Bradleyinn

Eftir því sem lengra líður á forkosningarnar í Bandaríkjunum, hafa menn talað meira og meira um "The Bradley effect", bæði hvað varðar forkosningar Bandaríkjanna og svo einnig hvaða áhrif hann kunni að hafa á kosningarnar sjálfar í haust.

"Bradley áhrifin lýsa sér í stuttu máli á þann veg að menn gefa sig upp, eða telja sig jafnvel meira "liberal" en þeir reynast svo í kjörklefanum.  Á Wikipediu má lesa nokkuð góða skilgreiningu og sögu um "Bradley".

Spurningin hvort að "Bradleyinn" sé að hafa áhrif á Obama, það er jú ef til vill auðveldara að lýsa yfir stuðningi við hann þegar hann er "the underdog", heldur en þegar hann er í þann veginn að fara að sigra.  Það er spurning hvað "liberalisminn" ristir djúpt og hvort að hann nái inn í kjörflefann.

En margir hafa áhyggjur af því að þetta geti reynst demokrötum erfitt, hvort sem að Clinton eða Obama verði í framboði.

Annars er ég ákaflega sáttur að sjá að McCain svo gott sem tryggja sér útnefninguna hjá repúblikönum.  Ég held að ég yrði ánægðastur með að sjá hann og Obama keppa um embættið, þó ég reikni með að McCain og félagar vildu heldur kljást við Clinton. 

Obama hefur að mínu komið vel út, þó að stuldur hans á slagorði Bubba byggis, fari nokkuð í taugarnar á mér.

En ég sá líka einhversstaðar (mig minnir á íslenskri sjónvarpsstöð) að fréttamenn voru að spá því að McCain myndi ekki ganga of vel að fá hefðbundna kjósendur repúblikana til að mæta á kjörstað þegar á hólminn væri komið í nóvember.

Það er nú svo að mínu mati, að þar skiptir frambjóðandi demókrata ekki minna máli.  Ef McCain ber gæfu til þess að hafa Clinton á móti sér, þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur.  Hún sér um að skila hinum hefðbundnu kjósendum repúblikana á kjörstað, jafnvel þó að hópur þeirra sé ekki of hrifin af McCain, munu þeir skila sér allir með tölu, til að reyna að tryggja að Hillary komist ekki í Hvíta húsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband