Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Frá Baugi til Viðskiptaráðuneytisins

Á meðan heilsan hefur verið að hrella Bjórárbóndann hafa alls kyns upplýsingar á fréttir og ábendingar um fréttir borist í pósthólfið.

Það er margt sem vekur athygli í kreppunni og hvernig hún er höndluð og hvað er að gerast í henni. 

Ein frétt sem vakti athygli mína er þessi, en hana er að finna á vef DV, en mig rekur ekki minni til þess að ég hafi séð hana annars staðar.

Þar er kemur fram að nýbúið sé að ræða fyrrum framkvæmdastjóra DV til Viðskiptaráðuneytisins. Áður en viðkomandi varð framkvæmdastjóri DV, starfaði hann sem sérlegur aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hjá Baugi Group, eftir því sem fram kemur í fréttinni.

Auðvitað er ekkert ólöglegt við að ráða fólk til starfa, en ég verð þó að viðurkenna að mér þykir hér illa að verki staðið.  Það hlýtur að vekja upp spurningar, hvers vegna viðskiptaráðherra þykir það tilhlýðilegt að ráða viðkomandi einstakling til starfa og lýsa því yfir að "Það er góður fengur af honum".

Þegar litið er til þess hvernig ástandið er á Íslandi í dag, þá leyfi ég mér að efast um að það sé stjórnvöldum til tekna að fá fyrrverandi aðstoðarmann Jóns Ásgeirs til starfa í viðskiptaráðuneytinu.

Þegar það kemur upp í minnið að í aðdraganda bankahrunsins birtist sú frásögn í fjölmiðlum að viðkomandi ráðherra hafi verið kallaður til fundar við Jón Ásgeir og honum lesið þar pistillinn, fæ ég ónotahroll við lestur þessar fréttar.

Stjórnvöld verða að reyna að hafa hlutina eins gegnsæa og án hagsmunatengsla og mögulegt er.

Þetta er ekki leiðin til þess.

 


Leggjum niður bankamálaráðuneytið

Ég held að það hljóti að vera orðið nokkuð ljóst að best er að leggja niður bankamálaráðuneytið á Íslandi.  Það væri ágætis skref til sparnaðar.

Það er ljóst að bankamálaráðherra fréttir því sem næst aldrei af neinu, honum berast hlutir ekki einu sinni til eyrna.  Líklega les hann ekki fréttir, alla vegna ekki þær sem tengjast bankahruninu.

Hann er ekki boðaður á mikilvæga fundi, jafnvel þó að verið sé að ræða bankakerfið.  Hann veit yfirleitt ekki af neinu.

Bankaleynd er eitt, en að vita yfirleitt ekki neitt er annað. 


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsukreppa

Ofan í miðja fjármálakreppuna skall á heilsukreppa hjá þeim sem mestu ræður á þessu bloggi.  Svo djúp var sú kreppa að ekkert hefur verið ritað hér á bloggið í u.þ.b. viku.

Heilsukreppan lagðist svo á kroppinn að undirritaður gat ekki hugsað margar heilar hugsanir í röð, og því var talið að best færi á að hvíla bloggið, sem og sálina og kroppinn.

Ólíkt fjármálakreppunni er heilsukreppan í rénum og rís nú línuritið aftur upp á við.  Hér er heldur ekki hlífiskildi haldið yfir neinum og engin hræðsla við að benda á sökudólga, allt sett upp á borðið, og næsta víst talið að um hafi verið að ræða "inside job".

Þó varast beri að fella dóma áður en fullar niðurstöður liggja fyrir, bendir flest til að aðalsökudólgarnair séu hálskirtlarnir, og gerast kröfur þess efnis að þeir víkju, verði hreinlega skornir, æ háværari.  Endanlegur dómur hefur þó ekki fallið því ólíklegt annað en þeir lifi jólin af.

Þangað til er þeim haldið niðri og skaðsemi þeirra takmörkuð með fúkkalyfjum.  Þetta horfir því allt til betri vegar og næst vonandi fullnaðarlausn innan tíðar.


Þeir sem raunverulega vita hvernig á að stjórna landinu

Ég var eitthvað að grúska í gömlu dóti í dag, fann þá gamalt umslag þar sem ég hafði sett hin margvíslegustu spakmæli sem mér hafði litist á.  Á meðal þeirra voru þessi tvö, sem ég held að eigi ágætlega við í dag.

Too bad that all the people who really know how to run the country are busy driving taxi cabs and cutting hair.

George Burns

Hið seinna er öllu alvarlegra

Of all tyrannies, a tyranny sincerely exercised for the good of its victims may be the most oppressive.  It may be better to live under robber barons than under omnipotent moral busybodies.  The robber baron's cruelty may sometimes sleep, his cupidity may at some point be satiated; but those who torment us for our own good will torment us without end, for they will do so with the approval of their own conscience.

C.S. Lewis

 

 


Pestarbælið að Bjórá

Nú hefur Bjórá breyst í pestarbæli.

Hér eru allir veikir, nema konan, en hún er hálfslöpp.

Þetta byrjaði sakleysislega, fyrir eins og 10 dögum, þá byrjaði drengurinn að hósta.  Við heldum honum inni við, létum hann ekki fara í skólann, en allt kom fyrir ekki.  Honum virtist elna pestin.

Loks þegar smá blik kom aftur í augu hans í gær, lagðist ég sjálfur í rúmið (í hálfan dag) og Jóhanna litla byrjaði að hósta.

Í dag hringdi svo kennari drengins í mig og spurði mig eftir drengnum, hvatti mig svo til þess að halda honum heima frekar lengur en hitt.  Það væru svo mikil veikindi í skólanum.

Sagði mér líka að í dag hefði verið sendur heim minnismiði til foreldra til að upplýsa þá um að vart hefði verið við kíghósta í skólanum.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband