Segir Tryggvi satt?

Tryggva virðist mikið í mun um að sverja af sér öll tengsl við Baug.  Ef til vill ekki að undra eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag, og hvernig fjallað hefur verið um störf hans í "nýja" Landsbankanum eða NBI, eins og hann mun víst heita í dag.

Hann segist hafa slitið á öll tengsl við Baug árið 2002.

En þessi frétt frá árinu 2007, á vef mbl.is styður ekki þá fullyrðingu.  Í fréttinni segir m.a.:

Tryggvi Jónsson hefur fest kaup á ríflega 28% hlutabréfa í Humac ehf., sem á og rekur Apple á Íslandi og á Norðurlöndunum. Félag í eigu Tryggva, Sanderson ehf., kaupir út hluthafana F. Bergsson Holding ehf. og Hlunn ehf. Kaupverð er ekki gefið upp. Að loknum þessum viðskiptum eru Sanderson ehf., Baugur Group ehf. og Grafít ehf. stærstu hluthafarnir með samtals um 87% hlutdeild í félaginu.

Tryggvi Jónsson mun taka sæti í stjórn félagsins en aðrir í stjórn eru Þórdís Sigurðardóttir, sem jafnframt er formaður stjórnar, Árni Pétur Jónsson og Þormóður Jónsson. Framkvæmdastjóri Humac er Bjarni Ákason.

Ef til vill hefðu blaðamenn mbl.is, átt að leita aðeins á eigin vef, áður en þeir birta fréttir sem þessar.

Tryggvi hefur sömuleiðis að virðist setið í stjórnum hinna ýmsu einkahlutafélaga sem tengjast Baugi með einum eða öðrum hætti, og sú þjónusta hætti ekki 2002.

Auðvitað ættu fjölmiðlar að krefjast svara hjá bankastýrunni í Landsbankanum.  Það hlýtur allt að verða svo gegnsætt og upp á borðum þar sem konur eru komnar til valda.

 


mbl.is Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband