Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Segir Tryggvi satt?

Tryggva virðist mikið í mun um að sverja af sér öll tengsl við Baug.  Ef til vill ekki að undra eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag, og hvernig fjallað hefur verið um störf hans í "nýja" Landsbankanum eða NBI, eins og hann mun víst heita í dag.

Hann segist hafa slitið á öll tengsl við Baug árið 2002.

En þessi frétt frá árinu 2007, á vef mbl.is styður ekki þá fullyrðingu.  Í fréttinni segir m.a.:

Tryggvi Jónsson hefur fest kaup á ríflega 28% hlutabréfa í Humac ehf., sem á og rekur Apple á Íslandi og á Norðurlöndunum. Félag í eigu Tryggva, Sanderson ehf., kaupir út hluthafana F. Bergsson Holding ehf. og Hlunn ehf. Kaupverð er ekki gefið upp. Að loknum þessum viðskiptum eru Sanderson ehf., Baugur Group ehf. og Grafít ehf. stærstu hluthafarnir með samtals um 87% hlutdeild í félaginu.

Tryggvi Jónsson mun taka sæti í stjórn félagsins en aðrir í stjórn eru Þórdís Sigurðardóttir, sem jafnframt er formaður stjórnar, Árni Pétur Jónsson og Þormóður Jónsson. Framkvæmdastjóri Humac er Bjarni Ákason.

Ef til vill hefðu blaðamenn mbl.is, átt að leita aðeins á eigin vef, áður en þeir birta fréttir sem þessar.

Tryggvi hefur sömuleiðis að virðist setið í stjórnum hinna ýmsu einkahlutafélaga sem tengjast Baugi með einum eða öðrum hætti, og sú þjónusta hætti ekki 2002.

Auðvitað ættu fjölmiðlar að krefjast svara hjá bankastýrunni í Landsbankanum.  Það hlýtur allt að verða svo gegnsætt og upp á borðum þar sem konur eru komnar til valda.

 


mbl.is Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frasasæknir lýðskrumarar

Það eru ýmsir frasar sem ganga aftur og aftur í ræðu og riti hjá stórnmálamönnum.  Einn sá vinsælasti þessa dagana er að tala um "nýfrjálshyggju" eða eins og Ingibjörg gerir hér, að tala um ofsafrjálshyggju, þegar leita á útskýringa á hinu Íslenska efnahagshruni.

En það skýrir enginn þessi hugtök og það er enginn krafinn skýringa á þeim.

Í hverju fólst "ofsafrjálshyggjan" á Íslandi?

Fólst hún í þeirri staðreynd að hið opinbera sýslaði með rétt ríflega 40% af þjóðarframleiðslunni árlega?

Fólst hún í því að allur rekstur hins opinbera tútnaði út sem aldrei fyrr?

Fólst hún í því að opinber fyrirtæki fóru út í stærri framkvæmdir en nokkru sinni fyrr?

Á hvaða sviðum réð "ofsafrjálshyggja" ríkjum á Íslandi?

Hvernig var regluverk fjármálafyrirtækja á Íslandi frábrugðið því sem gildir í mörgum löndum "Sambandsins" (sem Ingibjörg þráir ekkert heitar en troða Íslandi í) þannig að það réttlæti að tala um "ofsafrjálshyggju"?

Stjórnmálamenn sem eru hallir undir lýðskrum eru gjarnir á að grípa til óútskýrðra frasa sem þessara en sleppa því að útskýra hvað þeir eru að meina.

Auðvitað eiga eigendur og stjórnendur bankanna mesta sök á því að þeir fóru í þrot, þeir hefðu getað fylgt íhaldsamara viðskiptamódeli, en stjórnmálamenn bera líka mikla ábyrgð.

Þeirra ábyrgð felst ekki síst í ábyrgðarlausum og óhófskenndum ríkisfjármálum og var fjárlagafrumvarpið sem sitjandi ríkisstjórn lagði fram fyrir 2008 gott dæmi um það.  Þar er líka að finna orsakir kreppunnar.

Stjórnmálamenn æddu áfram og eyddu fé almennings hægri og vinstri, undir slagorðinu "við erum ein ríkasta þjóð í heimi".


mbl.is Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágkúra ársins?

Það er ekki hægt að segja að risið á Íslensku þjóðfélagi sé hátt þessa stundina.  Hver "miniskandallinn" á fætur öðrum kemur upp á yfirborðið, en fæstir kippa sér verulega upp við það.  Fréttir eru settar á prjóninn, vegna þess að "stórir aðilar" krefjast þess, fyrrum bankastjórar eru "engar fréttir" og þó að segja þurfi upp hundruðum starfsmanna bankanna, er eitt fyrsta verk nýs ríkisbanka að ganga frá fastráðningu einstaklings með dóm fyrir svik á bakinu og sterk tengsl við einhvern stærsta skuldunaut bankans.

En sumt fer lægra.

Fékk hlekk á þessa frétt í gær.  Hún er ríflega tveggja vikna gömul, en á samt sem áður fullt erindi til Íslendinga og á meiri athygli skilið.

Það hefur nefnilega komið í ljós að það er ekki hægt að skrifa um setu núverandi forseta á Bessastöðum, nema fyrir tilstilli bankanna sálugu.

Embættissaga forsetans er gefin út í boði "gömlu" bankanna, í boði útrásarvíkinganna.

Er hægt að fara öllu neðar með embættið en það?

Ég vona að allir ærlegir Íslendingar sniðgangi þessa bók, hún er að mínu mati móðgun við land og þjóð.


Er sannleikurinn siðblinda?

Þetta er nokkuð merkilegt mál, birting þessarar upptöku í kjölfar tilraunar DV manna til sverta orðspor blaðamannsins í yfirlýsingu fyrr í dag.

Reynir virðist líta á það sem siðblindu að sannnleikurinn sé birtur.  Vissulega er upptökunnar aflað með ólöglegum hætti, en er það ekki aðall fjölmiðlamanna að leita sannleikans, jafnvel þó að leiðin sé grýtt?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðill birtir ólöglegar upptökur, eða skjöl sem ekki eiga að vera opinber, Reyni ætti að vera fullkunnugt um það.

Síðan er talar Reynir eins og þreyttur stjórnmálamaður þegar talið berst að því að segja af sér.  Segist gera slíkt ef hann meti stöðuna þannig að hann muni skaða blaðið.

Getur ritstjóri sem er uppvís að því að setja fréttir "á prjóninn" til að þóknast "stórum aðilum" gert eitthvað annað en að skaða blaðið?

Að vísu ekki úr háum söðli að detta hjá DV, í nýlegri könnun kom í ljós að u.þ.b. 70% Íslendinga báru lítið traust til blaðsins.  Það væri fróðlegt að sjá sambærilega könnun sem yrði gerð á næstu dögum.


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem gerist í Luxemborg, á ekki að verða vandamál Íslenskra skattgreiðenda

Þetta er eitthvað það skrýtnasta og ósvífnasta sem ég hef heyrt.  Að ætlast sé til að Íslensk stjórnvöld fari að borga innistæður Íslendinga í Landsbankanum í Luxemborg.

Hvers vegna fóru þessir einstaklingar með fé sitt úr Íslenskri lögsögu og geymdu það í Luxemborg?

Var það ekki til að koma þeim úr Íslenskri "lögsögu"?

Mér finnst það einhver mesta ósvífni sem ég hef heyrt að svo sé ætlast til að Íslenskir skattgreiðendur borgi innistæðurnar, auðvitað á Landsbankinn Íslenski að sækja sínar kröfur af fullri hörku.

Í Luxemborg er best að fara að Luxemborgskum siðum, virða bankaleynd láta hlutina fara í þann farveg sem þar tíðkast.  Íslensk fyrirtæki eiga að láta sína Íslensku hagsmuni hafa forgang.

Auðvitað ber hið opinbera á Íslandi ekki neina ábyrgð í innistæðum í Luxemborg.


mbl.is Viðskiptavinir í Lúx telja sér mismunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferði lært í Sjóð 9?

Menn hafa sagt mér og ég lesið um það að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skrifað grein og hvetji til aðildarviðræðna og inngöngu í "Sambandið".  Greinin birtist í Fréttablaðinu, og verð ég að viðurkenna að hafa ekki lesið hana.

En það hlýtur að vekja sérstaka athygli að annar þessara þingmanna er Illugi Gunnarsson.  Illugi sat síðast er ég vissi í varastjórn samtakanna Heimssýn, sem eins og flestum er kunnugt berst einarðlega gegn "Sambandsaðild".  Enn er Illugi talinn í varastjórn á heimasíðu samtakanna.

Sú spurning hlýtur því að koma upp í hugann hvort að Illugi hafi sagt sig úr varastjórn samtakanna og jafnvel samtölunum sjálfum áður en hann gekk frá fyrrnefndri grein til birtingar?

Eða er hann að flytja eitthvað siðferði sem hann lærði í Sjóð 9 inn í stjórnmálin?


mbl.is Hvetja til viðræðna og atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með uppáskrift frá Hæstarétti var haldið í víking

Svona ganga "viðskipti" fyrir sig á Íslandi.  Og með uppáskrift frá Hæstarétti héldu "Íslensku útrásarvíkingarnir" til verka.

Það hlaut að vera í lagi að vera örlítið í viðskiptum við sjálfa sig.  Það gat varla verið ólöglegt að bankarnir keyptu örlítið af bréfum frá eigendum sínum, eða að setja á stofn hlutafélög til þess að kaupa í sjálfum sér.

Hæstiréttur Íslands var búinn að segja að það að sitja báðum megin borðsins væri "bara viðskipti".

Fjölmiðlar og stór hluti almennings talaði um "ofsóknir" hins opinbera gegn "heiðarlegum viðskiptamönnum".  Sumir fjölmiðlamenn tala þannig enn.

Það hlaut þá að vera í lagi að "snúa" Sterling nokkra "hringi".  Það hlutu að vera einföld viðskipti að stofna nokkur hlutafélög og láta bankana lána þeim nokkra milljarða svo hægt væri að kaupa meira hlutafé í bönkunum og njóta þar aukinna áhrifa, kaupa svo meiri hlutabréf og láta bankann kaupa fleiri skuldabréf.

Væri ekki næsta víst að Hæstiréttur myndi telja það "bara viðskipti"?

 


mbl.is Viðskipti, ekki fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað var sagt í nóvember 2004?

Það er ekki annað hægt en að hrósa Morgunblaðinu fyrir að ætla að fara yfir nokkra af "vafasamari" viðskiptagjörninum undanfarinna ára, það er verðugt verkefni.  En hvað sagði Morgunblaðið í nóvember 2004, þegar þessi gjörningur var að gerasta?

Þá mátti lesa grein sem fjallaði um viðskiptin og hét:  Hækkun hlutabréfa yfir heiði

Þar mátti m.a. lesa eftirfarandi:

Þó svo að samstarf þessara manna um Burðarás vekti athygli var það aðdragandinn að kaupum Burðaráss í Kaldbak sem menn veltu vöngum yfir. Sá 27% eignarhlutur í Kaldbak sem Samson lagði inn í Burðarás var nefnilega í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, þar til daginn áður en tilkynnt var um yfirtöku Burðaráss á Kaldbak. Er það ekki í frásögur færandi nema hvað talið var að KEA, sem var stærsti hluthafinn í Kaldbak, hefði ekki notið sömu kjara og þeir hluthafar sem lögðu Kaldbaksbréf sín inn í Burðarás.

 

Aðdragandinn fólst í því að Kaldbakur keypti 27% hlutinn af KEA á genginu 7,9 (sem var lokagengi dagsins áður, 22. september) fyrir 3.744 milljónir króna og greiddi fyrir með 10% eignarhlut í Samherja og 1,6 milljarði króna í reiðufé.

Kaldbakur framselur svo sama eignarhlut í sjálfum sér á sama verði til Samsonar og mun hafa fengið greitt fyrir með peningum. Daginn eftir að þessi viðskipti eiga sér stað er gengið frá samningum um að Burðarás kaupi hlutabréf Samsonar, Baugs og Samherja í Kaldbak. Skiptagengi Kaldbaksbréfa fyrir Burðarássbréf var tæplega 0,638. Gengi hlutabréfanna hafði þá hækkað vegna tilkynningar um að samrunaviðræður stæðu yfir og í lok dags var ljóst að Samson gæti fengið 9,16 krónur fyrir hvern hlut sinn í Kaldbak, eða 4.341 milljón króna. Miðað við söluverð KEA munaði þarna tæpum 600 milljónum, sem talið var að Samson hefði hagnast um en KEA orðið af.

En það voru fáir að hlusta.

Það virðist sem svo að enginn hafi haft áhuga fyrir að fara með málið lengra.  Það vildi enginn "spilla partýinu".

En þetta mál fór aldrei lengra, kom aldrei til kasta dómstóla, en það gerði næsta mál sem Morgublaðið boðar að fjallað verði um, 10/11 málið svokallaða.

Man einhver hver varð niðurstaðan í því máli?  Hvort að Íslenskum dómstólum hafi þótt slík viðskipti stangast á einhvern hátt við lög, eða að við þeim bæri refsing?

Eða voru flestir of uppteknir við að hrópa um aðför og einelti Íslenskra yfirvalda gagnvart "heiðarlegum bisnessmönnum" til að taka eftir því hvað málið fjallaði um?

 


mbl.is Sami maður beggja vegna borðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flash Gordon Strikes Again

Hér er aldeilis frábær ný klippa af Flash Gordon.

Stórkostleg frammistaða hinnar nýju Evrópsku súperhetju

 

 


Skyldu þeir hafa hugleitt að segja af sér, eða hætta?

Það er mikið fjallað um traust í Íslensku þjóðfélagi þessa dagana, aðallega er þó verið að fjalla um skort á því hér og þar og vissulega hafa kannanir leitt í ljós að Íslendingar bera ekki mikið traust til stofnana þjóðfélagsins.

Kröfur hafa verið háværar um afsagnir og berasta þær hæstar frá bloggheimum og fjölmiðlum.

Konnun

 

Í einum af þeim tölvupóstum sem mér hafa borist undanfarna daga var graf og stutt umfjöllun um traust sem Íslendingar bera til fjölmiðla þeirra sem á landinu starfa.

Það er ekki margt sem vekur sérstaka athygli í grafinu, Fréttastofa Sjónvarps stendur eins og oft áður best að vígi og mbl.is og Morgunblaðið koma vel út, þó að það veki ef til vill nokkra athygli að netmiðillinn skákar móðurveldinu örlítið.

En það er þó einn miðill sem stendur alveg einn og sér ef marka má könnunina.  Það er DV, rétt um 70% Íslendinga segjast bera lítið trausts til miðilsins, tæp 5% bera mikið traust til hans.

Í takt við tíðarandann, er ekki hægt að verjast því að sú spurning vakni:  Hefur ritstjórn DV og eigendur DV hugleitt að segja af sér, jafnvel að hætta hreinlega útgáfunni?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband