bresku Kolumbíu" í upphafi aldarinnar.

Þar segir m.a.:

"Most finance ministers say now is not the time to cut taxes. But the experience of British Columbia provides a different perspective. In 2001, after a decade of dismal economic performance, the newly elected government enacted a series of bold, incentive-based tax cuts. The results have been nothing short of remarkable. If Canadian governments are worried about the health of the economy, they should follow B.C.'s lead and cut taxes.

Specifically, the B.C. government reduced the corporate income tax rate from 16.5% to 13.5%. As a result, B.C. went from having the second highest corporate income tax rate among the provinces to having the third lowest. The province also eliminated the economically damaging general corporate capital tax.

The largest portion of the reductions was a 25% across-the-board reduction in personal income tax rates. Again, British Columbia went from having the second highest top marginal personal income tax rate (19.7%) to the second lowest (14.7%), behind only Alberta (10.0%).

The economic fortunes of the province changed dramatically. The province went from having the lowest per person GDP growth among the provinces between 1997 and 2001 to being one of the fastest growing economies in the country between 2002 and 2006.

Not surprisingly, the influence of the personal and corporate income tax rate cuts on B.C.'s economic turnaround has been hotly debated. Many people, particularly those who opposed the tax cuts, simply point to strong commodity prices as the sole reason for the province's economic improvement.

However, a new Fraser Institute study by one of Canada's leading economists, University of Alberta professor Bev Dahlby, assesses the economic impacts of the 2001 tax cuts and finds that the tax cuts had, and will continue to have, a profound impact on economic growth.

Specifically, Dr. Dahlby found that B.C.'s 2001 corporate income tax rate reductions will increase gross domestic product per person by 18% above the level that would have resulted without the tax cut. Likewise, the personal income tax rate reductions will increase GDP per person by 7.6% above what would have prevailed in the absence of the cuts. In total, over the long term, British Columbians will see their average incomes increase by more than 25% as a result of the tax cuts."

"Talk of heightened economic uncertainty will likely dominate the budget season and is likely to be used as an excuse not to cut taxes. However, the results from B.C. show that incentive-based tax cuts yield large and ongoing economic benefits. In addition, by improving incentives and making investment more attractive, governments will yield greater revenues, since the economy will grow at a faster rate."

Greinina í heild má finna hér.

P.S. Þeim sem finnst þetta þekkilegar tölur, bendi ég á að taka inn í reikninginn að hér er eingöngu um að ræða tölur frá fylkjunum, síðan bætist "ríkið" við.  Skattálögur á einstaklinga má finna hér og hér má finna upplýsingar um skatta á fyrirtæki. Á þessu sést að þörfin fyrir að lækka skatta er enn brýnni hér í Kanada en á Íslandi og ekki síður að einfalda skattkerfið hér.


Kosovo

Ég get ekki séð að það sé sérstök ástæða til þess að fagna því að til verði eitt smáríki í viðbót í veröldinni, en það er þó ekki heldur nein ástæða til þess að leggja steina í götu þess.

Vissulega er Balkanskaginn að verða heldur óálitlegt "púsl" smáríkja og hætta á því að viðsjár aukist.  En viðmiðið hlýtur þó að eiga að vera sjálfsákvörðunarréttur íbúanna.

Það sem margir óttast hins vegar er fordæmið.  Hvað með Taiwan, hvað með Tyrki á Kýpur, hvað með Quebec?  Hvað með hin ýmsu ríki Rússlands?  Hvað á að gera ef smáeyjar hér og þar fara að lýsa yfir sjálfstæði?  Hvað með Kurdistan?

Alþjóðalög eru hins vegar ótvíræð, og eftir þeim er ekki hægt að lýsa yfir sjálfstæði nema með samþykki þess sem lýst er sjálfstæði frá.

Frá því sjónarmiði hefur sjálfstæði Íslands ekki verið lögum samkvæmt árið 1944, en ég þekki reyndar ekki hvort viðkomandi lög voru í gildi þá.

Ég hef reyndar oft sagt það við lítinn fögnuð viðmælenda minna hér í Kanada, að frá mínum bæjardyrum sé málið einfalt, ef Quebecbúar vilji ekki vera í Kanada, þá eigi ekki að reyna að dekstra þá til þess.  Svona nokkurs konar "fari þeir sem fara vilja" stefna.

Það kemur heldur ekki á óvart að það eru helst þau ríki sem hafa hugsanlega "sjálfstæðiskandídata" innanborðs sem síst vilja viðurkenna sjálstæði Kosovo, þau óttast fordæmið.

 

Hlekkir hagsmunasamtaka

Mér þykir því miður það vera of algengt að ég lesi fréttir svipaðar þessari.  Hagsmunasamtök lýsa sig mótfallin breytingum á starfsumhverfi umbjóðenda sinna og síðan koma alhæfingar eins og þessi: 

"Fræðimenn séu sammála um að ungum börnum henti best að læra í leik og skapandi starfi, en leikskólar skipuleggi lærdómsumhverfi barna út frá þeirri hugmyndafræði." (Feitletrun er blogghöfundar.)

Niðurstöður rannsókna í þessum efnum hafa vissulega verið mismunandi og sumar jafnvel verið á þann veg að leikskóli sé alls ekki hollur ungum börnum, og geti aukið hegðunarvandamál, en látum það liggja á milli hluta.  Nýlega gluggaði ég t.d. í rannsókn sem sagði að vissulega kæmu börn sem væru í leikskóla yfirleitt betur út hvað varðaði orðaforða, en börn sem ekki væru í leikskóla, en að sama skapi væri hegðunarvandamál mun útbreiddari hjá þeim börnum sem hefðu verið í leikskóla.

Hins vegar er að mínu mati órökrétt að láta eins og allt sé í himna lagi og engu þurfi að breyta, það eina sem vanti til að allt sé í fremstu röð sé aukið fjármagn, en það finnst mér oft einkenna málflutning hagsmunasamtaka, sambærilegra á við Félag leikskólakennara.

Hér í Kanada byrjar skólaganga við 4. ára aldur (ég er að fara að senda frumburðinn í skóla næsta haust).  Það kallast "junior kindergarten", 5. ára er "senior Kindergarten" og síðan hefst fyrsti bekkur.  "Junior" og "senior kindergarten" eru þó ekki skyldunám og er foreldrum í sjálfs vald sett hvort að þeir sendi börn sín eða ekki. Yfirgnæfandi fjöldi foreldra kýs þó að gera svo, enda er námið gjaldfrjálst.  Foreldrar geta síðan oft ráðið (ekki í öllum skólum) hvort að börnin þeirra taki þátt í svokallaðri "French Immersion, jafnvel frá og með "senior kindergarten".  Þetta þýðir þó ekki að kennsluaðferðir í "kindergarten" séu alfarið þær sömu og í hinum "eiginlega" skóla, en muninn þekki ég ekki nægilega vel.  En þetta er innan hins "hefðbundna" skólakerfis.

En seinast þegar ég vissi stóð Kanada Íslandi ekki að baki í alþjóðlegum samanburði á skólasviðinu, nema að síður væri.

Ég held að það sé þörf á því að ræða þessi mál og fá fram ólíkar skoðanir og örlítil tilraunastarfsemi og aukið valfrelsi séu líkleg til að vera af hinu góða.

Þess vegna held ég að tillaga Sjálfstæðismanna sé af hinu góða.  Henni ætti að hrinda í framkvæmd í nokkur ár og síðan að meta hvernig til hefur tekist.  Hvernig foreldrar kunna við fyrirkomulagið, hvernig það skilar börnunum í hinn "hefðbundna" skóla og hvernig kennarar meta fyrirkomulagið.  Einnig má velta því fyrir sér hvort að rétt sé t.d. að börnin hafi tvo kennara, annan "leikskólamenntaðan" en hinn með "hefðbundna" kennslumenntun. 

En látum ekki eins og engu megi breyta.

 

 

 


mbl.is Leikskólakennarar andvígir 5 ára bekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegan fjölskyldudag

Í dag er nýr frídagur hér í Ontario.  Fjölskyldudagurinn.

Þetta var eitt af kosningaloforðum sem  fylkisstjórinn Dalton McGuinty setti fram í síðustu kosningum, og hann er búinn að efna, enda kostar þetta hann fremur lítið, enda leggst þetta fyrst og fremst á fyrirtækin á svæðinu.

Þó er það svo að auvitað eru flestar verslanir opnar í dag, enda spurning hvað fjölskyldur ættu að taka sér fyrir hendur ef ekki væru opnar verslanir.  Afþreyingariðnaðurinn er einnig að sjálfsögðu ekki lokaður á degi sem þessum, enda von á auknum viðskiptum.

Fólk sem starfar við skemmtanir og verslanir er líklega ólíklegra til að eiga fjölskyldur en aðrir, eða hvað?  En sem betur fer fær það þau hærra kaup en ella á dögum sem þessum.

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að felli bera alla frídaga sem þennan niður og alls ekki að fjölga þeim.

Mikið betra og æskilegra er að úthluta hverjum og einum starfsmanni ákveðnum fjölda frídaga á ári, sem hann getur síðan ráðstafað að eigin vild (að viðhöfðu samráði við vinnuveitenda).


Mæld og vegin

Fór með börnin til læknis rétt fyrir helgina.  Ekki það að neitt væri að þeim, heldur einungis eftirlitsferð að ræða.

Þau voru auðvitað mæld og vegin, þukluð og skoðuð og Jóhanna fékk sprautu í sitthvorn upphandlegginn.  Reyndar virtist sú stutta muna meðferðins af hendi læknisins fyrir þremur mánuðum síðan, því hún byrjaði að gráta um leið og læknirinn kom inn í stofuna.

En sú stutta reyndist 80 cm og 10.5 kg, sem er svona rétt í meðallagi fyrir ungar 18. mánaða stúlkur.

Leifur fór hins vegar í 4. ára skoðun, engar sprautur (en horfði með athygli á sprauturnar sem systir hans fékk), en bara almennt eftirlit.  Drengurinn reyndist 110 cm og 21.8 kg, sem læknirinn segir að sé á meðal 5% þeirra hæstu við 4. ára aldurinn.

En hér eftir förum við bara einu sinni á ári að hitta lækninn, næstu sprautur eru svo við 5. ára aldurinn, þannig að Jóhanna fær frá þeim kærkomna hvíld.


Kaðlageymslan

Ég hef nú ekki fylgst með æsispennandi fangaflótta sem átti sér stað á Íslandi í dag.  En ég heyrði fjallað um hann í sjónvarpsfréttum sem ég horfði á rétt í þessu á netinu.

Það er óneitanlega hentugt að kaðall skuli vera geymdur á sama gangi og fangarnir.  Ég bíð spenntur eftir að heyra fréttamenn spyrja lögregluna hver hafi verið sagan á bak við það og til hvers kaðallinn hafi verið notaður - svona dags daglega?


Frétt dagsins

Þessi frétt sem lesa má á vefsíðu vísis er hreint stórkostleg, svona eins og sólargeisli á annars frekar dimmum degi.

Hrein schnilld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband