Lágkúra ársins?

Það er ekki hægt að segja að risið á Íslensku þjóðfélagi sé hátt þessa stundina.  Hver "miniskandallinn" á fætur öðrum kemur upp á yfirborðið, en fæstir kippa sér verulega upp við það.  Fréttir eru settar á prjóninn, vegna þess að "stórir aðilar" krefjast þess, fyrrum bankastjórar eru "engar fréttir" og þó að segja þurfi upp hundruðum starfsmanna bankanna, er eitt fyrsta verk nýs ríkisbanka að ganga frá fastráðningu einstaklings með dóm fyrir svik á bakinu og sterk tengsl við einhvern stærsta skuldunaut bankans.

En sumt fer lægra.

Fékk hlekk á þessa frétt í gær.  Hún er ríflega tveggja vikna gömul, en á samt sem áður fullt erindi til Íslendinga og á meiri athygli skilið.

Það hefur nefnilega komið í ljós að það er ekki hægt að skrifa um setu núverandi forseta á Bessastöðum, nema fyrir tilstilli bankanna sálugu.

Embættissaga forsetans er gefin út í boði "gömlu" bankanna, í boði útrásarvíkinganna.

Er hægt að fara öllu neðar með embættið en það?

Ég vona að allir ærlegir Íslendingar sniðgangi þessa bók, hún er að mínu mati móðgun við land og þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband