Nú REInir á

Já nú kemur til með að reyna á nýja meirihlutann í Reykjavíkurborg.  Ef þessi skýrsla verður ekki meðhöndluð af skynsemi, þá verður meirihlutinn rúinn öllu trausti og án vonar um að byggja það upp.

Ég hef ekki ennþá lesið skýrsluna, og allt sem blasir við mér þegar ég reyni að hlaða þenni niður á Vísi er þetta.  Ef einhver hefur skýrsluna undir höndum þá væri ég þakklátur ef hún væri send á tommigunnars@hotmail.com

En á borgarstjórn að tala hreinskilnislega út um málin.  Það verður að koma fram hvar mistökin voru gerð, hver gerði þau, hvort sem um er að ræða kjörna fulltrúa eða starfsmenn OR og REI.  Ég held að verði að koma upp á borðið.

En ég ætla að bíða með að viðra mínar skoðanir á þessu öllu þangað til ég hef lesið skýrsluna sem verður vonandi birt einhversstaðar næstu daga.

En hér að neðan eru svo einhver eftirminnilegustu orðin sem féllu í þessari orrahríð, en þetta var sagt á borgarstjórnarfundi fyrir nokkrum meirihlutum síðan. 

"Við mig hefur verið sagt að ég hafi gert frábæran viðskiptasamning sem mér yrði hælt fyrir í viðskiptalífinu en af því ég er í stjórnmálum þá er ég skammaður."

 


mbl.is REI skýrslan áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

http://www.visir.is/article/20080206/FRETTIR01/80206112

Halla Rut , 10.2.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband